Búin að skera út allar gangtegundir íslenska hestsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. maí 2022 19:30 Sigga á Grund við hestana sína fimm með öllum gangtegundum íslenska hestsins, sem hún hefur nú lokið við að skera út. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskur hesturinn er í miklu metum og uppáhaldi hjá Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, alltaf kölluð Sigga á Grund, útskurðarmeistara í Flóanum, enda var hún að ljúka við að skera út allar fimm gangtegundir hestsins. Auk þess var hún að gera risa drykkjarhorn úr nautgripahorni. Maður verður hálf orðlaus þegar komið er inn á smíðaverkstæðið hjá Siggu því verkin hennar eru svo glæsileg. Nú var einum af hápunktinum á ferlinum að ljúka hjá henni því hún var að klára að skera út gangtegundir íslenska hestsins en það er fet, brokk, skeið, stökk og tölt. Töltarinn var síðastur í röðinni. Allt skorið út í Linditré. „Já, já, ég er mjög ánægð með þá alla saman. Það var erfiðast að skera út brokkið og skeiðið en fetið var auðveldast,“ segir Sigga. Sigga segist hafa tengst hestunum öllum mjög vel enda búin að eyða mörg hundruð klukkustundum í að skera þá út. Þeir verða nú sýndir í Tré og List í Flóahreppi í einhvern tíma en fara svo aftur heim á Grund. Sigga á Grund með töltarann, sem hún var að ljúka við að skera út.Magnús Hlynur Hreiðarsson En verða þeir þá áfram á Grund eða eru þeir falir? „Nei, þeir eru ekki falir, þeir eru það ekki, þeir verða mér bara til skemmtunar,“ segir hún og hlær. Sigga nær öllum smáatriðunum ótrúlega vel í hestunum, t.d. faxið, taglið, hófunum, höfuðburðinum og lyftingunni eins og á tölthestinum. Sigga á Grund er mikill snillingur þegar kemur að útskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru ekki bara hestarnir, sem Sigga hefur verið að vinna með, því hún var að klára glæsilegt stórt drykkjarhorn úr nautgripahorni „Já, og svo setti ég náttúrulega bolann upp á hornið, öskuvondan alveg, hann rótar upp þúfunni, sem það stendur á,“ segir Sigga og hlær. Sigga smíðar og sker líka út tóbakshorn, sem eru alltaf vinsæl hjá henni. „Ég held að það sé nú eiginlega engin, sem smíðar þau í dag nema Sigga á Grund, ég held ekki, og ég sker þau náttúrulega út líka.“ Drykkjarhornið, sem Sigga á Grund var að klára en það er nautgripahorn. Bolinn er upp á því. Tóbakshornin eru líka á borðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er útskurðurinn að gefa Siggu? „Ég sofna bara með þetta í kollinum á kvöldin og svo bara vakna ég með þetta líka á morgnanna, það er bara yndislegt,“ segir hún brosandi. Flóahreppur Hestar Menning Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Maður verður hálf orðlaus þegar komið er inn á smíðaverkstæðið hjá Siggu því verkin hennar eru svo glæsileg. Nú var einum af hápunktinum á ferlinum að ljúka hjá henni því hún var að klára að skera út gangtegundir íslenska hestsins en það er fet, brokk, skeið, stökk og tölt. Töltarinn var síðastur í röðinni. Allt skorið út í Linditré. „Já, já, ég er mjög ánægð með þá alla saman. Það var erfiðast að skera út brokkið og skeiðið en fetið var auðveldast,“ segir Sigga. Sigga segist hafa tengst hestunum öllum mjög vel enda búin að eyða mörg hundruð klukkustundum í að skera þá út. Þeir verða nú sýndir í Tré og List í Flóahreppi í einhvern tíma en fara svo aftur heim á Grund. Sigga á Grund með töltarann, sem hún var að ljúka við að skera út.Magnús Hlynur Hreiðarsson En verða þeir þá áfram á Grund eða eru þeir falir? „Nei, þeir eru ekki falir, þeir eru það ekki, þeir verða mér bara til skemmtunar,“ segir hún og hlær. Sigga nær öllum smáatriðunum ótrúlega vel í hestunum, t.d. faxið, taglið, hófunum, höfuðburðinum og lyftingunni eins og á tölthestinum. Sigga á Grund er mikill snillingur þegar kemur að útskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru ekki bara hestarnir, sem Sigga hefur verið að vinna með, því hún var að klára glæsilegt stórt drykkjarhorn úr nautgripahorni „Já, og svo setti ég náttúrulega bolann upp á hornið, öskuvondan alveg, hann rótar upp þúfunni, sem það stendur á,“ segir Sigga og hlær. Sigga smíðar og sker líka út tóbakshorn, sem eru alltaf vinsæl hjá henni. „Ég held að það sé nú eiginlega engin, sem smíðar þau í dag nema Sigga á Grund, ég held ekki, og ég sker þau náttúrulega út líka.“ Drykkjarhornið, sem Sigga á Grund var að klára en það er nautgripahorn. Bolinn er upp á því. Tóbakshornin eru líka á borðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er útskurðurinn að gefa Siggu? „Ég sofna bara með þetta í kollinum á kvöldin og svo bara vakna ég með þetta líka á morgnanna, það er bara yndislegt,“ segir hún brosandi.
Flóahreppur Hestar Menning Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira