Páll Vilhjálmsson fór bónleiður til búðar frá umboðsmanni Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2022 09:34 Páll kvartaði undan Kristni skólameistara til umboðsmanns Alþingis, að hann hafi með ólögmætum hætti skipt sér af þátttöku sinni í opinberri umræðu. En umboðsmaður telur það ekki standast skoðun. Hinn umdeildi Páll Vilhjálmsson, kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og bloggari, sendi umboðsmanni Alþingis erindi þar sem hann taldi fyrirliggjandi að Kristinn Þorsteinsson skólameistari hafi reist tjáningarfrelsi sínu skorður. Umboðsmaður tekur ekki undir það með Páli. Skrif Páls um Samherjamál og Helga Seljan fréttamann voru mjög til umfjöllunar í október á síðasta ári og hafa valdið verulegri ólgu innan skólans. Páll gerði því skóna að af því að Helgi hafi greint frá því að hann hefði farið á geðdeild, þá þýddi það að fréttaflutningur hans af málefnum Samherja væri með ómarktækur. Páll hlaut ákúrur frá Kristni sem sagði í bréfi til ósáttra foreldra að tjáningarfrelsið væri hornsteinn lýðræðislegrar umræðu. Hann sagðist þó ekki geta látið skrifin fram hjá sér fara án þess að gera athugasemdir. Hann lýsti sig alfarið ósamála skrifum Páls, taldi þau afar óheppileg fyrir framhaldsskólakennara og að hann hafi gert Páli grein fyrir þeirri afstöðu. Umboðsmaður hefur birt álit sitt og er niðurstaða hans sú að skólameistari hafi ekki farið út fyrir heimildir sínar og ekkert lægi fyrir um að ákvörðun um yfirvinnu, sem Páll taldi sig hafa verið hlunnfarinn um í refsingarskini, tengdist bloggskrifum hans. Forstöðumanni óheimilt að takmarka tjáningarfrelsið Í áliti umboðsmanns er málið rakið, sagt að Páll hafi kvartað undan þessum viðbrögðum. „Byggðist kvörtunin á því að skólameistarinn hefði með ólögmætum hætti skipt sér af þátttöku hans í opinberri umræðu og vegið þannig að starfsheiðri hans og stjórnarskrárvörðum rétti til tjáningarfrelsis. Hefði skólameistari lýst óánægju með skrifin á fundi með A, fjallað um þau í tölvubréfi til starfsmanna, nemenda og foreldra og enn fremur hefði í framhaldinu dregið verulega úr þeirri yfirvinnu sem A hefði verið úthlutað,“ segir í álitinu. Umboðsmaður setur fram það sjónarmið að forstöðumanni opinberrar stofnunar sé óheimilt að takmarka tjáningarfrelsi starfsmanna og þátttöku þeirra í samfélagsumræðu en hann þyrfti engu að síður að geta brugðist við ef ummæli hefðu áhrif á starfsemi þeirrar stofnunar sem hann leiðir. Og gæta þess að skólastarfið sé í samræmi við lög og reglugerðir. Kristinn hlaut að bregðast við skrifunum Þá „bæri honum sem öðrum aðilum skólasamfélagsins að leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að og viðhalda góðum starfsanda og jákvæðum skólabrag. Sér í lagi væri til þess ætlast að í framhaldsskólum væri fjallað um mál sem kynnu að hafa áhrif á skólabrag, þ.m.t. mál sem kæmu upp utan skólatíma og í rafrænum samskiptum. Með fyrrgreindu tölvubréfi hefði skólameistari brugðist við máli sem umtalað var í skólasamfélaginu og hann taldi að kynni að hafa þýðingu fyrir þau gildi sem skólinn stæði fyrir.“ Ekki yrði annað ráðið en að sú afstaða, sem skólameistari tjáði í téðu bréfi til foreldra, meðal annars með vísan til fjölbreytileika nemendahópsins svo og virðingar og stuðnings við nemendur, hafi verið í samræmi við skyldur hans. Þá er tiltekið að Kristinn hafi ekki veitt Páli formlega áminningu í starfi né bannað honum framvegis að tjá sig að viðlögðum slíkum afleiðingum. Í álitinu eru aðilar ekki nafgreindir en ekki getur farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgst hefur með þjóðmálaumræðunni hvaða mál er undir. Páll Vilhjálmsson var við kennslu þegar Vísir leitaði viðbragða hans og Kristinn skólameistari sagðist geta staðfest að erindi tengt skólanum hafi verið sent umboðsmanni en hann gæti ekki tjáð sig efnislega um það né heldur staðfest að þetta tiltekna álit væri um sig og Pál. Tjáningarfrelsi Framhaldsskólar Samfélagsmiðlar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Telja skrif Páls hafa svert ímynd skóla sem standi fyrir fjölbreytileika Um þrjátíu kennarar og starfsfólk við Fjölbrautarskólann í Garðabæ lýsa andstöðu við málflutning Páls Vilhjálmssonar, sögukennara við skólann, á bloggsíðu hans. Skólastjóri segir skrif hans valda skólanum tjóni og kennari segir skrifin hafa áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni. 5. apríl 2022 15:54 Skrif Páls Vilhjálmssonar til skoðunar hjá skólanum Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir að þegar hafi á annan tug erinda borist skólanum vegna skrifa Páls Vilhjálmssonar. 19. október 2021 11:48 Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Skrif Páls um Samherjamál og Helga Seljan fréttamann voru mjög til umfjöllunar í október á síðasta ári og hafa valdið verulegri ólgu innan skólans. Páll gerði því skóna að af því að Helgi hafi greint frá því að hann hefði farið á geðdeild, þá þýddi það að fréttaflutningur hans af málefnum Samherja væri með ómarktækur. Páll hlaut ákúrur frá Kristni sem sagði í bréfi til ósáttra foreldra að tjáningarfrelsið væri hornsteinn lýðræðislegrar umræðu. Hann sagðist þó ekki geta látið skrifin fram hjá sér fara án þess að gera athugasemdir. Hann lýsti sig alfarið ósamála skrifum Páls, taldi þau afar óheppileg fyrir framhaldsskólakennara og að hann hafi gert Páli grein fyrir þeirri afstöðu. Umboðsmaður hefur birt álit sitt og er niðurstaða hans sú að skólameistari hafi ekki farið út fyrir heimildir sínar og ekkert lægi fyrir um að ákvörðun um yfirvinnu, sem Páll taldi sig hafa verið hlunnfarinn um í refsingarskini, tengdist bloggskrifum hans. Forstöðumanni óheimilt að takmarka tjáningarfrelsið Í áliti umboðsmanns er málið rakið, sagt að Páll hafi kvartað undan þessum viðbrögðum. „Byggðist kvörtunin á því að skólameistarinn hefði með ólögmætum hætti skipt sér af þátttöku hans í opinberri umræðu og vegið þannig að starfsheiðri hans og stjórnarskrárvörðum rétti til tjáningarfrelsis. Hefði skólameistari lýst óánægju með skrifin á fundi með A, fjallað um þau í tölvubréfi til starfsmanna, nemenda og foreldra og enn fremur hefði í framhaldinu dregið verulega úr þeirri yfirvinnu sem A hefði verið úthlutað,“ segir í álitinu. Umboðsmaður setur fram það sjónarmið að forstöðumanni opinberrar stofnunar sé óheimilt að takmarka tjáningarfrelsi starfsmanna og þátttöku þeirra í samfélagsumræðu en hann þyrfti engu að síður að geta brugðist við ef ummæli hefðu áhrif á starfsemi þeirrar stofnunar sem hann leiðir. Og gæta þess að skólastarfið sé í samræmi við lög og reglugerðir. Kristinn hlaut að bregðast við skrifunum Þá „bæri honum sem öðrum aðilum skólasamfélagsins að leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að og viðhalda góðum starfsanda og jákvæðum skólabrag. Sér í lagi væri til þess ætlast að í framhaldsskólum væri fjallað um mál sem kynnu að hafa áhrif á skólabrag, þ.m.t. mál sem kæmu upp utan skólatíma og í rafrænum samskiptum. Með fyrrgreindu tölvubréfi hefði skólameistari brugðist við máli sem umtalað var í skólasamfélaginu og hann taldi að kynni að hafa þýðingu fyrir þau gildi sem skólinn stæði fyrir.“ Ekki yrði annað ráðið en að sú afstaða, sem skólameistari tjáði í téðu bréfi til foreldra, meðal annars með vísan til fjölbreytileika nemendahópsins svo og virðingar og stuðnings við nemendur, hafi verið í samræmi við skyldur hans. Þá er tiltekið að Kristinn hafi ekki veitt Páli formlega áminningu í starfi né bannað honum framvegis að tjá sig að viðlögðum slíkum afleiðingum. Í álitinu eru aðilar ekki nafgreindir en ekki getur farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgst hefur með þjóðmálaumræðunni hvaða mál er undir. Páll Vilhjálmsson var við kennslu þegar Vísir leitaði viðbragða hans og Kristinn skólameistari sagðist geta staðfest að erindi tengt skólanum hafi verið sent umboðsmanni en hann gæti ekki tjáð sig efnislega um það né heldur staðfest að þetta tiltekna álit væri um sig og Pál.
Tjáningarfrelsi Framhaldsskólar Samfélagsmiðlar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Telja skrif Páls hafa svert ímynd skóla sem standi fyrir fjölbreytileika Um þrjátíu kennarar og starfsfólk við Fjölbrautarskólann í Garðabæ lýsa andstöðu við málflutning Páls Vilhjálmssonar, sögukennara við skólann, á bloggsíðu hans. Skólastjóri segir skrif hans valda skólanum tjóni og kennari segir skrifin hafa áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni. 5. apríl 2022 15:54 Skrif Páls Vilhjálmssonar til skoðunar hjá skólanum Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir að þegar hafi á annan tug erinda borist skólanum vegna skrifa Páls Vilhjálmssonar. 19. október 2021 11:48 Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Telja skrif Páls hafa svert ímynd skóla sem standi fyrir fjölbreytileika Um þrjátíu kennarar og starfsfólk við Fjölbrautarskólann í Garðabæ lýsa andstöðu við málflutning Páls Vilhjálmssonar, sögukennara við skólann, á bloggsíðu hans. Skólastjóri segir skrif hans valda skólanum tjóni og kennari segir skrifin hafa áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni. 5. apríl 2022 15:54
Skrif Páls Vilhjálmssonar til skoðunar hjá skólanum Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir að þegar hafi á annan tug erinda borist skólanum vegna skrifa Páls Vilhjálmssonar. 19. október 2021 11:48
Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51