Lineker hefur ekki áhyggjur af Jake og segir að margir komi nú út úr skápnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 10:01 Jake Daniels, framherji Blackpool, sagði frá því í gær að hann sé samkynheigður. Skjámynd/SkySports Enski knattspyrnumaðurinn Jake Daniels varð í gær fyrsti fótboltamaðurinn í meira en þrjá áratugi sem segir frá því opinberlega að hann sé samkynhneigður. Tilkynning hans hefur fengið mikla umfjöllun í enskum miðlum og Jake varð á einu augabragði einn frægasti fótboltamaður þjóðarinnar. Blackpool s Jake Daniels talks about being the UK's first male professional footballer to come out publicly as gay since Justin Fashanu— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 16, 2022 Samkynhneigð í karlafótbolta hefur verið mikið tabú hingað til og samkynhneigðir fótboltamenn eru brenndir af því hvernig fór fyrir þeim sem steig þetta stóra skref fyrir þremur áratugum. Enginn spilandi fótboltamaður hefur nefnilega komið opinberlega út úr skápnum síðan Justin Fashanu gerði það 1990. Fashanu fékk mjög hörð og óvægin viðbrögð og endaði á því að taka sitt eigið líf árið 1998. Daniels er aðeins sautján ára gamall og er leikmaður Blackpool. Hann sagði það mikinn létti fyrir sig að hafa geta hætt þessum feluleik. Gary Lineker, fyrrum leikmaður og nú sjónvarpsstjarna, var einn af mörgum sem hefur veitt Jake stuðning í orði. Meðal þeirra sem hrósuðu honum líka voru Boris Johnson forsætisráðherra og enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane. #LCFC https://t.co/zvBlH3C6u3— LCFC Live (@LiveLCFC) May 16, 2022 „Ég held að honum verið tekið mjög vel,“ sagði Gary Lineker við BBC. „Ekki bara í hans eigin búningsklefa heldur einnig af mótherjum. Ég held að heilt yfir þá sé þetta ekkert sem búningsklefarnir séu að pæla í. Þeir munu hugsa um hvort þú sért góður fótboltamaður eða ekki. Það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Lineker. „Ég er ánægður með að hann er núna að feta slóð sem margir fleiri munu feta í kjölfarið. Fótboltinn verður betri fyrir vikið. Um leið og þeir sjá að meirihluti fólks mun taka þessu vel þá munu fleiri þora að koma út úr skápnum,“ sagði Lineker. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Gary Neville er líka ánægður með hugrekki Daniels. „Fótboltinn hefur hingað til ekki brugðist vel við þessu málefni,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. Hann hefur samt meiri áhyggjur af búningsklefanum heldur en áhorfendum. „Búningsklefinn getur verið illur og miskunnarlaus staður þegar við horfum á busavígslurnar sem sumir þurfa að fara í gegnum,“ sagði Neville. „Það var ótrúlegt hvernig Jake talaði og það sem hann gerði þarf mikið hugrekki. Þetta var mikilvægur dagur fyrir Jake og fjölskyldu hans en einnig fyrir enskan fótbolta. Þetta er sögulegt og er mjög stór tímamót fyrir fótboltann,“ sagði Neville. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Bretland England Hinsegin Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Tilkynning hans hefur fengið mikla umfjöllun í enskum miðlum og Jake varð á einu augabragði einn frægasti fótboltamaður þjóðarinnar. Blackpool s Jake Daniels talks about being the UK's first male professional footballer to come out publicly as gay since Justin Fashanu— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 16, 2022 Samkynhneigð í karlafótbolta hefur verið mikið tabú hingað til og samkynhneigðir fótboltamenn eru brenndir af því hvernig fór fyrir þeim sem steig þetta stóra skref fyrir þremur áratugum. Enginn spilandi fótboltamaður hefur nefnilega komið opinberlega út úr skápnum síðan Justin Fashanu gerði það 1990. Fashanu fékk mjög hörð og óvægin viðbrögð og endaði á því að taka sitt eigið líf árið 1998. Daniels er aðeins sautján ára gamall og er leikmaður Blackpool. Hann sagði það mikinn létti fyrir sig að hafa geta hætt þessum feluleik. Gary Lineker, fyrrum leikmaður og nú sjónvarpsstjarna, var einn af mörgum sem hefur veitt Jake stuðning í orði. Meðal þeirra sem hrósuðu honum líka voru Boris Johnson forsætisráðherra og enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane. #LCFC https://t.co/zvBlH3C6u3— LCFC Live (@LiveLCFC) May 16, 2022 „Ég held að honum verið tekið mjög vel,“ sagði Gary Lineker við BBC. „Ekki bara í hans eigin búningsklefa heldur einnig af mótherjum. Ég held að heilt yfir þá sé þetta ekkert sem búningsklefarnir séu að pæla í. Þeir munu hugsa um hvort þú sért góður fótboltamaður eða ekki. Það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Lineker. „Ég er ánægður með að hann er núna að feta slóð sem margir fleiri munu feta í kjölfarið. Fótboltinn verður betri fyrir vikið. Um leið og þeir sjá að meirihluti fólks mun taka þessu vel þá munu fleiri þora að koma út úr skápnum,“ sagði Lineker. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Gary Neville er líka ánægður með hugrekki Daniels. „Fótboltinn hefur hingað til ekki brugðist vel við þessu málefni,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. Hann hefur samt meiri áhyggjur af búningsklefanum heldur en áhorfendum. „Búningsklefinn getur verið illur og miskunnarlaus staður þegar við horfum á busavígslurnar sem sumir þurfa að fara í gegnum,“ sagði Neville. „Það var ótrúlegt hvernig Jake talaði og það sem hann gerði þarf mikið hugrekki. Þetta var mikilvægur dagur fyrir Jake og fjölskyldu hans en einnig fyrir enskan fótbolta. Þetta er sögulegt og er mjög stór tímamót fyrir fótboltann,“ sagði Neville. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Bretland England Hinsegin Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira