Píratar kæra Framsókn fyrir áróður á kjörstað Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2022 15:53 Einar blasir við öllum þeim sem fara til að greiða atkvæði utankjörstaða í Holtagörðum. Með því er verið að þverbrjóta lög um áróður á kjörstað, segja Píratar sem hafa kært þessa ófyrirleitni. aðsend Risastórar kosningaauglýsingar frá Framsóknarflokki við kjörstað stangast gróflega á við lög að mati Indriða Inga Stefánssonar verkefnisstjóra kosningaeftirlits Pírata. „Ég er með það á hreinu og mér finnst þetta alveg fráleitt. Við fáum engan til að aðhafast þannig að við verðum að gera eitthvað. Í ljósi uppsafnaðra vandamála finnst mér þetta skrítið, maður hefði haldið að menn myndu vanda sig meira í ljósi klúðurs í síðustu alþingiskosningum,“ segir Indriði í samtali við Vísi. Þarna sé verið að þverbrjóta lög um áróður á kjörstað. Ef kjósanda er litið út um gluggann í Holtagörðum, þá blasir við honum brosandi Einar og slagorð Framsóknarflokksins.aðsend Umboðsmenn framboða Pírata í Kópavogi, Reykjavík, Hafnarfirði og sameiginlegt framboð Pírata og annarra í Garðabæ hafa í dag sent kæru til Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu vegna ólöglegs kosningaáróðurs sem hefur birst undanfarnar vikur á skilti sem snýr að utankjörfundi. Gerðar hafa verið ítrekaðar tilraunir til að brugðist verði við án árangurs. Glaðbeittur Einar blasir við kjósendum Þeir sem fara til að greiða atkvæði í utankjörstaða í Holtagörðum í Reykjavík komast varla hjá því að sjá glaðbeittan Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknarflokksins á ljósaskilti sem stendur við Holtagarða. Og kosningaslagorð flokksins: „Er ekki kominn tími á breytingar í borginni?“ Indriði furðar sig á þessari bíræfni en eins og Vísir hefur fjallað um hafa framboðin teygt sig eins langt og þau mega og lengra í mörgum tilfellum í þessum kosningum. Indriði segir að hann hafi vonast til þess að menn létu sér segjast og færu ekki í að vera með auglýsingarnar nánast ofan í kjörstöðum en allt hafi komið fyrir ekki þrátt fyrir ábendingar. Indriði segir svo „skemmtilega“ vilja til að auglýsingarnar hætti í birtingu 22:00 að kvöldin, eða einmitt þegar utankjörfundur loki. Kæra jafnframt á leið til persónuverndar Í nægu er að snúast við kosningaeftirlitið. Indriði er einnig búinn að senda kæru til persónuverndar vegna annars máls sem snýr að ólöglegum skilríkjum umboðsmanna. Indriði segir að ætla mætti að menn vönduðu sig við framkvæmd kosninga eftir klúðrið við Alþingiskosningarnar fyrir skömmu en því sé nú ekki að heilsa.aðsend Umboðsmönnum og aðstoðarmönnum þeirra sem sinna eftirliti við kosningar ber samkvæmt kosningalögum að bera skilríki við störf sín útbúin af yfirkjörstjórn, að sögn Indriða. En borið hefur á því að á þeim skilríkjum sem umboðsmönnum bera að hafa á sér sé nafn framboðs birt. Samkvæmt persónuverndarlögum eru stjórnmálaskoðanir viðkvæmar persónuupplýsingar. Vinnslan með þessar persónuupplýsingar byggir á heimild í lögum, það gefur ekki heimild fyrir því að skylda fólk til að bera stjórnmálaskoðanir sínar utan á sér. Meint brot á Glerártorgi Svo virðist sem fólki í framboði hafi hlaupið kapp í kinn og farið fram úr sér því Vísir ræddi stuttlega við Ingu Sæland, sem er formaður Flokks fólksins, en Inga segir að gerðar hafi verið athugasemdir við áróður á kjörstað á Akureyri. Inga Sæland á kjörstað í alþingiskosningunum í fyrra. Hún heldur því fram að verið sé að þverbrjóta lög með áróðri á kjörstað á Glerártorgi á Akureyri, þar vappi formaður Samfylkingarinnar um með blóm og súkkulaði.Vísir/Vilhelm Þriðja daginn í röð hafi flokkar verið að reka áróður á Glerártorgi þar sem utankjörfundakosning fer fram. Inga segir þetta klárt lögbrot en um sé að ræða fulltrúa Samfylkingar og L-lista sem þar brjóti lög vinstri hægri. Og einnig ... Píratar! Inga segir að gerðar hafi verið athugasemdir við þetta athæfi við kjörstjórn en þau þar láti sem sér komi þetta ekki við þó verið sé að brjóta lög vegna utankjörfundaatkvæða. „Blússandi lögbrot á Glerártorgi og öllum er fjandans sama. Formaður Samfylkingar gengur þar um með rauðar rósir og súkkulaði,“ segir Inga sem nú dvelur á Reykjalundi í endurhæfingu og á erfitt með að hafa sig hæga, í miðjum sveitarstjórnarkosningum. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Lögreglumál Reykjavík Akureyri Tengdar fréttir Kosningaborðar í Kópavogi teknir niður Hiti er að færast í leikinn vegna sveitarstjórnarkosninga sem verða haldnar um næstu helgi. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa þurft að grípa til þess að taka niður áberandi kosningaborða í bæjarlandinu. 9. maí 2022 11:17 Píratar vilja stimpla fyrir auð atkvæði í kjörklefann Kosningaeftirlit Pírata hefur að gefnu tilefni óskað eftir því við Landskjörstjórn að teknir verði í gagnið stimplar fyrir þá sem vilja skila auðu. 7. maí 2022 10:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Ég er með það á hreinu og mér finnst þetta alveg fráleitt. Við fáum engan til að aðhafast þannig að við verðum að gera eitthvað. Í ljósi uppsafnaðra vandamála finnst mér þetta skrítið, maður hefði haldið að menn myndu vanda sig meira í ljósi klúðurs í síðustu alþingiskosningum,“ segir Indriði í samtali við Vísi. Þarna sé verið að þverbrjóta lög um áróður á kjörstað. Ef kjósanda er litið út um gluggann í Holtagörðum, þá blasir við honum brosandi Einar og slagorð Framsóknarflokksins.aðsend Umboðsmenn framboða Pírata í Kópavogi, Reykjavík, Hafnarfirði og sameiginlegt framboð Pírata og annarra í Garðabæ hafa í dag sent kæru til Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu vegna ólöglegs kosningaáróðurs sem hefur birst undanfarnar vikur á skilti sem snýr að utankjörfundi. Gerðar hafa verið ítrekaðar tilraunir til að brugðist verði við án árangurs. Glaðbeittur Einar blasir við kjósendum Þeir sem fara til að greiða atkvæði í utankjörstaða í Holtagörðum í Reykjavík komast varla hjá því að sjá glaðbeittan Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknarflokksins á ljósaskilti sem stendur við Holtagarða. Og kosningaslagorð flokksins: „Er ekki kominn tími á breytingar í borginni?“ Indriði furðar sig á þessari bíræfni en eins og Vísir hefur fjallað um hafa framboðin teygt sig eins langt og þau mega og lengra í mörgum tilfellum í þessum kosningum. Indriði segir að hann hafi vonast til þess að menn létu sér segjast og færu ekki í að vera með auglýsingarnar nánast ofan í kjörstöðum en allt hafi komið fyrir ekki þrátt fyrir ábendingar. Indriði segir svo „skemmtilega“ vilja til að auglýsingarnar hætti í birtingu 22:00 að kvöldin, eða einmitt þegar utankjörfundur loki. Kæra jafnframt á leið til persónuverndar Í nægu er að snúast við kosningaeftirlitið. Indriði er einnig búinn að senda kæru til persónuverndar vegna annars máls sem snýr að ólöglegum skilríkjum umboðsmanna. Indriði segir að ætla mætti að menn vönduðu sig við framkvæmd kosninga eftir klúðrið við Alþingiskosningarnar fyrir skömmu en því sé nú ekki að heilsa.aðsend Umboðsmönnum og aðstoðarmönnum þeirra sem sinna eftirliti við kosningar ber samkvæmt kosningalögum að bera skilríki við störf sín útbúin af yfirkjörstjórn, að sögn Indriða. En borið hefur á því að á þeim skilríkjum sem umboðsmönnum bera að hafa á sér sé nafn framboðs birt. Samkvæmt persónuverndarlögum eru stjórnmálaskoðanir viðkvæmar persónuupplýsingar. Vinnslan með þessar persónuupplýsingar byggir á heimild í lögum, það gefur ekki heimild fyrir því að skylda fólk til að bera stjórnmálaskoðanir sínar utan á sér. Meint brot á Glerártorgi Svo virðist sem fólki í framboði hafi hlaupið kapp í kinn og farið fram úr sér því Vísir ræddi stuttlega við Ingu Sæland, sem er formaður Flokks fólksins, en Inga segir að gerðar hafi verið athugasemdir við áróður á kjörstað á Akureyri. Inga Sæland á kjörstað í alþingiskosningunum í fyrra. Hún heldur því fram að verið sé að þverbrjóta lög með áróðri á kjörstað á Glerártorgi á Akureyri, þar vappi formaður Samfylkingarinnar um með blóm og súkkulaði.Vísir/Vilhelm Þriðja daginn í röð hafi flokkar verið að reka áróður á Glerártorgi þar sem utankjörfundakosning fer fram. Inga segir þetta klárt lögbrot en um sé að ræða fulltrúa Samfylkingar og L-lista sem þar brjóti lög vinstri hægri. Og einnig ... Píratar! Inga segir að gerðar hafi verið athugasemdir við þetta athæfi við kjörstjórn en þau þar láti sem sér komi þetta ekki við þó verið sé að brjóta lög vegna utankjörfundaatkvæða. „Blússandi lögbrot á Glerártorgi og öllum er fjandans sama. Formaður Samfylkingar gengur þar um með rauðar rósir og súkkulaði,“ segir Inga sem nú dvelur á Reykjalundi í endurhæfingu og á erfitt með að hafa sig hæga, í miðjum sveitarstjórnarkosningum.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Lögreglumál Reykjavík Akureyri Tengdar fréttir Kosningaborðar í Kópavogi teknir niður Hiti er að færast í leikinn vegna sveitarstjórnarkosninga sem verða haldnar um næstu helgi. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa þurft að grípa til þess að taka niður áberandi kosningaborða í bæjarlandinu. 9. maí 2022 11:17 Píratar vilja stimpla fyrir auð atkvæði í kjörklefann Kosningaeftirlit Pírata hefur að gefnu tilefni óskað eftir því við Landskjörstjórn að teknir verði í gagnið stimplar fyrir þá sem vilja skila auðu. 7. maí 2022 10:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Kosningaborðar í Kópavogi teknir niður Hiti er að færast í leikinn vegna sveitarstjórnarkosninga sem verða haldnar um næstu helgi. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa þurft að grípa til þess að taka niður áberandi kosningaborða í bæjarlandinu. 9. maí 2022 11:17
Píratar vilja stimpla fyrir auð atkvæði í kjörklefann Kosningaeftirlit Pírata hefur að gefnu tilefni óskað eftir því við Landskjörstjórn að teknir verði í gagnið stimplar fyrir þá sem vilja skila auðu. 7. maí 2022 10:33