Vaktin: Hópfjármögnuðu kaup á dróna fyrir Úkraínumenn Árni Sæberg og Eiður Þór Árnason skrifa 28. maí 2022 07:36 Maður flytur eigur sínar úr stórskemmdri íbúðabyggingu í Chernihiv í vesturhluta Úkraínu. Getty/Alexey Furman Héraðsstjóri Luhanskhéraðs í Donbas sagði í gærkvöldi að Rússar myndu ekki ná stjórn á héraðinu á næstu dögum líkt og spáð hefur verið. Hins vegar gætu Úkraínumenn þurft að horfa frá borgunum Sievierodonets og Lysychansk. Rússum gengur vel í herferð sinni í Donbas-héruðunum. Selenskí Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að staðan í Donbas væri Úkraínumönnum erfið. Hann segir Rússa nú reyna af öllu afli að ná héruðunum á sitt vald en það hafi þeim mistekist í upphafi innrásar þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Óttast er að Rússar setji á svið sýndarréttarhöld til að réttlæta innrás sína í Úkraínu. Denis Pushilin, leiðtogi Rússa í Donetsk hefur sagt að Rússar undirbúi nú alþjóðleg réttarhöld á svæðinu. Stjórnmálarýnendur hafa sagt að slíkum réttarhöldum verði ætlað að réttlæta innrásina með því að sakfella úkraínska hermenn fyrir nasisma. Nýjustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum benda til þess að 4.031 almennur borgari hafi látið lífið síðan innrás Rússa hófst, þar af 261 barn. Aukinn slagkraftur hefur verið í sókn Rússa í austurhéruðum Úkraínu að undanförnu. Þeir hafa sölsað undir sig tvær minni borgir þar, þar á meðal Lyman þar sem er mikilvæg járnbrautarlestastöð Úkraínuher segist hafa fellt þrjátíu þúsund rússneska hermenn frá upphafi stríðsins. Rússnesk yfirvöld hafa afnumið aldurshámark fyrir hermenn til þess að laða fleiri borgaralega sérfræðinga í herinn fyrir átökin í Úkraínu. Litháum hefur tekist að hópfjármagna kaup á Baykar Bayraktar TB2 dróna sem til stendur að gefa Úkraínumönnum til að styðja við baráttu þeirra gegn Rússum. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Selenskí Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að staðan í Donbas væri Úkraínumönnum erfið. Hann segir Rússa nú reyna af öllu afli að ná héruðunum á sitt vald en það hafi þeim mistekist í upphafi innrásar þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Óttast er að Rússar setji á svið sýndarréttarhöld til að réttlæta innrás sína í Úkraínu. Denis Pushilin, leiðtogi Rússa í Donetsk hefur sagt að Rússar undirbúi nú alþjóðleg réttarhöld á svæðinu. Stjórnmálarýnendur hafa sagt að slíkum réttarhöldum verði ætlað að réttlæta innrásina með því að sakfella úkraínska hermenn fyrir nasisma. Nýjustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum benda til þess að 4.031 almennur borgari hafi látið lífið síðan innrás Rússa hófst, þar af 261 barn. Aukinn slagkraftur hefur verið í sókn Rússa í austurhéruðum Úkraínu að undanförnu. Þeir hafa sölsað undir sig tvær minni borgir þar, þar á meðal Lyman þar sem er mikilvæg járnbrautarlestastöð Úkraínuher segist hafa fellt þrjátíu þúsund rússneska hermenn frá upphafi stríðsins. Rússnesk yfirvöld hafa afnumið aldurshámark fyrir hermenn til þess að laða fleiri borgaralega sérfræðinga í herinn fyrir átökin í Úkraínu. Litháum hefur tekist að hópfjármagna kaup á Baykar Bayraktar TB2 dróna sem til stendur að gefa Úkraínumönnum til að styðja við baráttu þeirra gegn Rússum. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira