Stóraukin þjónusta fyrir heimilislaust fólk Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 12. maí 2022 14:15 Á þessu kjörtímabili hefur þjónusta við heimilislaust fólk tekið stakkaskiptum í Reykjavík. Hérlendis hefur borgin lengi verið í forystu í málaflokknum með einu neyðarskýli landsins, borgarverði og fleira. Í lok síðasta kjörtímabils byrjuðum við að innleiða skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Undir forystu Samfylkingar samþykktu allir flokkar í borgarstjórn metnaðarfulla stefnu og aðgerðaáætlun um uppbyggingu þjónustu og húsnæðis fyrir heimilislaust fólk. Skaðaminnkandi nálgun Síðan þá hefur stefnan verið sett á að minnka skaðann sem heimilisleysi eða notkun vímuefna veldur og að bjóða „húsnæði fyrst“ (e:housing first) fyrir öll sem eru tilbúin að leigja íbúð með þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun í allri þjónustu hefur sannað gildi sitt, þá er lögð áhersla á mannvirðingu, fagmennsku, valdeflingu og virka þátttöku allra þeirra sem þjónustan snýr að. Árangur Við höfum náð árangri á þessu kjörtímabili enda höfum við sett málaflokkinn nánast í gjörgæslu. Ný úttekt á stöðu heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir frá nóvember 2021 sýnir m.a. að 8 einstaklingar eða 3% af hópnum býr á víðavangi við slæmar aðstæður en í könnun sem gerð var árið 2017 var metið að 76 einstaklingar eða 21% hópsins væru í þeirri stöðu. Einnig hefur fækkað í hópnum í heild en það tekur langan tíma því þrátt fyrir að fólk fái húsnæði og stuðning telst fólk áfram heimilislaust. Stóraukin þjónusta Íbúðum og neyðarrýmum með þjónustu hefur verið fjölgað um alls 50 á kjörtímabilinu og tryggt að engum er vísað frá neyðarskýlum vegna plássleysis. Opnað var nýtt Neyðarskýli fyrir unga karla sem nota vímuefni í æð, við tókum Gistiskýlið á Lindargötu í gegn og verið er að hanna endurbætur á Konukoti, neyðarskýli fyrir konur, sem sannarlega er komið á tíma. Í neyðarskýlinu á Lindargötu hefur jafnframt verið hægt að veita einstaklingum betri þjónustu t.d. með því að geta boðið einstaklingum sem glíma við heilsufarsvanda upp á skjól allan sólarhringinn. Unnið er að því að finna húsnæði fyrir hjúkrunarrými fyrir þennan hóp í samtarfi við ríkið og þegar hefur fyrsta neyslurýmið opnað. Við erum nú með rúmlega 20 íbúðir od10 ný smáhýsi sem falla undir verkefnið „húsnæði fyrst“ víðsvegar um borgina sem nú eru heimili fólks. Við höfum styrkt vettvangs- og ráðgjafateymið sem hefur orðið æ mikilvægari þáttur í þjónustu við heimilislausa með mikla og flóknar þjónustuþarfir. Sett voru á fót neyðarteymi og stóraukið samráð er við alla aðila sem sinna þjónustu við þennan hóp fólks. Áhersla á þjónustu við heimilislausar konur Á þessu kjörtímabili hefur í fyrsta sinn verið áhersla á að auka þjónustu við heimilislausar konur og ég lít á það sem merki um traust að fleiri konur leita nú til Reykjavíkur eftir þjónustu. Heimilislausar konur þurfa áfallamiðaða nálgun og öryggi fyrst og fremst. Rótinni félag kvenna um áföll og vímuefni var falin ábyrgð á rekstri neyðarskýlis fyrir konur. Við erum nú með 8 íbúðir í sama húsi sem eru sérstaklega fyrir konur, auk þess sem konum hefur verið úthlutað stökum íbúðum hér og þar um borgina. Við opnuðum tímabundið neyðarskýli fyrir konur á gistiheimili sem reyndist vel, og munum nýta þá reynslu við endurbyggingu Konukots, þeim konum sem þar bjuggu var boðin áframhaldandi þjónusta á öðrum stað. Á næstu vikum opnar áfangaheimili fyrir konur í bata, þar sem veittur verður einstaklingsbundinn stuðningur og fræðsla. Einnig var opnað á kjörtímabilinu langtíma búsetukjarni fyrir tvígreindar konur og þar búa nú 7 konur. Hvernig? Við settum okkur aðgerðaáætlun með 34 aðgerðum, 12 þeirra aðgerða er nú þegar lokið, 18 aðgerðir eru komnar vel á veg í vinnslu og því aðeins 4 eftir sem eru í undirbúningi. Við erum byrjuð að endurskoða aðgerðaáætlunina og fái ég til þess tækifæri mun ég sjá til þess að sú aðgerðaáætlun fari líka í framkvæmd og verði fjármögnuð. Þess ber að geta að fjármagn til málaflokksins árið 2019 var um 732 m.kr en núverandi meirihluti hefur staðið fyrir því að sú upphæð var tvöfölduð. Við eigum að fjárfesta í velferð fólks, ekki síst þeim sem eru heimilislaus eða upplifa að þau séu komin í öngstræti með líf sitt. Það er ekki til neitt sem heitir ósýnilegt fólk, þannig samfélög virka ekki og það vitum við í Samfylkingunni, í Reykjavík undir stjórn jafnaðarfólks skiptum við öll nefnilega jafn miklu máli! Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessu kjörtímabili hefur þjónusta við heimilislaust fólk tekið stakkaskiptum í Reykjavík. Hérlendis hefur borgin lengi verið í forystu í málaflokknum með einu neyðarskýli landsins, borgarverði og fleira. Í lok síðasta kjörtímabils byrjuðum við að innleiða skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Undir forystu Samfylkingar samþykktu allir flokkar í borgarstjórn metnaðarfulla stefnu og aðgerðaáætlun um uppbyggingu þjónustu og húsnæðis fyrir heimilislaust fólk. Skaðaminnkandi nálgun Síðan þá hefur stefnan verið sett á að minnka skaðann sem heimilisleysi eða notkun vímuefna veldur og að bjóða „húsnæði fyrst“ (e:housing first) fyrir öll sem eru tilbúin að leigja íbúð með þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun í allri þjónustu hefur sannað gildi sitt, þá er lögð áhersla á mannvirðingu, fagmennsku, valdeflingu og virka þátttöku allra þeirra sem þjónustan snýr að. Árangur Við höfum náð árangri á þessu kjörtímabili enda höfum við sett málaflokkinn nánast í gjörgæslu. Ný úttekt á stöðu heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir frá nóvember 2021 sýnir m.a. að 8 einstaklingar eða 3% af hópnum býr á víðavangi við slæmar aðstæður en í könnun sem gerð var árið 2017 var metið að 76 einstaklingar eða 21% hópsins væru í þeirri stöðu. Einnig hefur fækkað í hópnum í heild en það tekur langan tíma því þrátt fyrir að fólk fái húsnæði og stuðning telst fólk áfram heimilislaust. Stóraukin þjónusta Íbúðum og neyðarrýmum með þjónustu hefur verið fjölgað um alls 50 á kjörtímabilinu og tryggt að engum er vísað frá neyðarskýlum vegna plássleysis. Opnað var nýtt Neyðarskýli fyrir unga karla sem nota vímuefni í æð, við tókum Gistiskýlið á Lindargötu í gegn og verið er að hanna endurbætur á Konukoti, neyðarskýli fyrir konur, sem sannarlega er komið á tíma. Í neyðarskýlinu á Lindargötu hefur jafnframt verið hægt að veita einstaklingum betri þjónustu t.d. með því að geta boðið einstaklingum sem glíma við heilsufarsvanda upp á skjól allan sólarhringinn. Unnið er að því að finna húsnæði fyrir hjúkrunarrými fyrir þennan hóp í samtarfi við ríkið og þegar hefur fyrsta neyslurýmið opnað. Við erum nú með rúmlega 20 íbúðir od10 ný smáhýsi sem falla undir verkefnið „húsnæði fyrst“ víðsvegar um borgina sem nú eru heimili fólks. Við höfum styrkt vettvangs- og ráðgjafateymið sem hefur orðið æ mikilvægari þáttur í þjónustu við heimilislausa með mikla og flóknar þjónustuþarfir. Sett voru á fót neyðarteymi og stóraukið samráð er við alla aðila sem sinna þjónustu við þennan hóp fólks. Áhersla á þjónustu við heimilislausar konur Á þessu kjörtímabili hefur í fyrsta sinn verið áhersla á að auka þjónustu við heimilislausar konur og ég lít á það sem merki um traust að fleiri konur leita nú til Reykjavíkur eftir þjónustu. Heimilislausar konur þurfa áfallamiðaða nálgun og öryggi fyrst og fremst. Rótinni félag kvenna um áföll og vímuefni var falin ábyrgð á rekstri neyðarskýlis fyrir konur. Við erum nú með 8 íbúðir í sama húsi sem eru sérstaklega fyrir konur, auk þess sem konum hefur verið úthlutað stökum íbúðum hér og þar um borgina. Við opnuðum tímabundið neyðarskýli fyrir konur á gistiheimili sem reyndist vel, og munum nýta þá reynslu við endurbyggingu Konukots, þeim konum sem þar bjuggu var boðin áframhaldandi þjónusta á öðrum stað. Á næstu vikum opnar áfangaheimili fyrir konur í bata, þar sem veittur verður einstaklingsbundinn stuðningur og fræðsla. Einnig var opnað á kjörtímabilinu langtíma búsetukjarni fyrir tvígreindar konur og þar búa nú 7 konur. Hvernig? Við settum okkur aðgerðaáætlun með 34 aðgerðum, 12 þeirra aðgerða er nú þegar lokið, 18 aðgerðir eru komnar vel á veg í vinnslu og því aðeins 4 eftir sem eru í undirbúningi. Við erum byrjuð að endurskoða aðgerðaáætlunina og fái ég til þess tækifæri mun ég sjá til þess að sú aðgerðaáætlun fari líka í framkvæmd og verði fjármögnuð. Þess ber að geta að fjármagn til málaflokksins árið 2019 var um 732 m.kr en núverandi meirihluti hefur staðið fyrir því að sú upphæð var tvöfölduð. Við eigum að fjárfesta í velferð fólks, ekki síst þeim sem eru heimilislaus eða upplifa að þau séu komin í öngstræti með líf sitt. Það er ekki til neitt sem heitir ósýnilegt fólk, þannig samfélög virka ekki og það vitum við í Samfylkingunni, í Reykjavík undir stjórn jafnaðarfólks skiptum við öll nefnilega jafn miklu máli! Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar