Ákæra ekki lögreglumenn sem klúðruðu máli Nassar Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 10:22 Larry Nassar misnotaði gríðarlegan fjölda fimleikastúlkna undir því yfirskini að ofbeldið væri læknismeðferð, bæði hjá Ríkisháskólanum í Michigan og hjá bandaríska fimleikasambandinu. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að ákæra alríkislögreglumenn sem eru sakaðir um að hafa klúðrað rannsókn á stórfelldum kynferðisbrotum fyrrverandi læknis bandaríska fimleikalandsliðsins. Fleiri en 330 konur hafa sakað Larry Nassar, fyrrverandi lækni við Ríkisháskólann í Michigan og bandaríska fimleikalandsliðsins, um kynferðisbrot. Hann afplánar nú ígildi lífstíðardóms eftir að hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi og vörslu barnakláms. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að alríkislögreglan FBI hefði ekki rannsakað nægilega ásakanir á hendur Nassar þegar þær komu fyrst fram. Mistökin hafi gert Nassar kleift að brjóta á um sjötíu stúlkum til viðbótar áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann loksins. Tveir alríkislögreglumenn lugu einnig að rannsakendum til að hylma yfir mistök sín. Dómsmálaráðuneytið hafði áður ákveðið að ákæra ekki tvo fyrrverandi alríkislögreglumenn fyrir afglöp þeirra en ákvað að taka málið upp aftur í ljósi nýrra sönnunargagna, að sögn Washington Post. Þau breyttu þó ekki fyrri niðurstöðu ráðuneytisins. Í yfirlýsingu sagði ráðuneytið að niðurstaðan þýddi ekki að vel hefði verið staðið að rannsókninni á Nassar eða að framferði fulltrúanna hefði verið eðlilegt. John Manly, lögmaður margra fórnarlamba Nassar, sagði ákvörðun ráðuneytisins óskiljanlega. Alríkislögreglumennirnir hefðu rofið embættiseið sinn og hylmt yfir versta kynferðisbrotamál í sögu íþróttaheimsins. Simone Biles, besta fimleikakona í heimi og eitt fórnarlamba Nassar, lýsti ákvörðuninni sem „sturlaðri“ á Twitter. „Og fólk veltir fyrir sér hvers vegna konur/karlar stíga ekki fram, vegna þess að réttlætinu er aldrei fullnægt,“ tísti hún. and people wonder why women/men don t come forward, because justice is never served this is literally insane to me, we keep suffering at what price? https://t.co/91vf6n9Cgs— Simone Biles (@Simone_Biles) May 27, 2022 Ræddi við forseta fimleikasambandsins um starf Eftir að skrifstofa FBI í Indianapolis, fékk ásakanir á hendur Nassar á sitt borð var ákveðið að láta svæðisskrifstofu í Lansing í Michigan sjá um málið. Engin gögn fundust þó um að það hefði í raun verið gert. Þá lét FBI lögregluyfirvöld í Michigan ekki vita af mögulegum brotum Nassar. Rannsókn endurskoðandans leiddi einnig í ljós að Jay Abbott, yfirmaður skrifstofu FBI í Indianapolis, hefði rætt við Stephen Penny, þáverandi forseta bandaríska fimleikasambandsins, um að útvega Abbott starf fyrir ólympíunefnd Bandaríkjanna á sama tíma og FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Nassar árið 2015. Abbott fékk ekki starfið en laug síðar að rannsakendum að hann hefði aldrei sótt um það. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Simone Biles. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál Larry Nassar Tengdar fréttir 380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43 FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. 5. október 2021 22:45 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fleiri en 330 konur hafa sakað Larry Nassar, fyrrverandi lækni við Ríkisháskólann í Michigan og bandaríska fimleikalandsliðsins, um kynferðisbrot. Hann afplánar nú ígildi lífstíðardóms eftir að hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi og vörslu barnakláms. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að alríkislögreglan FBI hefði ekki rannsakað nægilega ásakanir á hendur Nassar þegar þær komu fyrst fram. Mistökin hafi gert Nassar kleift að brjóta á um sjötíu stúlkum til viðbótar áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann loksins. Tveir alríkislögreglumenn lugu einnig að rannsakendum til að hylma yfir mistök sín. Dómsmálaráðuneytið hafði áður ákveðið að ákæra ekki tvo fyrrverandi alríkislögreglumenn fyrir afglöp þeirra en ákvað að taka málið upp aftur í ljósi nýrra sönnunargagna, að sögn Washington Post. Þau breyttu þó ekki fyrri niðurstöðu ráðuneytisins. Í yfirlýsingu sagði ráðuneytið að niðurstaðan þýddi ekki að vel hefði verið staðið að rannsókninni á Nassar eða að framferði fulltrúanna hefði verið eðlilegt. John Manly, lögmaður margra fórnarlamba Nassar, sagði ákvörðun ráðuneytisins óskiljanlega. Alríkislögreglumennirnir hefðu rofið embættiseið sinn og hylmt yfir versta kynferðisbrotamál í sögu íþróttaheimsins. Simone Biles, besta fimleikakona í heimi og eitt fórnarlamba Nassar, lýsti ákvörðuninni sem „sturlaðri“ á Twitter. „Og fólk veltir fyrir sér hvers vegna konur/karlar stíga ekki fram, vegna þess að réttlætinu er aldrei fullnægt,“ tísti hún. and people wonder why women/men don t come forward, because justice is never served this is literally insane to me, we keep suffering at what price? https://t.co/91vf6n9Cgs— Simone Biles (@Simone_Biles) May 27, 2022 Ræddi við forseta fimleikasambandsins um starf Eftir að skrifstofa FBI í Indianapolis, fékk ásakanir á hendur Nassar á sitt borð var ákveðið að láta svæðisskrifstofu í Lansing í Michigan sjá um málið. Engin gögn fundust þó um að það hefði í raun verið gert. Þá lét FBI lögregluyfirvöld í Michigan ekki vita af mögulegum brotum Nassar. Rannsókn endurskoðandans leiddi einnig í ljós að Jay Abbott, yfirmaður skrifstofu FBI í Indianapolis, hefði rætt við Stephen Penny, þáverandi forseta bandaríska fimleikasambandsins, um að útvega Abbott starf fyrir ólympíunefnd Bandaríkjanna á sama tíma og FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Nassar árið 2015. Abbott fékk ekki starfið en laug síðar að rannsakendum að hann hefði aldrei sótt um það. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Simone Biles.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál Larry Nassar Tengdar fréttir 380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43 FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. 5. október 2021 22:45 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43
FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. 5. október 2021 22:45