„Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2022 08:35 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borginni segir meirihlutaflokkana Viðreisn, Samfylkingu og Pírata, ætla að halda saman. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. Oddvitar núverandi meirihluta; Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna; funduðu í gær til að fara yfir stöðu mála. Meirihlutinn féll á laugardag og var því ljóst að mynda þarf nýjan meirihluta, sama hvernig. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hefur þá útilokað að Vinstri græn taki þátt í meirihlutasamstarfi í borginni á þessu kjörtímabili og tilkynnti hinum oddvitunum það einmitt á fundi þeirra í gær. „Við hittumst nú í gær oddvitar meirihlutans af því að við erum náttúrulega öll að mæta í vinnu í dag, það er kannski enginn sem fattar það. Þannig að við hittumst í gær til þess að tala saman, framundan er áframhaldandi vinna, kjörtímabilinu lýkur ekki fyrr en í lok mánaðarins þannig að það er borgarráð framundan og borgarstjórnarfundur fram undan,“ segir Þórdís Lóa í samtali við fréttastofu. Oddvitarnir hafi hist í gær og rætt að samstarf þeirra hafi gengið vel á liðnu kjörtímabili. „Og við lásum aðeins í spilin eftir nóttina, með stóru línurnar í skilaboðunum og ræddum það að við ætluðum að skoða það að fylgjast að,“ segir Þórdís. Borgarstjórnarvinna taki við næstu tvær vikur Til þess að meirihlutaflokkarnir, utan Vinstri grænna, geti fylgst áfram að þurfa þeir að taka með sér aðra flokka í meirihlutasamstarfið. Til greina kemur fyrir þá að taka með sér Framsókn, Sjálfstæðisflokkinn eða Flokk fólksins og Sósíalistaflokkinn. Píratar hafa hins vegar útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokki og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, hefur útilokað samstarf við Viðreisn. Er það þá Framsókn sem þið tækjuð inn í meirihlutann? „Við ræddum það ekki öðruvísi en að við byrjuðum bara þetta samtal. Við fengum þær fréttir í gær þannig að við bara fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman. Það eru ákveðin skilaboð út og svo byrjar samtalið út frá því,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að nú taki aðeins við áframhaldandi vinna áður en ný borgarstjórn taki við. „Það er bara vinna framundan, eins skringilega og það hljómar. Það eru verkefni eftir sem þarf að klára. Nú er hálfur mánuður þar til ný borgarstjórn tekur við þannig að mitt verkefni sem formaður borgarráðs er að halda borgarráðsfund og halda maskínunni gangandi áfram og verkefni Alexöndru Briem forseta borgarstjórnar er að halda borgarstjórnarfund og ég geri ráð fyrir að borgarstjóri þurfi að mæta á kantórinn og halda áfram,“ segir Þórdís. „Það eru alltaf allir að spyrja hvort við séum að tala saman. Við erum náttúrulega í vinnunni, alltaf að tala saman.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í borginni sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 að oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar ætli að fylgjast að í viðræðum næstu daga um myndun nýs meirihluta. Hann sagði þá að ákvörðun VG um að taka ekki þátt í meirihlutasamstarfi hafi fækkað valkostum. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Viðreisn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Segir engar viðræður hafnar en útilokar ekki samstarfið Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engar viðræður hafnar milli flokks síns og Framsóknarflokksins. Hún telji þó raunhæfan möguleika að starfa með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins 15. maí 2022 20:51 Líf útilokar þátttöku í meirihlutasamstarfi Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, hefur tjáð samstarfsfélögum sínum í fráfarandi meirihluta að Vinstri græn muni ekki sækjast efir því að taka þátt í viðræðum um meirihlutasamstarf. 15. maí 2022 20:21 Aðeins einn raunhæfur möguleiki á þriggja flokka meirihluta í borginni Möguleikar eru á myndun að minnsta kosti níu samsetningum að meirihlutum í borgarstjórn að loknum kosningunum í gær. Aðeins væri hægt að mynda tvo þriggja flokka meirihluta þótt annar þeirra verði að teljast ólíklegur. 15. maí 2022 19:20 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Oddvitar núverandi meirihluta; Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna; funduðu í gær til að fara yfir stöðu mála. Meirihlutinn féll á laugardag og var því ljóst að mynda þarf nýjan meirihluta, sama hvernig. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hefur þá útilokað að Vinstri græn taki þátt í meirihlutasamstarfi í borginni á þessu kjörtímabili og tilkynnti hinum oddvitunum það einmitt á fundi þeirra í gær. „Við hittumst nú í gær oddvitar meirihlutans af því að við erum náttúrulega öll að mæta í vinnu í dag, það er kannski enginn sem fattar það. Þannig að við hittumst í gær til þess að tala saman, framundan er áframhaldandi vinna, kjörtímabilinu lýkur ekki fyrr en í lok mánaðarins þannig að það er borgarráð framundan og borgarstjórnarfundur fram undan,“ segir Þórdís Lóa í samtali við fréttastofu. Oddvitarnir hafi hist í gær og rætt að samstarf þeirra hafi gengið vel á liðnu kjörtímabili. „Og við lásum aðeins í spilin eftir nóttina, með stóru línurnar í skilaboðunum og ræddum það að við ætluðum að skoða það að fylgjast að,“ segir Þórdís. Borgarstjórnarvinna taki við næstu tvær vikur Til þess að meirihlutaflokkarnir, utan Vinstri grænna, geti fylgst áfram að þurfa þeir að taka með sér aðra flokka í meirihlutasamstarfið. Til greina kemur fyrir þá að taka með sér Framsókn, Sjálfstæðisflokkinn eða Flokk fólksins og Sósíalistaflokkinn. Píratar hafa hins vegar útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokki og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, hefur útilokað samstarf við Viðreisn. Er það þá Framsókn sem þið tækjuð inn í meirihlutann? „Við ræddum það ekki öðruvísi en að við byrjuðum bara þetta samtal. Við fengum þær fréttir í gær þannig að við bara fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman. Það eru ákveðin skilaboð út og svo byrjar samtalið út frá því,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að nú taki aðeins við áframhaldandi vinna áður en ný borgarstjórn taki við. „Það er bara vinna framundan, eins skringilega og það hljómar. Það eru verkefni eftir sem þarf að klára. Nú er hálfur mánuður þar til ný borgarstjórn tekur við þannig að mitt verkefni sem formaður borgarráðs er að halda borgarráðsfund og halda maskínunni gangandi áfram og verkefni Alexöndru Briem forseta borgarstjórnar er að halda borgarstjórnarfund og ég geri ráð fyrir að borgarstjóri þurfi að mæta á kantórinn og halda áfram,“ segir Þórdís. „Það eru alltaf allir að spyrja hvort við séum að tala saman. Við erum náttúrulega í vinnunni, alltaf að tala saman.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í borginni sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 að oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar ætli að fylgjast að í viðræðum næstu daga um myndun nýs meirihluta. Hann sagði þá að ákvörðun VG um að taka ekki þátt í meirihlutasamstarfi hafi fækkað valkostum.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Viðreisn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Segir engar viðræður hafnar en útilokar ekki samstarfið Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engar viðræður hafnar milli flokks síns og Framsóknarflokksins. Hún telji þó raunhæfan möguleika að starfa með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins 15. maí 2022 20:51 Líf útilokar þátttöku í meirihlutasamstarfi Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, hefur tjáð samstarfsfélögum sínum í fráfarandi meirihluta að Vinstri græn muni ekki sækjast efir því að taka þátt í viðræðum um meirihlutasamstarf. 15. maí 2022 20:21 Aðeins einn raunhæfur möguleiki á þriggja flokka meirihluta í borginni Möguleikar eru á myndun að minnsta kosti níu samsetningum að meirihlutum í borgarstjórn að loknum kosningunum í gær. Aðeins væri hægt að mynda tvo þriggja flokka meirihluta þótt annar þeirra verði að teljast ólíklegur. 15. maí 2022 19:20 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Segir engar viðræður hafnar en útilokar ekki samstarfið Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engar viðræður hafnar milli flokks síns og Framsóknarflokksins. Hún telji þó raunhæfan möguleika að starfa með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins 15. maí 2022 20:51
Líf útilokar þátttöku í meirihlutasamstarfi Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, hefur tjáð samstarfsfélögum sínum í fráfarandi meirihluta að Vinstri græn muni ekki sækjast efir því að taka þátt í viðræðum um meirihlutasamstarf. 15. maí 2022 20:21
Aðeins einn raunhæfur möguleiki á þriggja flokka meirihluta í borginni Möguleikar eru á myndun að minnsta kosti níu samsetningum að meirihlutum í borgarstjórn að loknum kosningunum í gær. Aðeins væri hægt að mynda tvo þriggja flokka meirihluta þótt annar þeirra verði að teljast ólíklegur. 15. maí 2022 19:20