Lögregla frá þremur löndum leitar morðingja saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2022 14:56 Lögreglumenn við inngang hótels í Barú í Kólumbíu þar sem Marcelo Pecci var skotinn til bana. Hann hafði lífverði í Paragvæ en skildi þá eftir heima í brúðkaupsferðinni. Vísir/EPA Líklegt er talið að paragvæskur saksóknari sem var skotinn til bana í Kólumbíu á þriðjudag hafi verið myrtur vegna baráttu hans gegn glæpum. Lögreglumenn frá Kólumbíu, Paragvæ og Bandaríkjunum leita nú morðingja hans. Marcelo Pecci, saksóknari sem sérhæfði sig í skipulagðri glæpastarfsemi, var skotinn til bana á ferðamannaströnd í Kólumbíu á þriðjudag. Hann var 45 ára gamall og var þar í brúðkaupsferð með eiginkonu sinni. Hún hafði tilkynnt að hún væri með barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en Pecci var myrtur. Fulltrúa bandarísku fíkniefnaalríkislögreglunnar (DEA) og alríkislögreglunnar (FBI) hjálpa nú kollegum sínum frá Paragvæ og Kólumbíu að rannsaka morðið og leita morðinganna. Eiginkona Pecci lýsti því að tveir menn hafi komið siglandi á litlum bát eða sæþotu og annar þeirra skotið hann orðalaust. Kólumbíska lögreglan hefur birt óskýra mynd og teikningu af öðrum tilræðismannanna og heitið hálfri milljón Bandaríkjadollara, jafnvirði meira en 67 milljóna króna, hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tilgáta lögreglunnar er að morðið hafi tengst stóru máli sem Pecci vann að í heimalandi sínu en það er sagt stærsta kókaínsmygl- og peningaþvættismál sem komið hefur upp þar. Yfirvöld brutu þar á bak aftur fíkniefnahring sem smyglaði kókaíni frá Kólumbíu og Bólivíu til Evrópu í gegnum Paragvæ. Tók Pecci meðal annars þátt í að leggja hald á eignir að andvirði hundruð milljóna dollara. Tugir manna voru handteknir í tengslum við málið. Paragvæ Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. 11. maí 2022 11:01 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Marcelo Pecci, saksóknari sem sérhæfði sig í skipulagðri glæpastarfsemi, var skotinn til bana á ferðamannaströnd í Kólumbíu á þriðjudag. Hann var 45 ára gamall og var þar í brúðkaupsferð með eiginkonu sinni. Hún hafði tilkynnt að hún væri með barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en Pecci var myrtur. Fulltrúa bandarísku fíkniefnaalríkislögreglunnar (DEA) og alríkislögreglunnar (FBI) hjálpa nú kollegum sínum frá Paragvæ og Kólumbíu að rannsaka morðið og leita morðinganna. Eiginkona Pecci lýsti því að tveir menn hafi komið siglandi á litlum bát eða sæþotu og annar þeirra skotið hann orðalaust. Kólumbíska lögreglan hefur birt óskýra mynd og teikningu af öðrum tilræðismannanna og heitið hálfri milljón Bandaríkjadollara, jafnvirði meira en 67 milljóna króna, hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tilgáta lögreglunnar er að morðið hafi tengst stóru máli sem Pecci vann að í heimalandi sínu en það er sagt stærsta kókaínsmygl- og peningaþvættismál sem komið hefur upp þar. Yfirvöld brutu þar á bak aftur fíkniefnahring sem smyglaði kókaíni frá Kólumbíu og Bólivíu til Evrópu í gegnum Paragvæ. Tók Pecci meðal annars þátt í að leggja hald á eignir að andvirði hundruð milljóna dollara. Tugir manna voru handteknir í tengslum við málið.
Paragvæ Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. 11. maí 2022 11:01 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. 11. maí 2022 11:01