Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. maí 2022 23:00 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, formaður starfshópsins og aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. Starfshópurinn, sem var skipaður af forsætisráðherra í febrúar, kynnti niðurstöður sínar í dag en alls voru lagðar fram 28 tillögur að umbætum í sjö flokkum. Um er að ræða aðgerðir sem miða að því að auka framboð til að mæta uppsafnaðri og fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa til skemmri og lengri tíma, stuðla að auknum stöðugleika og bæta almennt stöðuna á húsnæðismarkaði. Mikil óvissa er nú til staðar þar sem eftirspurnin er töluvert meiri en framboðið og íbúðaverð heldur áfram að hækka. Því sé mikilvægt að bregðast við. „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni, þetta tekur allt tíma,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, formaður starfshópsins og aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Að leggja áherslu á trygga uppbyggingu og stöðuga uppbyggingu, það er í rauninni eina meðalið sem er hægt að koma með núna inn á þennan markað, það er aukið framboð,“ segir hún enn fremur. Til þess að örva framboðið þurfi að efla áætlanagerð, samþætta ferla, endurskoða löggjöf, tryggja uppbyggingu samgönguinnviða, auka húsnæðisöryggi leigjenda og lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum. Nauðsynlegt að byggja mikið Fyrsta tillaga starfshópsins er að ríkið og sveitarfélög geri samkomulag um uppbyggingu 35 þúsund íbúða á landsvísu á næstu tíu árum. „Það þarf algjörlega að spýta í og það er í rauninni það sem við sem við erum að reyna að tryggja núna með því að leggja það til að ríki og sveitarfélög geri þennan rammasamning og geri síðan samninga á þeim grundvelli, það er að tryggja þessa uppbyggingu, þessa nauðsynlegu uppbyggingu,“ segir Anna Byggja þarf fjögur þúsund íbúðir á hverju ári næstu fimm árin og þrjú þúsund á ári næstu fimm ár þar á eftir til að áætlunin gangi eftir. Bráðabirgðatölur sýna að um 3.200 íbúðir voru byggðar í fyrra en áætlað er að tæplega 2.800 íbúðir verði byggðar í ár og tæplega 3.100 árið 2023. „Það þarf að byggja meira og það er ekki nóg að byggja bara meira heldur þurfum við líka að tryggja íbúðir sem eru á viðráðanlegu verði, það er að segja hagkvæmar íbúðir,“ segir Anna. Á grundvelli tillagnanna munu stjórnvöld nú þegar leggja áherslu á aukna uppbyggingu íbúða, endurbættan húsnæðisstuðning og bætta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda. Þó það kunni að taka tíma að framkvæma þær aðgerðir sem starfshópurinn leggur til eru bjartari tímar fram undan. „Við erum að vonast til þess að ef það er bara yfirlýst markmið og yfirlýst áætlun um uppbyggingu, að þá sé líka aukinn fyrirsjáanleiki með það og fólk aðeins róist. Það er ekki verið að selja síðustu íbúðina, það eru að koma fleiri,“ segir Anna. Húsnæðismál Leigumarkaður Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59 Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. 19. maí 2022 10:01 Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Starfshópurinn, sem var skipaður af forsætisráðherra í febrúar, kynnti niðurstöður sínar í dag en alls voru lagðar fram 28 tillögur að umbætum í sjö flokkum. Um er að ræða aðgerðir sem miða að því að auka framboð til að mæta uppsafnaðri og fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa til skemmri og lengri tíma, stuðla að auknum stöðugleika og bæta almennt stöðuna á húsnæðismarkaði. Mikil óvissa er nú til staðar þar sem eftirspurnin er töluvert meiri en framboðið og íbúðaverð heldur áfram að hækka. Því sé mikilvægt að bregðast við. „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni, þetta tekur allt tíma,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, formaður starfshópsins og aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Að leggja áherslu á trygga uppbyggingu og stöðuga uppbyggingu, það er í rauninni eina meðalið sem er hægt að koma með núna inn á þennan markað, það er aukið framboð,“ segir hún enn fremur. Til þess að örva framboðið þurfi að efla áætlanagerð, samþætta ferla, endurskoða löggjöf, tryggja uppbyggingu samgönguinnviða, auka húsnæðisöryggi leigjenda og lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum. Nauðsynlegt að byggja mikið Fyrsta tillaga starfshópsins er að ríkið og sveitarfélög geri samkomulag um uppbyggingu 35 þúsund íbúða á landsvísu á næstu tíu árum. „Það þarf algjörlega að spýta í og það er í rauninni það sem við sem við erum að reyna að tryggja núna með því að leggja það til að ríki og sveitarfélög geri þennan rammasamning og geri síðan samninga á þeim grundvelli, það er að tryggja þessa uppbyggingu, þessa nauðsynlegu uppbyggingu,“ segir Anna Byggja þarf fjögur þúsund íbúðir á hverju ári næstu fimm árin og þrjú þúsund á ári næstu fimm ár þar á eftir til að áætlunin gangi eftir. Bráðabirgðatölur sýna að um 3.200 íbúðir voru byggðar í fyrra en áætlað er að tæplega 2.800 íbúðir verði byggðar í ár og tæplega 3.100 árið 2023. „Það þarf að byggja meira og það er ekki nóg að byggja bara meira heldur þurfum við líka að tryggja íbúðir sem eru á viðráðanlegu verði, það er að segja hagkvæmar íbúðir,“ segir Anna. Á grundvelli tillagnanna munu stjórnvöld nú þegar leggja áherslu á aukna uppbyggingu íbúða, endurbættan húsnæðisstuðning og bætta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda. Þó það kunni að taka tíma að framkvæma þær aðgerðir sem starfshópurinn leggur til eru bjartari tímar fram undan. „Við erum að vonast til þess að ef það er bara yfirlýst markmið og yfirlýst áætlun um uppbyggingu, að þá sé líka aukinn fyrirsjáanleiki með það og fólk aðeins róist. Það er ekki verið að selja síðustu íbúðina, það eru að koma fleiri,“ segir Anna.
Húsnæðismál Leigumarkaður Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59 Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. 19. maí 2022 10:01 Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59
Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. 19. maí 2022 10:01
Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21