Eimskip hagnaðist um 1,5 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 12. maí 2022 18:28 Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipa. Eimskip Tekjur Eimskipa námu 239,7 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi 2022 og hækkuðu um 33% milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 10,5 milljónum evra, jafnvirði um 1.472 milljóna króna. Það er hátt í fjórföldun frá sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 2,8 milljóna evra hagnaði. Kostnaður fyrirtækisins nam 209,3 milljónum evra sem er hækkun um 27,7%. Skýrist hækkunin að mestu af verulegri aukningu í kostnaði vegna kaupa á þjónustu flutningsbirgja og hærra olíuverði, af því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Launakostnaður jókst um 3,1 milljón evra eða um 10,5% og þar af námu gjaldeyrisáhrif 1,5 milljónum evra. Að sögn Eimskipa var jákvæð magnþróun í áætlunarsiglingum á tímabilinu og góður tekjuvöxtur í flutningsmiðlun þrátt fyrir minna magn. Þó hafi verðhækkanir hjá flutningsbirgjum og hærra olíuverð haft áhrif á tekjur. Verulegri hækkun á olíuverði hafi verið mætt með aðlögunum í rekstri og virkri tekjustýringu. Einnig hafi tekist að mæta breyttum þörfum viðskiptavina í kjölfar stríðsins í Úkraínu. „Ég er ánægður með frammistöðu okkar í upphafi árs sem sýnir að okkur hefur tekist að bæta árangurinn í gámasiglingum samanborið við óásættanlega niðurstöðu á sama ársfjórðungi í fyrra. Ytra umhverfið alþjóðlega er áfram hagstætt fyrir flutningageirann en á sama tíma er rekstraraðstæður áfram krefjandi,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipa, í tilkynningu. Vöxtur hefur verið í tekjum Eimskipa.Vísir/Vilhelm Sterk eftirspurn eftir flutningum yfir Atlantshafið EBITDA fyrirtækisins nam 30,4 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungnum og jókst um 86% frá síðasta ári. EBITDA hlutfall var 12,7% samanborið við 9% fyrir sama tímabil síðasta árs. „Við njótum góðs af lægri kostnaðargrunni eftir samþættingu og hagræðingaraðgerðir undanfarinna ára, ríkri áherslu á virka tekjustýringu ásamt öguðum verkferlum og stöðugum mælingum á rekstrarárangri,“ segir Vilhelm. Góður vöxtur hafi verið í magni á Íslandi samanborið við fyrsta fjórðung síðasta árs og magnið í frystiflutningum í Noregi haldist stöðugt þrátt fyrir að siglingum til Murmansk hafi verið hætt frá og með febrúar. „Það er áfram sterk eftirspurn eftir Trans-Atlantic flutningum og hefur siglingaleiðin vestur um haf verið fullbókuð og auk þess hefur mikil aukning verið í magni austurleiðina. Til að mæta umframeftirspurn höfum við ákveðið að auka afkastagetu á Norður-Ameríku leiðinni með því að færa skip tímabundið frá Noregi þar sem vertíðin er rólegri yfir sumarið.“ Bjartsýnn á komandi mánuði Vilhelm bætir við að stjórnendur finni fyrir skorti á gámum í alþjóðlegu flutningsmiðluninni og takmarkaðri afkastagetu hjá stóru skipafélögunum. Ójafnvægi og stíflur í höfnum hafi enn áhrif á markaðinn og staðan sé viðkvæm. Alþjóðlegar efnahagshorfur einkennist af miklum sveiflum og spennu á alþjóðavettvangi með áskorunum bæði á eftirspurnar- og framboðshliðinni. „Við erum almennt bjartsýn fyrir komandi mánuði og Eimskip er vel staðsett á sínum lykilmarkaði í Norður-Atlantshafi þar sem við þjónum heimamörkuðum sem eru drifnir áfram af inn- og útflutningi auk sérhæfingar í frystiflutningum í okkar alþjóðlegu flutningsmiðlun,“ segir Vilhelm í tilkynningu. Kauphöllin Skipaflutningar Eimskip Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Kostnaður fyrirtækisins nam 209,3 milljónum evra sem er hækkun um 27,7%. Skýrist hækkunin að mestu af verulegri aukningu í kostnaði vegna kaupa á þjónustu flutningsbirgja og hærra olíuverði, af því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Launakostnaður jókst um 3,1 milljón evra eða um 10,5% og þar af námu gjaldeyrisáhrif 1,5 milljónum evra. Að sögn Eimskipa var jákvæð magnþróun í áætlunarsiglingum á tímabilinu og góður tekjuvöxtur í flutningsmiðlun þrátt fyrir minna magn. Þó hafi verðhækkanir hjá flutningsbirgjum og hærra olíuverð haft áhrif á tekjur. Verulegri hækkun á olíuverði hafi verið mætt með aðlögunum í rekstri og virkri tekjustýringu. Einnig hafi tekist að mæta breyttum þörfum viðskiptavina í kjölfar stríðsins í Úkraínu. „Ég er ánægður með frammistöðu okkar í upphafi árs sem sýnir að okkur hefur tekist að bæta árangurinn í gámasiglingum samanborið við óásættanlega niðurstöðu á sama ársfjórðungi í fyrra. Ytra umhverfið alþjóðlega er áfram hagstætt fyrir flutningageirann en á sama tíma er rekstraraðstæður áfram krefjandi,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipa, í tilkynningu. Vöxtur hefur verið í tekjum Eimskipa.Vísir/Vilhelm Sterk eftirspurn eftir flutningum yfir Atlantshafið EBITDA fyrirtækisins nam 30,4 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungnum og jókst um 86% frá síðasta ári. EBITDA hlutfall var 12,7% samanborið við 9% fyrir sama tímabil síðasta árs. „Við njótum góðs af lægri kostnaðargrunni eftir samþættingu og hagræðingaraðgerðir undanfarinna ára, ríkri áherslu á virka tekjustýringu ásamt öguðum verkferlum og stöðugum mælingum á rekstrarárangri,“ segir Vilhelm. Góður vöxtur hafi verið í magni á Íslandi samanborið við fyrsta fjórðung síðasta árs og magnið í frystiflutningum í Noregi haldist stöðugt þrátt fyrir að siglingum til Murmansk hafi verið hætt frá og með febrúar. „Það er áfram sterk eftirspurn eftir Trans-Atlantic flutningum og hefur siglingaleiðin vestur um haf verið fullbókuð og auk þess hefur mikil aukning verið í magni austurleiðina. Til að mæta umframeftirspurn höfum við ákveðið að auka afkastagetu á Norður-Ameríku leiðinni með því að færa skip tímabundið frá Noregi þar sem vertíðin er rólegri yfir sumarið.“ Bjartsýnn á komandi mánuði Vilhelm bætir við að stjórnendur finni fyrir skorti á gámum í alþjóðlegu flutningsmiðluninni og takmarkaðri afkastagetu hjá stóru skipafélögunum. Ójafnvægi og stíflur í höfnum hafi enn áhrif á markaðinn og staðan sé viðkvæm. Alþjóðlegar efnahagshorfur einkennist af miklum sveiflum og spennu á alþjóðavettvangi með áskorunum bæði á eftirspurnar- og framboðshliðinni. „Við erum almennt bjartsýn fyrir komandi mánuði og Eimskip er vel staðsett á sínum lykilmarkaði í Norður-Atlantshafi þar sem við þjónum heimamörkuðum sem eru drifnir áfram af inn- og útflutningi auk sérhæfingar í frystiflutningum í okkar alþjóðlegu flutningsmiðlun,“ segir Vilhelm í tilkynningu.
Kauphöllin Skipaflutningar Eimskip Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira