„Leikmenn sem hafa skrifað undir hjá liði eins og PSG eru búnir að skrifa undir þrældóm sinn. Fyrir peninga,“ sagði Laporta við L‘Esportiu de Catalunya, staðbundinn miðill í Katalóníu.
Kylian Mbappe skrifaði undir nýjan risa samning við PSG um helgina og neitaði þar með skiptum yfir til Real Madrid í sumar. Sögusagnirnar fóru strax á kreik að Parísar liðið muni losa sig við leikmenn í kjölfarið en eitthvað þarf liðið að gera til vera réttu megin við núllið í fjárhagsreglugerð UEFA, FFP. Laporta ræddi þá m.a. möguleikann á endurkomu Neymar aftur til Barcelona.
„Hver elskar ekki Neymar? Hann er framúrskarandi leikmaður. Allir þessir leikmenn sem mögulega myndu koma aftur til Barcelona verða samt að koma frítt. Við erum ekki í aðstöðu til þess að borga háar fjárhæðir í félagaskipti,“ sagði Laporta en Barcelona hefur verið í fjárhagskrísu síðustu ár eftir að hafa eytt of háum fjárhæðum í launagreiðslur og félagaskipti undanfarin áratug.
Laporta gagnrýndi einnig PSG fyrr að gera Mbappe að launahæsta leikmanni heims með nýja samningi hans við liðið. Laporta líkir aðferðum PSG við mannrán.
„Þetta eyðileggur markaðinn. Leikmönnum verður rænt fyrir peninga. Þetta eru afleiðingar þess þegar heilt ríki er á bak við knattspyrnufélag. Þessi þróun er ekki sjálfbær fyrir fótboltann,“ sagði Joan Laporta, forseti Barcelona.
Barça president Laporta tells @lesportiucat on Neymar: "Who doesn't love Neymar? He's exceptional player... but all these players to return to Barça one day should come for free". 🇧🇷 #FCB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2022
"Players who have signed for clubs like PSG, have almost signed their slavery. For money". pic.twitter.com/z3URK6AIfU