Frístundastarfið í Reykjavík Bryngeir A. Bryngeirsson skrifar 10. maí 2022 13:16 Sveitarfélögin á Íslandi bjóða almennt upp á víðfeðma og góða þjónustu. Sumir þættir þjónustunnar komast reglulega í umræðuna í kringum kosningar og mætti þar til dæmis nefna skólakerfið og félagsþjónustuna. Það er fátt eðlilegra en að ræða þau mikilvægu málefni og álitaefni sem snúa að þeim málaflokkum en því miður er það þó þannig að ekki allir málaflokkar komast að í umræðunni. Einn þeirra málaflokka sem verður oft út undan er frístundastarfið sem er einn af skærustu demöntunum í krúnu höfuðborgarinnar. Það er erfitt að gera of mikið úr mikilvægi frístundastarfsins. Á frístundaheimilum og í félagsmiðstöðvum borgarinnar er gríðarlega gott og mikið starf unnið. Þar eru upprennandi borgarar fræddir og slípaðir til í lýðræðislegum vinnubrögðum, samskiptafærni og samkennd svo eitthvað sé nefnt. Þetta frábæra starf fer svo fram undir handleiðslu hæfileikaríkra einstaklinga sem endurspegla dásamlega fjölbreytni mannlífsins í höfuðborginni. Til þess að bæta um betur þá fer starfið fram í vönduðu og faglegu umhverfi þar sem gæðaviðmið og verkferlar vísa veginn. Er þá enn ónefndur sá metnaður og sú þróun sem eiga sér stað á þessum vettvangi. Það er í raun engum ofsögum sagt að frístundastarfið í Reykjavík sé á heimsmælikvarða. Máli mínu til stuðnings bendi ég á þá miklu áherslu sem lögð er á barnalýðræði á frístundaheimilunum og þá góðu og fallegu þróun sem er að eiga sér stað með tilkomu Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar og skyldra verkefna. Sem reynslumikill fagmaður í frístundastarfinu tel ég ekki nokkurn vafa leika á því að öll börn eiga að geta notið starfseminnar óháð efnahagsstöðu. En því miður er staðan ekki sú. Efnaminni fjölskyldur sem þurfa að reiða á frístundakortið geta til að mynda ekki notað það til þess að greiða niður sumarstarf frístundaheimilanna. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum breyta þessu. Við viljum þróa frístundakortið áfram til þess að gera það skilvirkara þannig að það sinni betur þeim tilgangi sem til er ætlast. Við erum stolt af því dýrmæta starfi sem fram fer á frístundaheimilunum og í félagsmiðstöðvunum og við viljum gjarnan lyfta því á enn hærra stig á komandi kjörtímabili. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt frístundastarfi í Reykjavík. Höfundur skipar 8. sæti á lista VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Íþróttir barna Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin á Íslandi bjóða almennt upp á víðfeðma og góða þjónustu. Sumir þættir þjónustunnar komast reglulega í umræðuna í kringum kosningar og mætti þar til dæmis nefna skólakerfið og félagsþjónustuna. Það er fátt eðlilegra en að ræða þau mikilvægu málefni og álitaefni sem snúa að þeim málaflokkum en því miður er það þó þannig að ekki allir málaflokkar komast að í umræðunni. Einn þeirra málaflokka sem verður oft út undan er frístundastarfið sem er einn af skærustu demöntunum í krúnu höfuðborgarinnar. Það er erfitt að gera of mikið úr mikilvægi frístundastarfsins. Á frístundaheimilum og í félagsmiðstöðvum borgarinnar er gríðarlega gott og mikið starf unnið. Þar eru upprennandi borgarar fræddir og slípaðir til í lýðræðislegum vinnubrögðum, samskiptafærni og samkennd svo eitthvað sé nefnt. Þetta frábæra starf fer svo fram undir handleiðslu hæfileikaríkra einstaklinga sem endurspegla dásamlega fjölbreytni mannlífsins í höfuðborginni. Til þess að bæta um betur þá fer starfið fram í vönduðu og faglegu umhverfi þar sem gæðaviðmið og verkferlar vísa veginn. Er þá enn ónefndur sá metnaður og sú þróun sem eiga sér stað á þessum vettvangi. Það er í raun engum ofsögum sagt að frístundastarfið í Reykjavík sé á heimsmælikvarða. Máli mínu til stuðnings bendi ég á þá miklu áherslu sem lögð er á barnalýðræði á frístundaheimilunum og þá góðu og fallegu þróun sem er að eiga sér stað með tilkomu Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar og skyldra verkefna. Sem reynslumikill fagmaður í frístundastarfinu tel ég ekki nokkurn vafa leika á því að öll börn eiga að geta notið starfseminnar óháð efnahagsstöðu. En því miður er staðan ekki sú. Efnaminni fjölskyldur sem þurfa að reiða á frístundakortið geta til að mynda ekki notað það til þess að greiða niður sumarstarf frístundaheimilanna. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum breyta þessu. Við viljum þróa frístundakortið áfram til þess að gera það skilvirkara þannig að það sinni betur þeim tilgangi sem til er ætlast. Við erum stolt af því dýrmæta starfi sem fram fer á frístundaheimilunum og í félagsmiðstöðvunum og við viljum gjarnan lyfta því á enn hærra stig á komandi kjörtímabili. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt frístundastarfi í Reykjavík. Höfundur skipar 8. sæti á lista VG í Reykjavík.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar