Á vef Veðurstofunnar segir að það verði dálítil snjókoma í fyrstu norðaustanlands, annars úrkomulítið norðan heiða.
„Hlýnandi, hiti 5 til 10 stig síðdegis. Austan strekkingur í kvöld, með rigningu sunnanlands.
Suðaustan 5-13 m/s og víða rigning í fyrramálið, en skýjað síðdegis og dálítil væta á Suður- og Vesturlandi. Hiti 7 til 14 stig.
Ákveðin austanátt á mánudag, bjart með köflum og fremur hlýtt, en skýjað og lítilsháttar súld suðaustanlands og á Austfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag: Suðaustanátt, víða 5-10 m/s. Þurrt að kalla á Norðurlandi, annars súld eða rigning með köflum, hiti 7 til 14 stig. Dregur úr vætu seinnipartinn.
Á mánudag: Austlæg átt 3-10, en 10-15 syðst á landinu. Dálítil súld suðaustantil og þokuloft við austurströndina, en bjart með köflum í öðrum landshlutum. Hiti frá 6 stigum austast, upp í 16 stig á Norður- og Vesturlandi.
Á þriðjudag: Austan strekkingur og dálítil rigning um tíma sunnanlands, en hægari og skýjað með köflum norðan heiða. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt, rigning með köflum og milt veður.
Á fimmtudag: Norðaustanátt og rigning eða súld norðanlands, en yfirleitt þurrt sunnantil. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á föstudag: Austlæg átt, skýjað og dálítil rigning með suðurströndinni.