Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2022 13:50 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að varla hafi komið til greina að mynda vinstri-meirihluta í borginni vegna útilokana VG og Sósíalista. Vísir/Ragnar Visage Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. Framsóknarflokkur, Samfylking, Viðreisn og Píratar boðuðu klukkan ellefu í dag til blaðamannafunds í Grósku til þess að tilkynna að flokkarnir hefðu formlega hafið meirihlutaviðræður í borginni. Borgarstjóri segir viðræðurnar leggjast vel í sig. „Þær leggjast bara mjög vel í mig. Ég held að í þessari flóknu stöðu hafi verið hollt að þessar þreifingar milli flokka fengju tíma og mér hefur fundist það kristallast að það er mjög góð málefnaleg samleið með þessum flokkum,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki getað myndað meirihluta Tíu dagar eru liðnir síðan niðurstöður kosninga lágu fyrir og engar formlegar viðræður verið boðaðar í borginni fyrr en nú. Dagur segir að vilji hafi verið fyrir að Sjálfstæðisflokkur gæti reynt á að ná meirihluta. „Ég held að það hafi verið ákveðinn vilji til þess að láta á það reyna hvort Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð tólf manna meirihluta og ég held að það hafi komið á daginn að svo væri ekki,“ segir Dagur. „Síðan hefur á hinn bóginn tíminn notaður til að kanna málefnalegan grundvöll fyrir meðal annars þennan meirihluta. Ég held að niðurstaðan sé sú að þetta geti orðið sterkasti meirihlutinn utan um þær meginlínur sem komu út úr kosningunum. Ég hlakka til næstu daga, að setjast niður og fara yfir málin með þessum góða hópi.“ Hann segir meginverkefnið nú að stilla saman strengi og mynda sterkt samkomulag milli flokkanna. „Það þarf auðvitað að stilla saman strengi. Þetta eru fjórir ólíkir flokkar þó þeir eigi margt sameiginlegt málefnalega. Ég er hins vegar bjartsýnn á að það geti gengið en við erum að setjast niður og ætlum að gefa okkur góðan tíma í að fara yfir þetta því við erum auðvitað ekki bara að tala um einhverjar vikur eða einstaka ákvarðanir heldur er þetta fjögurra ára samstarf og mikilvægt að leggja góðan grundvöll að því,“ segir Dagur. Ekki tímabært að krefjast embætta Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni hefur lýst því yfir að hann muni ekki gera þá kröfu að fá borgarstjórastólinn áður en viðræður hefjast, þrátt fyrir kröfur Framsóknarmanna um það. Dagur segist ekki geta sagt til um hver niðurstaðan í því verði. „Það er auðvitað ekki þannig í borgarstjórnarkosningum að það sé kosið um einstök embætti. Við vitum að um 35% Reykvíkinga sögðust í könnunum vilja að ég yrði borgarstjóri en það skiptir ekki máli heldur nú,“ segir Dagur. Aðalmálið sé að flokkarnir komist að samkomulagi um málefnin. „Og síðan verkaskiptingu þannig að allir geti vel við unað og hópurinn hafi þann slagkraft sem þarf til þass að vinna að þróun borgarinnar í góða átt. Við munum fara yfir þessi verkaskiptingamál, þar á meðal yfir hugmyndir eins og þessar þegar þar að kemur og ótímabært í raun að kommentera á eitthvað í þá veru nú.“ Áherslum Samfylkingar vel borgið í samstarfi BSPC Hann segir að jafnaðarstefnan muni fá að njóta sín þrátt fyrir að flokkurinn sé í samstarfi við flokka sem eru meira á miðjunni og hægra megin við miðju. „Við erum hér í viðræðum við flokka sem eru á miðjunni og aðeins hægra megin við miðju. Við auðvitað pössum upp á velferðina, við pössum upp á skólamálin, við pössum upp á jöfnuð. Við erum jafnaðarmannaflokkur og erum það í þessu samstarfi eins og öðru samstarfi, að vinna að okkar áherslum. Það er hægt að treysta jafnaðarfólki í Reykjavík vel fyrir því að passa upp á þessa hluti í þessu samstarfi,“ segir Dagur. Aðspurður hvers vegna ekki var reynt frekar á meirihlutasamstarf til vinstri segir Dagur það hafa verið útilokað nær strax. Vinstri græn tilkynntu það daginn eftir kosningar að þau vildu ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi og Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalista útilokaði samstarf við Viðreisn sömuleiðis. „Þannig að það kannski reyndi aldrei verulega á meirihluta í þá átt af þessum sökum,“ segir Dagur. „Ég held að sá meirihluti sem er að setjast niður núna og freista þess að ná utan um málefnasamstarf sé álitlegur vegna þess að hann er með þrettán borgarfulltrúa, hann er með mjög mörg sameiginleg mál og sameiginlega sýn á mjög mörg mál þannig að áherslum Samfylkingarinnar ætti að vera mjög vel borgið í þessu samstarfi ef það næst saman.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Tengdar fréttir Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga. 24. maí 2022 13:22 Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. 24. maí 2022 13:09 Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. 24. maí 2022 11:59 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Framsóknarflokkur, Samfylking, Viðreisn og Píratar boðuðu klukkan ellefu í dag til blaðamannafunds í Grósku til þess að tilkynna að flokkarnir hefðu formlega hafið meirihlutaviðræður í borginni. Borgarstjóri segir viðræðurnar leggjast vel í sig. „Þær leggjast bara mjög vel í mig. Ég held að í þessari flóknu stöðu hafi verið hollt að þessar þreifingar milli flokka fengju tíma og mér hefur fundist það kristallast að það er mjög góð málefnaleg samleið með þessum flokkum,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki getað myndað meirihluta Tíu dagar eru liðnir síðan niðurstöður kosninga lágu fyrir og engar formlegar viðræður verið boðaðar í borginni fyrr en nú. Dagur segir að vilji hafi verið fyrir að Sjálfstæðisflokkur gæti reynt á að ná meirihluta. „Ég held að það hafi verið ákveðinn vilji til þess að láta á það reyna hvort Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð tólf manna meirihluta og ég held að það hafi komið á daginn að svo væri ekki,“ segir Dagur. „Síðan hefur á hinn bóginn tíminn notaður til að kanna málefnalegan grundvöll fyrir meðal annars þennan meirihluta. Ég held að niðurstaðan sé sú að þetta geti orðið sterkasti meirihlutinn utan um þær meginlínur sem komu út úr kosningunum. Ég hlakka til næstu daga, að setjast niður og fara yfir málin með þessum góða hópi.“ Hann segir meginverkefnið nú að stilla saman strengi og mynda sterkt samkomulag milli flokkanna. „Það þarf auðvitað að stilla saman strengi. Þetta eru fjórir ólíkir flokkar þó þeir eigi margt sameiginlegt málefnalega. Ég er hins vegar bjartsýnn á að það geti gengið en við erum að setjast niður og ætlum að gefa okkur góðan tíma í að fara yfir þetta því við erum auðvitað ekki bara að tala um einhverjar vikur eða einstaka ákvarðanir heldur er þetta fjögurra ára samstarf og mikilvægt að leggja góðan grundvöll að því,“ segir Dagur. Ekki tímabært að krefjast embætta Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni hefur lýst því yfir að hann muni ekki gera þá kröfu að fá borgarstjórastólinn áður en viðræður hefjast, þrátt fyrir kröfur Framsóknarmanna um það. Dagur segist ekki geta sagt til um hver niðurstaðan í því verði. „Það er auðvitað ekki þannig í borgarstjórnarkosningum að það sé kosið um einstök embætti. Við vitum að um 35% Reykvíkinga sögðust í könnunum vilja að ég yrði borgarstjóri en það skiptir ekki máli heldur nú,“ segir Dagur. Aðalmálið sé að flokkarnir komist að samkomulagi um málefnin. „Og síðan verkaskiptingu þannig að allir geti vel við unað og hópurinn hafi þann slagkraft sem þarf til þass að vinna að þróun borgarinnar í góða átt. Við munum fara yfir þessi verkaskiptingamál, þar á meðal yfir hugmyndir eins og þessar þegar þar að kemur og ótímabært í raun að kommentera á eitthvað í þá veru nú.“ Áherslum Samfylkingar vel borgið í samstarfi BSPC Hann segir að jafnaðarstefnan muni fá að njóta sín þrátt fyrir að flokkurinn sé í samstarfi við flokka sem eru meira á miðjunni og hægra megin við miðju. „Við erum hér í viðræðum við flokka sem eru á miðjunni og aðeins hægra megin við miðju. Við auðvitað pössum upp á velferðina, við pössum upp á skólamálin, við pössum upp á jöfnuð. Við erum jafnaðarmannaflokkur og erum það í þessu samstarfi eins og öðru samstarfi, að vinna að okkar áherslum. Það er hægt að treysta jafnaðarfólki í Reykjavík vel fyrir því að passa upp á þessa hluti í þessu samstarfi,“ segir Dagur. Aðspurður hvers vegna ekki var reynt frekar á meirihlutasamstarf til vinstri segir Dagur það hafa verið útilokað nær strax. Vinstri græn tilkynntu það daginn eftir kosningar að þau vildu ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi og Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalista útilokaði samstarf við Viðreisn sömuleiðis. „Þannig að það kannski reyndi aldrei verulega á meirihluta í þá átt af þessum sökum,“ segir Dagur. „Ég held að sá meirihluti sem er að setjast niður núna og freista þess að ná utan um málefnasamstarf sé álitlegur vegna þess að hann er með þrettán borgarfulltrúa, hann er með mjög mörg sameiginleg mál og sameiginlega sýn á mjög mörg mál þannig að áherslum Samfylkingarinnar ætti að vera mjög vel borgið í þessu samstarfi ef það næst saman.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Tengdar fréttir Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga. 24. maí 2022 13:22 Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. 24. maí 2022 13:09 Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. 24. maí 2022 11:59 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga. 24. maí 2022 13:22
Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. 24. maí 2022 13:09
Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. 24. maí 2022 11:59