Hefur endað tíu ára bið eftir titli tvö tímabil í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 17:00 Mike Maignan fagnar sigri á útivelli á móti Sassuolo en þar tryggði AC Milan sér titilinn í lokaumferðinni. EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI Franski markvörðurinn Mike Maignan er kannski ekki sá þekktasti í boltanum en frammistaða hans undanfarin ár er langt komin með að breyta því. Maignan hefur fagnað titli í tveimur löndum á síðustu tveimur leiktíðum og báðir voru það titlar sem hafa ekki verið að vinnast á hverjum degi. Maignan varð franskur meistari með Lille í fyrravetur og nú ítalskur meistari með AC Milan í vetur. AC Milan var að enda ellefu ára við eftir ítalska meistaratitlinum og Lille hafði ekki unnið franska meistaratitilinn í tíu ár. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Maignan hélt oftast hreinu af öllum markvörðum beggja deilda á þessum meistaratímabilum. Hann hélt marki Lille hreinu í 21 leik sem var aðeins einum leik frá metinu. Liðinu tókst líka að vinna stjörnum prýtt lið Paris Saint Germain í baráttunni um titilinn. Maignan átti líka mikinn þátt í sigri AC Milan, hann varði meðal annars nokkrum sinnum frábærlega í innbyrðis leiknum á móti Internazionale í febrúar og þá lagði hann upp eina mark leiksins í sigri AC Milan á Sampdoria viku síðar. Maignan er 26 ára gamall og kemur upp úr unglingastarfi Paris Saint-Germain. Hann fékk aftur á móti aldrei að spreyta sig með aðalliði félagsins og skipti yfir í Lille. Hann lék með Lille í sex tímabil en varð ekki aðalmarkvörður liðsins fyrr en 2017-18 tímabilið. Hann fór til AC Milan sumarið 2021 fyrir 14,4 milljónir evra og gerði þá fimm ára samning við ítalska félagið. Maignan hefur spilað tvo A-landsleiki fyrir Frakka og var í EM-hóp Frakka í fyrra. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Ítalski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira
Maignan hefur fagnað titli í tveimur löndum á síðustu tveimur leiktíðum og báðir voru það titlar sem hafa ekki verið að vinnast á hverjum degi. Maignan varð franskur meistari með Lille í fyrravetur og nú ítalskur meistari með AC Milan í vetur. AC Milan var að enda ellefu ára við eftir ítalska meistaratitlinum og Lille hafði ekki unnið franska meistaratitilinn í tíu ár. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Maignan hélt oftast hreinu af öllum markvörðum beggja deilda á þessum meistaratímabilum. Hann hélt marki Lille hreinu í 21 leik sem var aðeins einum leik frá metinu. Liðinu tókst líka að vinna stjörnum prýtt lið Paris Saint Germain í baráttunni um titilinn. Maignan átti líka mikinn þátt í sigri AC Milan, hann varði meðal annars nokkrum sinnum frábærlega í innbyrðis leiknum á móti Internazionale í febrúar og þá lagði hann upp eina mark leiksins í sigri AC Milan á Sampdoria viku síðar. Maignan er 26 ára gamall og kemur upp úr unglingastarfi Paris Saint-Germain. Hann fékk aftur á móti aldrei að spreyta sig með aðalliði félagsins og skipti yfir í Lille. Hann lék með Lille í sex tímabil en varð ekki aðalmarkvörður liðsins fyrr en 2017-18 tímabilið. Hann fór til AC Milan sumarið 2021 fyrir 14,4 milljónir evra og gerði þá fimm ára samning við ítalska félagið. Maignan hefur spilað tvo A-landsleiki fyrir Frakka og var í EM-hóp Frakka í fyrra. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Ítalski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira