Finnur: Mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en Pavel er sá besti Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2022 12:00 Pavel Ermolinski smellir kossi á verðlaunagripinn sem hann þekkir svo vel. vísir/bára Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson lýsti Pavel Ermolinski sem besta leikmanni sögunnar í íslensku deildakeppninni í körfubolta, eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar með Val í gær. Finnur stýrði KR til fimm Íslandsmeistaratitla í röð á árunum 2014-2018 og sá svo til þess að 39 ára bið Vals eftir Íslandsmeistaratitli lyki í gær með sigrinum á Tindastóli í oddaleik. Alla titlana hefur Finnur unnið sem þjálfari Pavels sem í gær varð Íslandsmeistari í áttunda sinn, og í fyrsta sinn með öðru liði en KR. „Pavel Ermolinski á rosalega stóran þátt í þessu. Jú, jú, ég sem þjálfari er flottur en ég er með klárasta aðstoðarþjálfara landsins,“ sagði Finnur í Subway Körfuboltakvöldi á Hlíðarenda í gærkvöld. Klippa: Finnur dásamaði Pavel „Hvernig hann stígur inn, les leikinn, varnarleikurinn er mikið til frá honum, orkan sem kemur og þessi „presence“ sem hann er með… Þetta var erfið sería fyrir hann, við vitum að honum líður ekki endilega best með það í dag að fara á hringinn, en þessi vilji og þróttur í gæjanum…“ sagði Finnur og beindi svo orðum sínum að tífalda Íslandsmeistaranum Teiti Örlygssyni sem sat við borðið: „Það er mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en ég ætla að setja Pavel sem besta leikmann deildakeppninnar hér heima. Bara út frá hans „dominance“ á mörgum sviðum. Hvernig hann getur haft áhrif á leikinn. Þetta var Pavels sagan hérna. Það þarf bara að koma fram aftur og aftur hversu þakklátur gæi eins og ég er fyrir að hafa fengið að vera í kringum hann,“ sagði Finnur. Pavel Ermolinski vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR en skipti yfir til Vals árið 2019 og á stóran þátt í ógnarhröðum uppgangi liðsins.vísir/bára Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Valur Körfubolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Finnur stýrði KR til fimm Íslandsmeistaratitla í röð á árunum 2014-2018 og sá svo til þess að 39 ára bið Vals eftir Íslandsmeistaratitli lyki í gær með sigrinum á Tindastóli í oddaleik. Alla titlana hefur Finnur unnið sem þjálfari Pavels sem í gær varð Íslandsmeistari í áttunda sinn, og í fyrsta sinn með öðru liði en KR. „Pavel Ermolinski á rosalega stóran þátt í þessu. Jú, jú, ég sem þjálfari er flottur en ég er með klárasta aðstoðarþjálfara landsins,“ sagði Finnur í Subway Körfuboltakvöldi á Hlíðarenda í gærkvöld. Klippa: Finnur dásamaði Pavel „Hvernig hann stígur inn, les leikinn, varnarleikurinn er mikið til frá honum, orkan sem kemur og þessi „presence“ sem hann er með… Þetta var erfið sería fyrir hann, við vitum að honum líður ekki endilega best með það í dag að fara á hringinn, en þessi vilji og þróttur í gæjanum…“ sagði Finnur og beindi svo orðum sínum að tífalda Íslandsmeistaranum Teiti Örlygssyni sem sat við borðið: „Það er mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en ég ætla að setja Pavel sem besta leikmann deildakeppninnar hér heima. Bara út frá hans „dominance“ á mörgum sviðum. Hvernig hann getur haft áhrif á leikinn. Þetta var Pavels sagan hérna. Það þarf bara að koma fram aftur og aftur hversu þakklátur gæi eins og ég er fyrir að hafa fengið að vera í kringum hann,“ sagði Finnur. Pavel Ermolinski vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR en skipti yfir til Vals árið 2019 og á stóran þátt í ógnarhröðum uppgangi liðsins.vísir/bára Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Valur Körfubolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira