Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2022 11:11 María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands. EPA/MAXIM SHIPENKOV María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi. Hún hélt því fram að í stað þess að hóta notkun kjarnorkuvopna hefðu Rússar ávallt varað aðra við því að hóta notkun slíkra vopna, samkvæmt ríkismiðlinum RIA. Zakharova er í stuttu máli sagt að ljúga. Háttsettir rússneskir stjórnmála- og embættismenn hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna á undanförnum mánuðum og það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er meðal þeirra sem hafa hótað notkun kjarnorkuvopna, þó hann hafi gert það undir rós. Hótaði alvarlegustu afleiðingum sögunnar Í ræðu sem hann hélt þann 24. febrúar þegar hann tilkynnti innrás Rússa í Úkraínu, sagði hann að ef einhver myndi reyna að standa í vegi Rússa myndi það hafa alvarlegri afleiðingar en hefðu áður sést í heiminum, sem er augljós hótun notkun kjarnorkuvopna. Þremur dögum síðar lýsti hann því opinberlega yfir að hann hefði sett þann herafla sem heldur utan um kjarnorkuvopn Rússlands í aukna viðbragðsstöðu. President Vladimir Putin threatened consequences you have never faced in your history for anyone who tries to interfere with us. His speech, intended to justify the invasion of Ukraine, seemed to come close to threatening nuclear war. https://t.co/98DJWNFYOo pic.twitter.com/AEUXpmJ2Uy— The New York Times (@nytimes) February 24, 2022 Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti og fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, sem situr nú í þjóðaröryggisráði landsins, sagði í mars að Rússar gætu skotið kjarnorkuvopnum á andstæðinga sína að fyrra bragði. Það væri réttur Rússlands. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti því yfir undir lok aprílmánaðar að hættan á kjarnorkustríði vegna innrásarinnar í Úkraínu væri mikil. Ekki væri hægt að vanmeta hana og líkti hann ástandinu við Kúbu-deiluna árið 1962, að því leyti undanskildu að nú væru fáar reglur um kjarnorkuvopn í gildi. Sýndi myndband af Bretlandseyjum sökkva Svo er vert að taka fram að í mars sýndi einn þáttastjórnandi ríkisrekinnar sjónvarpsstöðvar tölvuteiknað myndband sem sýndi mögulega kjarnorkuvopnaárás Rússa gegn Bretum og hvernig Rússar notuðu kjarnorkuvopn til að sökkva Bretlandseyjum. It's Sunday night in Russia which means that state TV's Dmitry Kiselyov is talking about Russia using its nukesThis time, with the help of a terrifying cartoon, he claims that "one Sarmat missile is enough to sink the British Isles" (with subs) pic.twitter.com/NqbQfkm6rX— Francis Scarr (@francis_scarr) May 1, 2022 Fyrr í þessari viku gaf sami maður í skyn að aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu gæti endað með kjarnorkuárásum á ríkin. Sá þáttastjórnandi, sem heitir Dmitry Kiselyov og er sagður náinn bandamaður Kreml, sagði að Bretar ættu ekki að leika sér að Rússum. Það þyrfti bara eina eldflaug til að sökkva eyjunum. Hann hefur einni sagt að Rússar gætu gert Bretlandseyjar að geislavirkri eyðimörk. And another nuclear threat to the UK from Russian state TV's Dmitry Kiselyov:He says his country's Poseidon nuclear underwater drone could cause a tsunami that would "plunge the British Isles into the depths of the sea" and turn them into a "radioactive desert" (with subs) pic.twitter.com/usElgqHeIG— Francis Scarr (@francis_scarr) May 1, 2022 Margarita Simonyan, ritstjóri ríkismiðilsins RT, sagði þar að auki í síðasta mánuði að líklegasta útkoman í innrás Rússa í Úkraínu væru kjarnorkustríð. Hún sagði að miðað við það sem hún vissi um „leiðtoga okkar“ [Pútín] myndu Rússar frekar nota kjarnorkuvopn en tapa í Úkraínu. Vladimir Solovyov, sem var í sama þætti, sagði það þó í raun vera í lagi, því Rússar myndu fara til himnaríkis á meðan allir aðrir myndu bara drepast. Russian propagandists have already begun to prepare their audiences for World War IIIMargarita Simonyan offers a World War III and nuclear strike as an alternative to losing #Ukraine. Solovyov at the same time agrees with her: "we will go to heaven, and they will simply die." pic.twitter.com/ouh4HA515e— NEXTA (@nexta_tv) April 28, 2022 Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Rússar sagðir hafa áhyggjur af framferði hermanna þeirra í Maríupól Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. 19. maí 2022 10:02 Vaktin: Marin segir aðildarumsóknina gjörning í þágu friðar Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur varað við því að fæðuskortur vegna átakanna í Úkraínu gæti varað í mörg ár og valdið hungursneyð víða um heim. 19. maí 2022 06:47 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Hún hélt því fram að í stað þess að hóta notkun kjarnorkuvopna hefðu Rússar ávallt varað aðra við því að hóta notkun slíkra vopna, samkvæmt ríkismiðlinum RIA. Zakharova er í stuttu máli sagt að ljúga. Háttsettir rússneskir stjórnmála- og embættismenn hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna á undanförnum mánuðum og það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er meðal þeirra sem hafa hótað notkun kjarnorkuvopna, þó hann hafi gert það undir rós. Hótaði alvarlegustu afleiðingum sögunnar Í ræðu sem hann hélt þann 24. febrúar þegar hann tilkynnti innrás Rússa í Úkraínu, sagði hann að ef einhver myndi reyna að standa í vegi Rússa myndi það hafa alvarlegri afleiðingar en hefðu áður sést í heiminum, sem er augljós hótun notkun kjarnorkuvopna. Þremur dögum síðar lýsti hann því opinberlega yfir að hann hefði sett þann herafla sem heldur utan um kjarnorkuvopn Rússlands í aukna viðbragðsstöðu. President Vladimir Putin threatened consequences you have never faced in your history for anyone who tries to interfere with us. His speech, intended to justify the invasion of Ukraine, seemed to come close to threatening nuclear war. https://t.co/98DJWNFYOo pic.twitter.com/AEUXpmJ2Uy— The New York Times (@nytimes) February 24, 2022 Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti og fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, sem situr nú í þjóðaröryggisráði landsins, sagði í mars að Rússar gætu skotið kjarnorkuvopnum á andstæðinga sína að fyrra bragði. Það væri réttur Rússlands. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti því yfir undir lok aprílmánaðar að hættan á kjarnorkustríði vegna innrásarinnar í Úkraínu væri mikil. Ekki væri hægt að vanmeta hana og líkti hann ástandinu við Kúbu-deiluna árið 1962, að því leyti undanskildu að nú væru fáar reglur um kjarnorkuvopn í gildi. Sýndi myndband af Bretlandseyjum sökkva Svo er vert að taka fram að í mars sýndi einn þáttastjórnandi ríkisrekinnar sjónvarpsstöðvar tölvuteiknað myndband sem sýndi mögulega kjarnorkuvopnaárás Rússa gegn Bretum og hvernig Rússar notuðu kjarnorkuvopn til að sökkva Bretlandseyjum. It's Sunday night in Russia which means that state TV's Dmitry Kiselyov is talking about Russia using its nukesThis time, with the help of a terrifying cartoon, he claims that "one Sarmat missile is enough to sink the British Isles" (with subs) pic.twitter.com/NqbQfkm6rX— Francis Scarr (@francis_scarr) May 1, 2022 Fyrr í þessari viku gaf sami maður í skyn að aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu gæti endað með kjarnorkuárásum á ríkin. Sá þáttastjórnandi, sem heitir Dmitry Kiselyov og er sagður náinn bandamaður Kreml, sagði að Bretar ættu ekki að leika sér að Rússum. Það þyrfti bara eina eldflaug til að sökkva eyjunum. Hann hefur einni sagt að Rússar gætu gert Bretlandseyjar að geislavirkri eyðimörk. And another nuclear threat to the UK from Russian state TV's Dmitry Kiselyov:He says his country's Poseidon nuclear underwater drone could cause a tsunami that would "plunge the British Isles into the depths of the sea" and turn them into a "radioactive desert" (with subs) pic.twitter.com/usElgqHeIG— Francis Scarr (@francis_scarr) May 1, 2022 Margarita Simonyan, ritstjóri ríkismiðilsins RT, sagði þar að auki í síðasta mánuði að líklegasta útkoman í innrás Rússa í Úkraínu væru kjarnorkustríð. Hún sagði að miðað við það sem hún vissi um „leiðtoga okkar“ [Pútín] myndu Rússar frekar nota kjarnorkuvopn en tapa í Úkraínu. Vladimir Solovyov, sem var í sama þætti, sagði það þó í raun vera í lagi, því Rússar myndu fara til himnaríkis á meðan allir aðrir myndu bara drepast. Russian propagandists have already begun to prepare their audiences for World War IIIMargarita Simonyan offers a World War III and nuclear strike as an alternative to losing #Ukraine. Solovyov at the same time agrees with her: "we will go to heaven, and they will simply die." pic.twitter.com/ouh4HA515e— NEXTA (@nexta_tv) April 28, 2022
Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Rússar sagðir hafa áhyggjur af framferði hermanna þeirra í Maríupól Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. 19. maí 2022 10:02 Vaktin: Marin segir aðildarumsóknina gjörning í þágu friðar Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur varað við því að fæðuskortur vegna átakanna í Úkraínu gæti varað í mörg ár og valdið hungursneyð víða um heim. 19. maí 2022 06:47 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Rússar sagðir hafa áhyggjur af framferði hermanna þeirra í Maríupól Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. 19. maí 2022 10:02
Vaktin: Marin segir aðildarumsóknina gjörning í þágu friðar Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur varað við því að fæðuskortur vegna átakanna í Úkraínu gæti varað í mörg ár og valdið hungursneyð víða um heim. 19. maí 2022 06:47