Vaktin: Rússar sakaðir um að stela úkraínsku korni Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Vésteinn Örn Pétursson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. maí 2022 06:53 Selenskí segir Rússa vilja svipta Úkraínumenn öllu, þar á meðal réttinum til lífs. Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. Í ávarpi sínu sagði Selenskí að heimurinn stæði á vendipunkti og að stríðið í Úkraínu myndi ráða til um það hvort heiminum yrði stýrt með valdi eða ekki. Sjá einnig: Segir heiminn á vendipunkti Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu. Þeirra hlutverk yrði að verja sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði og ættu ekki að taka þátt í bardögum á nokkurn hátt. Þessar vangaveltur eru á grunnstigi en sendiráðið var opnað aftur í síðustu viku, eftir að hafa verið lokað í um þrjá mánuði. Líf almennings í Rússlandi hefur tekið miklum breytingum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Refsiaðgerðir séu farnar að taka sinn og einangrun Rússlands og tilheyrandi brottflutningur stórra fyrirtækja hafi kostað fjölmarga lífsviðurværi sitt. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustumála í Varnarmálaráðuneyti Úkraínu, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi lifað af banatilræði fyrir um tveimur mánuðum. Hann staðhæfir að ráðist hafi verið á forsetann. Aðilar frá Kákasusarfjöllum hafi gert það en banatilræðið hafi misheppnast og verið þaggað niður.Staðhæfingu Budanov hefur þó verið mætt af tortryggni. Fastafulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf mun hafa sagt upp í dag vegna stríðsins í Úkraínu. Boris Bondarev segist aldrei hafa skammast sín eins mikið fyrir land sitt og hann gerir nú, þó hann hafi starfað sem erindreki í tuttugu ár. Rússneski hermaðurinn Vadim Shishimarin var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta úkraínskan mann til bana í upphafi innrásar Rússa. Hermaðurinn hafði játað sekt sína. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, munu einnig flytja ávörp í Davos í dag. Stoltenberg á ekki von á öðru en hægt verði að fá Tyrki til að láta af andstöðu við NATO-aðild Svía og Finna. Skipuleggjendur viðburðarins í Davos slitu öll tengsl við rússnesk fyrirtæki og embættismenn í mars og sögðu þá sem sættu refsiaðgerðum vegna innrásarinnar ekki velkomna á ráðstefnuna í ár. Breska varnarmálaráðuneytið segir mannfall í röðum Rússa líklega jafnast á við mannfall meðal sveita Sovétríkjanna í níu ára stríði þeirra í Afganistan. Þetta megi rekja til ýmissa mistaka og skorts á vernd úr lofti. Gera megi ráð fyrir vaxandi óánægju heima fyrir samhliða mannfallinu. Gervihnattamyndir virðast sýna að úkraínsku korni hafi verið skipað upp í rússnesk flutningaskip Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins reiknar með að 2022 verði slæmt ár, efnahagslega, á heimsvísu. Þar spilar stríðið í Úkraínu stórt hlutverk. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin sést ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Í ávarpi sínu sagði Selenskí að heimurinn stæði á vendipunkti og að stríðið í Úkraínu myndi ráða til um það hvort heiminum yrði stýrt með valdi eða ekki. Sjá einnig: Segir heiminn á vendipunkti Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu. Þeirra hlutverk yrði að verja sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði og ættu ekki að taka þátt í bardögum á nokkurn hátt. Þessar vangaveltur eru á grunnstigi en sendiráðið var opnað aftur í síðustu viku, eftir að hafa verið lokað í um þrjá mánuði. Líf almennings í Rússlandi hefur tekið miklum breytingum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Refsiaðgerðir séu farnar að taka sinn og einangrun Rússlands og tilheyrandi brottflutningur stórra fyrirtækja hafi kostað fjölmarga lífsviðurværi sitt. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustumála í Varnarmálaráðuneyti Úkraínu, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi lifað af banatilræði fyrir um tveimur mánuðum. Hann staðhæfir að ráðist hafi verið á forsetann. Aðilar frá Kákasusarfjöllum hafi gert það en banatilræðið hafi misheppnast og verið þaggað niður.Staðhæfingu Budanov hefur þó verið mætt af tortryggni. Fastafulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf mun hafa sagt upp í dag vegna stríðsins í Úkraínu. Boris Bondarev segist aldrei hafa skammast sín eins mikið fyrir land sitt og hann gerir nú, þó hann hafi starfað sem erindreki í tuttugu ár. Rússneski hermaðurinn Vadim Shishimarin var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta úkraínskan mann til bana í upphafi innrásar Rússa. Hermaðurinn hafði játað sekt sína. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, munu einnig flytja ávörp í Davos í dag. Stoltenberg á ekki von á öðru en hægt verði að fá Tyrki til að láta af andstöðu við NATO-aðild Svía og Finna. Skipuleggjendur viðburðarins í Davos slitu öll tengsl við rússnesk fyrirtæki og embættismenn í mars og sögðu þá sem sættu refsiaðgerðum vegna innrásarinnar ekki velkomna á ráðstefnuna í ár. Breska varnarmálaráðuneytið segir mannfall í röðum Rússa líklega jafnast á við mannfall meðal sveita Sovétríkjanna í níu ára stríði þeirra í Afganistan. Þetta megi rekja til ýmissa mistaka og skorts á vernd úr lofti. Gera megi ráð fyrir vaxandi óánægju heima fyrir samhliða mannfallinu. Gervihnattamyndir virðast sýna að úkraínsku korni hafi verið skipað upp í rússnesk flutningaskip Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins reiknar með að 2022 verði slæmt ár, efnahagslega, á heimsvísu. Þar spilar stríðið í Úkraínu stórt hlutverk. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin sést ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Sjá meira