Kynferðisbrotamenn reyni að nálgast börn í auknum mæli á Snapchat Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2022 12:07 Ævar pálmi Pálmasson hjá kynferðisbrotaadeild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Vísir Ábendingum til lögreglu um meinta kynferðisbrotamenn á samskiptaforritinu Snapchat hefur fjölgað á undanförnum árum. Þetta segir lögregla sem telur óvíst hvort lögregla hafi lagalegar heimildir til að loka slíkum reikningum. Brynjar Joensen Creed var í gær dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að meðal annars hafa nauðgað þremur stúlkum undir lögaldri og einnig mörg önnur alvarleg og sérlega svívirðileg kynferðisbrot. Brynjar nálgaðist stúlkurnar á samskiptaforritinu Snapchat og sagði lögregla fyrir dómi að hún hefði fundið kennitölur á um 100 stúlkum sem Brynjar hafi verið í samband við. Lögregla beitti tálbeituaðgerð til að hafa hendur í hári Brynjars. Nánar má lesa um dóminn í fréttinni hér að neðan. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar segir að fjölgun hafi verið í ábendingum til lögreglu um vafasamt fólk sem reynir að nálgast börn á forritinu. „Það er gríðarleg notkun barna á þessum miðli. Við sjáum auknar ábendingar og mál sem við höfum verið með í rannsókn og mál sem hefur verið í fréttum undanfarið sýnir það. Þetta hefur aukist,“ sagði Ævar Pálmi. Nota meintir kynferðisbrotamenn þennan vettvang í meiri mæli en áður? „Já klárlega. Það fylgir aukinni almennri notkun að brotamenn nota þennan vettvang miklu, miklu meira.“ Heimildir lögreglu til þess að aðhafast eru misjafnar eftir eðli máls. „Við getum t.d. út frá heimild brotaþola eða tilkynnanda farið inn á Snapchat reikning þess aðila og aflað gagna, en svo er hægt að afla gagna líka frá Snapchat sjálfu en það er allt þyngra í vöfum og tekur lengri tíma. Þannig við höfum lagalegar heimildir til þess að afla ganga varðandi þetta.“ Óvíst hvort lögregla geti lokað vafasömum aðgöngum Hafið þið lagalegar heimildir til þess að loka svona aðgöngum? „Það yrði þá alltaf að gerast í einhvers konar samvinnu við Snapchat. Ég bara þekki það ekki nógu vel hvort við höfum lagalegar heimildir til þess að loka svona aðgangi, ég held nú ekki svona í fljótu bragði.“ Ævar segir að brotaþolar og meintir brotaþolar noti þennan vettvang í auknum mæli til þess að nálgast börn. Varasamur valmöguleiki á Snapchat Í dóminum sem féll í gær kemur fram að ákærði, Brynjar, hafi lýst því hvernig hann notaði svokallað „quick add“ á Snapchat til þess að komast í samband við fjölda kvenna sem hann þekkti ekki. Getur þú lýst því hvað felst í „quick add“ og hvaða hættur felast í því? „Já við höfum séð það í rannsóknum að þessi „quick add“ valmöguleiki er varasamur. Þá er það þannig að hver sem er getur stofnað Snapchat reikning og sendir vinabeiðni eða addar einhverjum aðila, tökum sem dæmi barni, og þá reiknar algóritminn út þannig að hann fer að stinga upp á öðrum vinum sem eru þá yfirleitt krakkar á sama reki, sem eru vinir barnsins sem var addað fyrst og þá ýtir viðkomandi endalaust á „quick add“ og kastar út neti og bíður eftir að eitthvað barn lendi í því.“ Mikilvægt sé að upplýsa börn um hætturnar sem geta falist í notkun Snapchat . „Fyrst og fremst þarf að upplýsa börn um hætturnar og ekki adda neinum eða smaþykkja neinn sem þau þekkja ekki á þessum miðlum. Ræða af virðingu við börnin, ekki ásaka þau eða skamma þau fyrir eitt né neitt. Ræða við þau á jafningagrundvelli um hætturnar sem þarna leynast.“ Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Brynjar Joensen Creed var í gær dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að meðal annars hafa nauðgað þremur stúlkum undir lögaldri og einnig mörg önnur alvarleg og sérlega svívirðileg kynferðisbrot. Brynjar nálgaðist stúlkurnar á samskiptaforritinu Snapchat og sagði lögregla fyrir dómi að hún hefði fundið kennitölur á um 100 stúlkum sem Brynjar hafi verið í samband við. Lögregla beitti tálbeituaðgerð til að hafa hendur í hári Brynjars. Nánar má lesa um dóminn í fréttinni hér að neðan. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar segir að fjölgun hafi verið í ábendingum til lögreglu um vafasamt fólk sem reynir að nálgast börn á forritinu. „Það er gríðarleg notkun barna á þessum miðli. Við sjáum auknar ábendingar og mál sem við höfum verið með í rannsókn og mál sem hefur verið í fréttum undanfarið sýnir það. Þetta hefur aukist,“ sagði Ævar Pálmi. Nota meintir kynferðisbrotamenn þennan vettvang í meiri mæli en áður? „Já klárlega. Það fylgir aukinni almennri notkun að brotamenn nota þennan vettvang miklu, miklu meira.“ Heimildir lögreglu til þess að aðhafast eru misjafnar eftir eðli máls. „Við getum t.d. út frá heimild brotaþola eða tilkynnanda farið inn á Snapchat reikning þess aðila og aflað gagna, en svo er hægt að afla gagna líka frá Snapchat sjálfu en það er allt þyngra í vöfum og tekur lengri tíma. Þannig við höfum lagalegar heimildir til þess að afla ganga varðandi þetta.“ Óvíst hvort lögregla geti lokað vafasömum aðgöngum Hafið þið lagalegar heimildir til þess að loka svona aðgöngum? „Það yrði þá alltaf að gerast í einhvers konar samvinnu við Snapchat. Ég bara þekki það ekki nógu vel hvort við höfum lagalegar heimildir til þess að loka svona aðgangi, ég held nú ekki svona í fljótu bragði.“ Ævar segir að brotaþolar og meintir brotaþolar noti þennan vettvang í auknum mæli til þess að nálgast börn. Varasamur valmöguleiki á Snapchat Í dóminum sem féll í gær kemur fram að ákærði, Brynjar, hafi lýst því hvernig hann notaði svokallað „quick add“ á Snapchat til þess að komast í samband við fjölda kvenna sem hann þekkti ekki. Getur þú lýst því hvað felst í „quick add“ og hvaða hættur felast í því? „Já við höfum séð það í rannsóknum að þessi „quick add“ valmöguleiki er varasamur. Þá er það þannig að hver sem er getur stofnað Snapchat reikning og sendir vinabeiðni eða addar einhverjum aðila, tökum sem dæmi barni, og þá reiknar algóritminn út þannig að hann fer að stinga upp á öðrum vinum sem eru þá yfirleitt krakkar á sama reki, sem eru vinir barnsins sem var addað fyrst og þá ýtir viðkomandi endalaust á „quick add“ og kastar út neti og bíður eftir að eitthvað barn lendi í því.“ Mikilvægt sé að upplýsa börn um hætturnar sem geta falist í notkun Snapchat . „Fyrst og fremst þarf að upplýsa börn um hætturnar og ekki adda neinum eða smaþykkja neinn sem þau þekkja ekki á þessum miðlum. Ræða af virðingu við börnin, ekki ásaka þau eða skamma þau fyrir eitt né neitt. Ræða við þau á jafningagrundvelli um hætturnar sem þarna leynast.“
Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent