Verslunin er til húsa að Smiðjuvegi 11 í Kópavogi. Þar er einnig lager og rekin viðgerðarþjónusta.
„Við leggjum mikla áherslu á góða þjónustu og erum með allar okkar vörur og þjónustu undir einu þaki. Viðgerðaþjónustan er hröð og yfirleitt er vél, sem komið er með að morgni í viðgerð, klár fyrir dagslok. Við erum einnig vel mönnuð af starfsfólki svo ekki þarf að bíða eftir afgreiðslu, yfirleitt erum 12 til 13 sölumenn á gólfinu í einu. Starfsfólk okkar hefur góða þekkingu á því sem það er að selja og getur veitt góða ráðgjöf.“
Klára kaupin á einum stað
„Okkar mottó er að þú fáir allt í Sindra sem þarf til að vinna verkið, rafmagnsverkfæri, handverkfæri, vinnuföt, bolta, rær, skrúfur og hvað annað sem þarf. Við einbeitum okkur fyrst og fremst að fagfólki en fáum að sjálfssögðu til okkar einstaklinga líka, kröfuharða einstaklinga enda erum við með mörg þekkt og stór vörumerki, DeWalt, Kraftwerk, Toptul og Blåkläder í vinnufatnaði,“ útskýrir Þórður og segir marga halda tryggð við ákveðin merki sem hafi reynst þeim vel. Jafnvel örli á merkjasnobbi.
Hér má sjá brot af úrvali verslunarinnar:
„Það getur verið skemmtilegur rígur á milli manna varðandi merki. DeWalt er með eina stærstu rafmagnsverkfæralínuna í dag á Íslandi og þau njóta mikilla vinsælda. Við byrjuðum reyndar að flytja inn handverkfæralínuna Toptul rétt eftir hrun. Þessi verkfæralína er á afar hagstæðu verði þar sem við flytjum hana inn beint frá framleiðanda. Í dag höfum við náð að byggja upp stóran markað um þessa línu. Sama með Blåkläder fatnaðinn, við höfum stóran hóp viðskiptavina sem gengur ekki í öðru en þessu merki og segir þetta vera án efa bestu vinnufötin á markaðnum og hverrar krónu virði. Það er hægt að nálgast allar vörur sem við erum með í versluninni á netinu, bæði sem einstaklingur eða sem notandi í reikningsviðskiptum.“
Iðnaðarmaður ársins 2022
Sindri er samstarfsaðili útvarpsstöðvarinnar X977 í leitinni að Iðnaðarmanni ársins 2022 en kosning er í fullum gangi inni á Vísi. Átta þátttakendur voru valdir úr af dómnefnd og hægt er að kynna sér þá alla hér. Þórður er ánægður með samstarfið.
„Við erum afar stolt af því að vera hluti af þessu verkefni. Svona hefur allskonar jákvæð hliðaráhrif og vekur athygli á iðngreinum sem slíkum og skapar skemmtilega stemmingu, eitthvað til að tala um á kaffistofunni. Það er líka gaman að ná að tengjast okkar kjarnaviðskiptahóp á þennan hátt,“ segir Þórður.