Freyr stýrði Lyngby upp í úrvalsdeild | Aron lagði upp er Horsens fór einnig upp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2022 19:06 Fögnuður Lyngby var ósvikinn í leikslok. Twitter@LyngbyBoldklub Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby munu leika í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Sætið var tryggt með 1-1 jafntefli gegn Nyköbing á útivelli í kvöld. Þá lagði Aron Sigurðarson upp eitt marka Horsens er liðið vann 4-0 útisigur á Fredericia og tryggði sér einnig sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Freyr tók við Lyngby fyrir komandi tímabil og var stefnan strax sett á að fara upp um deild þó svo að félagið hefði misst stóran hluta leikmannahópsins. Freyr sótti til að mynda Sævar Atla Magnússon til Leiknis Reykjavíkur en hann hóf leik kvöldsins á bekknum. Lyngby komst yfir eftir rúmlega stundarfjórðung gegn Nyköbing. Varnarmaðurinn Rasmus Pedersen með markið. Það virtist allt ætla að stefna í að það yrði eina mark leiksins en heimamenn jöfnuðu í blálokin. Lokatölur 1-1 en þar sem Hvidovre vann Helsingör þá er Lyngby komið upp þegar ein umferð er eftir af dönsku B-deildinni. Sævar Atli spilaði 20 mínútur í leik kvöldsins. SU-SU SUPERLIGA! VI ER TILBAAAAAAAGE #SammenforLyngby pic.twitter.com/45hOEt5KoE— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 23, 2022 Horsens tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni með stæl en liðið vann frábæran 4-0 útisigur á Fredericia. Aron Sigurðarson lagði upp annað mark liðsins á 27. mínútu en staðan var 2-0 gestunum í vil í hálfleik. Mark snemma í síðari hálfleik gulltryggði í raun sigurinn en fjórða markið kom undir lok leiks. Aron var tekinn af velli á 73. mínútu. Lokaumferð umspils dönsku B-deildarinnar fer fram á sunnudag en þar kemur í ljós hvaða lið vinnur B-deildina. Horsens er með pálmann í höndunum en liðinu dugir jafntefli til að tryggja sér sigur í deildinni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Sjá meira
Freyr tók við Lyngby fyrir komandi tímabil og var stefnan strax sett á að fara upp um deild þó svo að félagið hefði misst stóran hluta leikmannahópsins. Freyr sótti til að mynda Sævar Atla Magnússon til Leiknis Reykjavíkur en hann hóf leik kvöldsins á bekknum. Lyngby komst yfir eftir rúmlega stundarfjórðung gegn Nyköbing. Varnarmaðurinn Rasmus Pedersen með markið. Það virtist allt ætla að stefna í að það yrði eina mark leiksins en heimamenn jöfnuðu í blálokin. Lokatölur 1-1 en þar sem Hvidovre vann Helsingör þá er Lyngby komið upp þegar ein umferð er eftir af dönsku B-deildinni. Sævar Atli spilaði 20 mínútur í leik kvöldsins. SU-SU SUPERLIGA! VI ER TILBAAAAAAAGE #SammenforLyngby pic.twitter.com/45hOEt5KoE— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 23, 2022 Horsens tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni með stæl en liðið vann frábæran 4-0 útisigur á Fredericia. Aron Sigurðarson lagði upp annað mark liðsins á 27. mínútu en staðan var 2-0 gestunum í vil í hálfleik. Mark snemma í síðari hálfleik gulltryggði í raun sigurinn en fjórða markið kom undir lok leiks. Aron var tekinn af velli á 73. mínútu. Lokaumferð umspils dönsku B-deildarinnar fer fram á sunnudag en þar kemur í ljós hvaða lið vinnur B-deildina. Horsens er með pálmann í höndunum en liðinu dugir jafntefli til að tryggja sér sigur í deildinni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Sjá meira