Vaktin: Senda sitt stærsta teymi til að rannsaka stríðsglæpi í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 17. maí 2022 06:53 Margir almennir borgarar hafa fundist skotnir með bundnar hendur. Getty/Mykhaylo Palinchak Búið er að flytja 260 úkraínska hermenn frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól, þar af marga alvarlega særða. Ekki er ljóst hversu margir eru eftir en áætla má að þeir séu um 350. Rússar virðast nú hafa náð Maríupól alfarið á sitt vald. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Forsvarsmenn Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa sent 42 sérfræðinga til að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Þetta mun vera stærsti hópur rannsakenda sem ICC hefur sent út vegna meintra stríðsglæpa. Ráðamenn í Kreml segja að það yrði hreinn og beinn þjófnaður ef G7-ríkin notuðu frystar eigur rússneska ríkisins í þágu uppbyggingar í Úkraínu. Slíkt hefur verið sagt til umræðu bæði hjá G7 og innan ESB. Heimildarmenn á Vesturlöndum segja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé sjálfur farinn að skipta sér af skipulagningu herfla Rússa í Úkraínu, sérstaklega í Donbas. Svo virðist sem óánægja sé að magnast í Rússlandi með hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu, ekki síst með það hvernig þær hafa verið að ganga. Vinsælir netverjar og jafnvel sjónvarpsmenn eru farnir að gagnrýna gang stríðsins og fjölskyldur rússneskra hermanna vilja fá þá heim. Úkraínumenn eru sagðir hafa hrakið rússneskar hersveitir frá Kharkív og aftur að landamærum Rússlands, þar sem Rússar freista þess að hindra að úkraínsku sveitirnar komist í árásarfæri við rússnesku borgina Belgorod, sem er hernaðarlega mikilvæg. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þvert á yfirlýsingar Rússa um að þeir ráðist ekki gegn borgaralegum skotmörkum virðist allt benda til þess að þeir séu að nota ónákvæm vopn sem hafi valdið gríðarlegum skaða í íbúðahverfum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Forsvarsmenn Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa sent 42 sérfræðinga til að rannsaka meinta stríðsglæpi í Úkraínu. Þetta mun vera stærsti hópur rannsakenda sem ICC hefur sent út vegna meintra stríðsglæpa. Ráðamenn í Kreml segja að það yrði hreinn og beinn þjófnaður ef G7-ríkin notuðu frystar eigur rússneska ríkisins í þágu uppbyggingar í Úkraínu. Slíkt hefur verið sagt til umræðu bæði hjá G7 og innan ESB. Heimildarmenn á Vesturlöndum segja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé sjálfur farinn að skipta sér af skipulagningu herfla Rússa í Úkraínu, sérstaklega í Donbas. Svo virðist sem óánægja sé að magnast í Rússlandi með hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu, ekki síst með það hvernig þær hafa verið að ganga. Vinsælir netverjar og jafnvel sjónvarpsmenn eru farnir að gagnrýna gang stríðsins og fjölskyldur rússneskra hermanna vilja fá þá heim. Úkraínumenn eru sagðir hafa hrakið rússneskar hersveitir frá Kharkív og aftur að landamærum Rússlands, þar sem Rússar freista þess að hindra að úkraínsku sveitirnar komist í árásarfæri við rússnesku borgina Belgorod, sem er hernaðarlega mikilvæg. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þvert á yfirlýsingar Rússa um að þeir ráðist ekki gegn borgaralegum skotmörkum virðist allt benda til þess að þeir séu að nota ónákvæm vopn sem hafi valdið gríðarlegum skaða í íbúðahverfum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira