Mbl segir frá þessu og að fjöldi bíla hafi verið á flugvellinum þegar vélin lenti. Þá segir að fyrr í dag hafi sést á ratsjám hvernig þyrla tók á loft frá Deplum í Fljótum og flogið til Akureyrarflugvallar.

Með þyrlu á fjöllin
Á Deplum Farm er rekin lúxusferðaþjónusta sem er í eigu Eleven Exprerience en staðurinn opnaði formlega árið 2016.
Þaðan stunda gestir það aðallega á þessum árstíma að fá far með þyrlu upp á fjöllin á Tröllaskaga og renna sér síðan niður á skíðum og snjóbrettum.

Hlakkaði til að koma í heimsókn
Zuckerberg sagði í athugasemd við færslu með auglýsingu Inspired by Iceland í nóvember á síðasta ári að hann hlakki til að heimsækja „Icelandverse“ bráðlega og má því vera að hann hafi láti verða af því.
Í umræddri auglýsingu fór leikarinn Jörundur Ragnarsson með hlutverk manns, sem svipaði mjög til Zuckerberg, og var að kynna „Icelandverse“. Með auglýsingunni var augljóslega verið að vísa í nýlegri kynningu Zuckerbergs á „metaverse“.
