Ánægjuleg efri ár á Akureyri okkar allra Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar 14. maí 2022 07:31 Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum er að leggja aukna áherslu á lýðheilsu eldri borgara og að unnið verði áfram í anda aðgerðaráætlunar um málefni eldri borgara sem samþykkt var í desember 2021. Aðgerðaráætlunin var samþykkt eftir tillögu Öldungaráðs Akureyrarbæjar sem óskaði eftir því að unnið yrði að heildstæðri áætlun um málefni eldri borgara. Í kjölfarið var skipaður samráðshópur sem var m.a. ætlað að hafa samráð við Öldungaráð og Félag eldri borgara á Akureyri. Það er því óhætt að segja að áætlunin sé afrakstur samráðs við fulltrúa eldri borgara sem áttu aðkomu að gerð hennar á öllum stigum. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er lögð sérstök áhersla á heilsueflingu, félagsstörf og upplýsingagjöf og er þeim hluta ætlað að taka til eitt ár. Um mikilvægt fyrsta skref áætlunarinnar er að ræða sem leggur grunninn að því sem koma skal. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að að þau áhersluatriði sem tilgreind eru í fyrsta hluta áætlunarinnar verði lokið innan gildistíma hennar þannig að hægt verði að halda mótun hennar áfram og eftirfylgni. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að áfram verði haft víðtækt samráð við fulltrúa eldri borgara og leitað verði eftir sjónarmiðum þeirra hvað varðar næstu skref aðgerðaráætlunarinnar. Einnig leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að eldri borgurum verði gert kleift að búa eins lengi heima og frekast er unnt er og að öll þjónusta taki mið af því. Þá skiptir máli að efla starfsemi Öldungaráðs og tryggja aðkomu þess að öllum málum er varða málefni eldri borgara. Aukin virkni og þátttaka eldri borgara í samfélaginu ásamt aukinni heilsueflingu, góðu aðgengi að fjölbreyttu vali á hreyfingu og tómstundum er að mati Sjálfstæðisflokksins lykilatriði varðandi vellíðan eldri borgara. Með auknu framboði tómstunda fyrir eldri borgara má enn fremur draga úr einmanaleika á meðal þeirra og þá er mikilvægt að skapa vettvang fyrir þennan mikilvæga hóp okkar til að koma saman við heilsueflandi tómstundaiðju. Þá skiptir það enn fremur máli að eldri borgarar sem hafa starfsorku og vilja til ríkari þátttöku í samfélaginu fái til þess tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn mun taka málefni eldri borgara föstum tökum og tryggja að þeir geti notið efri áranna á Akureyri okkar allra. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum er að leggja aukna áherslu á lýðheilsu eldri borgara og að unnið verði áfram í anda aðgerðaráætlunar um málefni eldri borgara sem samþykkt var í desember 2021. Aðgerðaráætlunin var samþykkt eftir tillögu Öldungaráðs Akureyrarbæjar sem óskaði eftir því að unnið yrði að heildstæðri áætlun um málefni eldri borgara. Í kjölfarið var skipaður samráðshópur sem var m.a. ætlað að hafa samráð við Öldungaráð og Félag eldri borgara á Akureyri. Það er því óhætt að segja að áætlunin sé afrakstur samráðs við fulltrúa eldri borgara sem áttu aðkomu að gerð hennar á öllum stigum. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er lögð sérstök áhersla á heilsueflingu, félagsstörf og upplýsingagjöf og er þeim hluta ætlað að taka til eitt ár. Um mikilvægt fyrsta skref áætlunarinnar er að ræða sem leggur grunninn að því sem koma skal. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að að þau áhersluatriði sem tilgreind eru í fyrsta hluta áætlunarinnar verði lokið innan gildistíma hennar þannig að hægt verði að halda mótun hennar áfram og eftirfylgni. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að áfram verði haft víðtækt samráð við fulltrúa eldri borgara og leitað verði eftir sjónarmiðum þeirra hvað varðar næstu skref aðgerðaráætlunarinnar. Einnig leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að eldri borgurum verði gert kleift að búa eins lengi heima og frekast er unnt er og að öll þjónusta taki mið af því. Þá skiptir máli að efla starfsemi Öldungaráðs og tryggja aðkomu þess að öllum málum er varða málefni eldri borgara. Aukin virkni og þátttaka eldri borgara í samfélaginu ásamt aukinni heilsueflingu, góðu aðgengi að fjölbreyttu vali á hreyfingu og tómstundum er að mati Sjálfstæðisflokksins lykilatriði varðandi vellíðan eldri borgara. Með auknu framboði tómstunda fyrir eldri borgara má enn fremur draga úr einmanaleika á meðal þeirra og þá er mikilvægt að skapa vettvang fyrir þennan mikilvæga hóp okkar til að koma saman við heilsueflandi tómstundaiðju. Þá skiptir það enn fremur máli að eldri borgarar sem hafa starfsorku og vilja til ríkari þátttöku í samfélaginu fái til þess tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn mun taka málefni eldri borgara föstum tökum og tryggja að þeir geti notið efri áranna á Akureyri okkar allra. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun