Hlutfall kvenna í stjórnum sums staðar lækkað milli ára Eiður Þór Árnason skrifar 17. maí 2022 10:12 Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja fór hækkandi frá árinu 2008 fram til ársins 2014 en hefur haldist nokkuð óbreytt síðan þá. Getty/Igor Kutyaev Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu launamenn eða fleiri, þar sem stjórnarmenn voru fjórir eða fleiri, var 41,5% í tilfelli almennra hlutafélaga á árinu 2021 og 38,3% í einkahlutafélögum. Í stjórnum með þrjá stjórnarmenn var hlutfall kvenna 34,8% fyrir almenn hlutafélög og 29,3% fyrir einkahlutafélög. Í einkahlutafélögum með tvo stjórnarmenn var hlutfallið 19,7%. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Hagstofunnar en hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja fór hækkandi frá árinu 2008 fram til ársins 2014 en hefur haldist nokkuð óbreytt síðan þá. Hlutfall kvenna í stjórnum einkahlutafélaga með 50 launamenn eða fleiri hefur lækkað milli áranna 2020 og 2021 nema hjá þeim sem eru með slétta þrjá stjórnarmenn. Konum fjölgar einnig hjá almennum hlutafélögum með 50 launamenn eða fleiri sem eru með fjóra eða fleiri stjórnarmenn. Miðað við hlutfall kvenna í stjórn einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn fullnægja ekki öll fyrirtæki í þeim hópi kröfum laga um að hlutfall kvenna eða karla sé ekki lægra en 40%. Að sögn Hagstofunnar má merkja að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hækki með aukinni stærð stjórna og fjölda launamanna. Þá sé hlutfallið hærra í almennum hlutafélögum en í einkahlutafélögum. Fyrirtækjum með blandaða stjórn fjölgað Fyrirtækjum sem hafa 50 launamenn eða fleiri og eru með blandað hlutfall kynja í stjórn hefur farið fjölgandi á seinustu árum. Árið 2008 var hlutfall félaga sem höfðu minnst einn stjórnarmann af hvoru kyni (fyrir tveggja og þriggja manna stjórnir) eða höfðu hlutfall kvenna á meðal stjórnarmanna á bilinu 40% til 60% (fyrir stjórnir með fjóra eða fleiri stjórnarmenn), á bilinu 14% (einkahlutafélög með tveggja manna stjórnir) til 39% (almenn hlutafélög með þriggja manna stjórnir). Á síðasta ári var sama hlutfall á bilinu 72% hjá einkahlutafélögum með fjóra eða fleiri stjórnarmenn til 89% hjá almennum hlutafélögum með þrjá stjórnarmenn. Einkahlutafélög með tveggja manna stjórnir skera sig úr þar sem hlutfall einkahlutafélaga með stjórnarmann af sitt hvoru kyni var einungis 34,2%. Hefur hlutfallið farið lækkandi jafnt og þétt frá árinu 2018 þegar nærri helmingur félaga með yfir 50 starfsmenn og tvo stjórnarmenn var með stjórnarmenn af sitt hvoru kyni. Þjóðskrá hefur tekið upp kynhlutlausa skráningu einstaklinga en samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var enginn einstaklingur skráður kynhlutlaus í Þjóðskrá sem gegndi stjórnarstörfum á árinu 2021. Hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra hækkar lítillega á milli ára og er nú 23,9% og fylgir eftir hægfara aukningu frá árinu 1999. Hlutfall kvenna í stöðu stjórnarformanna var 24,7% í lok árs 2021. Hlutfall kvenna 27 prósent í stjórn allra félaga óháð starfsmannafjölda Fram kemur á vef Hagstofunnar að rúmlega fjórðungur stjórnarmanna allra félaga, sem greiða laun og eru skráð í hlutafélagaskrá, hafi verið konur í lok árs 2021 eða 27%. Í stjórnum fyrirtækja þar sem fjöldi launamanna árið 2021 var að jafnaði færri en 50 var hlutfallið 26,6% en 34,8% í stjórnum fyrirtækja með 50 launamenn eða fleiri. Til samanburðar var hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með 50 launamenn eða fleiri 15,4% árið 2008 og 9,5% árið 1999. Árið 2013 tóku gildi lög þar sem kveðið er á um það að þegar stjórnarmenn eru þrír í félagi, þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skuli hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Þessi lög taka til almennra og opinberra hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnu- og sameignarfélaga. Í tilfelli einkahlutafélaga er jafnframt tiltekið að hvort kyn skuli eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórnarmenn eru tveir. Jafnréttismál Kauphöllin Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri samantekt Hagstofunnar en hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja fór hækkandi frá árinu 2008 fram til ársins 2014 en hefur haldist nokkuð óbreytt síðan þá. Hlutfall kvenna í stjórnum einkahlutafélaga með 50 launamenn eða fleiri hefur lækkað milli áranna 2020 og 2021 nema hjá þeim sem eru með slétta þrjá stjórnarmenn. Konum fjölgar einnig hjá almennum hlutafélögum með 50 launamenn eða fleiri sem eru með fjóra eða fleiri stjórnarmenn. Miðað við hlutfall kvenna í stjórn einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn fullnægja ekki öll fyrirtæki í þeim hópi kröfum laga um að hlutfall kvenna eða karla sé ekki lægra en 40%. Að sögn Hagstofunnar má merkja að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hækki með aukinni stærð stjórna og fjölda launamanna. Þá sé hlutfallið hærra í almennum hlutafélögum en í einkahlutafélögum. Fyrirtækjum með blandaða stjórn fjölgað Fyrirtækjum sem hafa 50 launamenn eða fleiri og eru með blandað hlutfall kynja í stjórn hefur farið fjölgandi á seinustu árum. Árið 2008 var hlutfall félaga sem höfðu minnst einn stjórnarmann af hvoru kyni (fyrir tveggja og þriggja manna stjórnir) eða höfðu hlutfall kvenna á meðal stjórnarmanna á bilinu 40% til 60% (fyrir stjórnir með fjóra eða fleiri stjórnarmenn), á bilinu 14% (einkahlutafélög með tveggja manna stjórnir) til 39% (almenn hlutafélög með þriggja manna stjórnir). Á síðasta ári var sama hlutfall á bilinu 72% hjá einkahlutafélögum með fjóra eða fleiri stjórnarmenn til 89% hjá almennum hlutafélögum með þrjá stjórnarmenn. Einkahlutafélög með tveggja manna stjórnir skera sig úr þar sem hlutfall einkahlutafélaga með stjórnarmann af sitt hvoru kyni var einungis 34,2%. Hefur hlutfallið farið lækkandi jafnt og þétt frá árinu 2018 þegar nærri helmingur félaga með yfir 50 starfsmenn og tvo stjórnarmenn var með stjórnarmenn af sitt hvoru kyni. Þjóðskrá hefur tekið upp kynhlutlausa skráningu einstaklinga en samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var enginn einstaklingur skráður kynhlutlaus í Þjóðskrá sem gegndi stjórnarstörfum á árinu 2021. Hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra hækkar lítillega á milli ára og er nú 23,9% og fylgir eftir hægfara aukningu frá árinu 1999. Hlutfall kvenna í stöðu stjórnarformanna var 24,7% í lok árs 2021. Hlutfall kvenna 27 prósent í stjórn allra félaga óháð starfsmannafjölda Fram kemur á vef Hagstofunnar að rúmlega fjórðungur stjórnarmanna allra félaga, sem greiða laun og eru skráð í hlutafélagaskrá, hafi verið konur í lok árs 2021 eða 27%. Í stjórnum fyrirtækja þar sem fjöldi launamanna árið 2021 var að jafnaði færri en 50 var hlutfallið 26,6% en 34,8% í stjórnum fyrirtækja með 50 launamenn eða fleiri. Til samanburðar var hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með 50 launamenn eða fleiri 15,4% árið 2008 og 9,5% árið 1999. Árið 2013 tóku gildi lög þar sem kveðið er á um það að þegar stjórnarmenn eru þrír í félagi, þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skuli hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Þessi lög taka til almennra og opinberra hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnu- og sameignarfélaga. Í tilfelli einkahlutafélaga er jafnframt tiltekið að hvort kyn skuli eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórnarmenn eru tveir.
Jafnréttismál Kauphöllin Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira