Vaktin: Utanríkisráðherra Úkraínu húðskammar NATO Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. maí 2022 07:18 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. Laurent Gillieron/Keystone via AP Gífurlega harðir bardagar geisa í Austur-Úkraínu, þar sem úkraínskir hermenn eru undir miklu álagi. Ráðamenn í Kænugarði segja tafir á vopnasendingum hafa komið niður á vörnum þeirra og segjast þurfa fleiri, stærri og betri vopn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Talsmaður Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, segir Rússa vera allt að sjö sinnum fleiri en Úkraínumenn á sumum átakasvæðum í Austur-Úkraínu. Gífurlega harðir bardagar geisa þar og hefur Rússum vaxið ásmegin á undanförnum dögum. María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir að tillögur Ítala að friðarsáttmála í Úkraínu vera draumóra sem erfitt væri að taka af alvöru. Þetta sagði hún á sama tíma og hún sagði að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki séð tillögurnar enn en afstaða hennar tók mið af fréttaflutningi af tillögunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum lokuðu í dag á leið sem Rússar hafa notað til að greiða alþjóðlegar skuldir sínar. Rússar stefna því í formleg vanskil í fyrsta sinn í rúma öld en segjast þó eiga næga peninga til að borga af skuldum. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa freista þess að rústa Donbas og Sergiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir þá vera að þurrka borgina Severodonetsk út með linnulausum árásum. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð þremur bæjum í Donetsk á sitt vald í gær. 200 lík hafa fundist í kjallara fjölbýlishúss í Maríupól. Samkvæmt nýrri könnun segjast 82 prósent Úkraínumanna ekki reiðubúnir til að gefa eftir landsvæði til Rússa til að greiða fyrir friðarviðræðum. Tyrkneskir embættismenn munu taka á móti sendinefndum frá Svíþjóð og Finnlandi í dag til að ræða umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Auðkýfingurinn George Soros sagði í gær að innrás Rússa í Úkraínu gæti markað upphaf þriðju heimstyrjaldarinnar og endaloka siðmenningarinnar. Hann sagði einvaldsstjórnir í sókn á heimsvísu og að hagkerfi heimsins væri að sigla inn í kreppu. Ný lög sem rússneska þingið hefur samþykkt rýmkar aldursbilið inn í rússneska herinn, úr 18-40 ára fyrir Rússa og 18-30 ára fyrir útlendinga, í 18-50 ára fyrir alla. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur sakað NATO um að gera ekkert þegar kemur að stríðinu í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Talsmaður Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, segir Rússa vera allt að sjö sinnum fleiri en Úkraínumenn á sumum átakasvæðum í Austur-Úkraínu. Gífurlega harðir bardagar geisa þar og hefur Rússum vaxið ásmegin á undanförnum dögum. María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir að tillögur Ítala að friðarsáttmála í Úkraínu vera draumóra sem erfitt væri að taka af alvöru. Þetta sagði hún á sama tíma og hún sagði að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki séð tillögurnar enn en afstaða hennar tók mið af fréttaflutningi af tillögunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum lokuðu í dag á leið sem Rússar hafa notað til að greiða alþjóðlegar skuldir sínar. Rússar stefna því í formleg vanskil í fyrsta sinn í rúma öld en segjast þó eiga næga peninga til að borga af skuldum. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa freista þess að rústa Donbas og Sergiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir þá vera að þurrka borgina Severodonetsk út með linnulausum árásum. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð þremur bæjum í Donetsk á sitt vald í gær. 200 lík hafa fundist í kjallara fjölbýlishúss í Maríupól. Samkvæmt nýrri könnun segjast 82 prósent Úkraínumanna ekki reiðubúnir til að gefa eftir landsvæði til Rússa til að greiða fyrir friðarviðræðum. Tyrkneskir embættismenn munu taka á móti sendinefndum frá Svíþjóð og Finnlandi í dag til að ræða umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Auðkýfingurinn George Soros sagði í gær að innrás Rússa í Úkraínu gæti markað upphaf þriðju heimstyrjaldarinnar og endaloka siðmenningarinnar. Hann sagði einvaldsstjórnir í sókn á heimsvísu og að hagkerfi heimsins væri að sigla inn í kreppu. Ný lög sem rússneska þingið hefur samþykkt rýmkar aldursbilið inn í rússneska herinn, úr 18-40 ára fyrir Rússa og 18-30 ára fyrir útlendinga, í 18-50 ára fyrir alla. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur sakað NATO um að gera ekkert þegar kemur að stríðinu í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira