„Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2022 13:25 Sema Erla er formaður Solaris. Aðsend/Eva Sigurðardóttir Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. Mótmælin hefjast klukkan korter yfir fjögur á Austurvelli og hefur fjöldi fólks boðað komu sína á samfélagsmiðlum. Sema Erla Serdar, formaður hjálparstamtakanna Solaris, er á meðal skipuleggjenda. Hún segir málstað fólksins njóta meðbyrs í samfélaginu og á von á því að stór hópur láti sjá sig. Krafa mótmælenda sé að fallið verði frá brottvísununum í heild sinni. „Fólk er almennt ekki sátt við þá ákvörðun stjórnvalda að vísa svona stórum hópi, fordæmalausri stærð af hópi, úr landi á einu bretti. Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals.“ Fólki sé misboðið hvernig komið sé fram við fólk á flótta, og stjórnvöld hafi það í hendi sér að leyfa fólkinu að vera. „Það eru nú þegar til fordæmi fyrir því að það sé gripið inn í einstök mál. Það eina sem þarf til þess að hverfa frá þessari ákvörðun er pólitískur vilji, sem því miður virðist ekki vera til staðar,“ segir Sema. Hún óttast að verið sé að undirbúa brottvísun fólksins með hraði. „Þannig að við hvetjum sem flesta til þess að mæta og láta fólkið líka vita, ef við höfum ekki náð til þeirra að koma og vera með okkur í dag. Þannig að við getum stutt hvort annað og sýnt samstöðu með hópnum.“ Upphaflega stóð til að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi, en nú er fjöldi þeirra nær tvö hundruð. Það kannski fyrst og fremst sýnir okkur að ef þau vilja fækka í hópnum, ef þau vilja ekki brottvísa fólkinu þá virðist vera mjög auðvelt að gera það ekki.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. 27. maí 2022 20:00 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Fleiri fréttir Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Mótmælin hefjast klukkan korter yfir fjögur á Austurvelli og hefur fjöldi fólks boðað komu sína á samfélagsmiðlum. Sema Erla Serdar, formaður hjálparstamtakanna Solaris, er á meðal skipuleggjenda. Hún segir málstað fólksins njóta meðbyrs í samfélaginu og á von á því að stór hópur láti sjá sig. Krafa mótmælenda sé að fallið verði frá brottvísununum í heild sinni. „Fólk er almennt ekki sátt við þá ákvörðun stjórnvalda að vísa svona stórum hópi, fordæmalausri stærð af hópi, úr landi á einu bretti. Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals.“ Fólki sé misboðið hvernig komið sé fram við fólk á flótta, og stjórnvöld hafi það í hendi sér að leyfa fólkinu að vera. „Það eru nú þegar til fordæmi fyrir því að það sé gripið inn í einstök mál. Það eina sem þarf til þess að hverfa frá þessari ákvörðun er pólitískur vilji, sem því miður virðist ekki vera til staðar,“ segir Sema. Hún óttast að verið sé að undirbúa brottvísun fólksins með hraði. „Þannig að við hvetjum sem flesta til þess að mæta og láta fólkið líka vita, ef við höfum ekki náð til þeirra að koma og vera með okkur í dag. Þannig að við getum stutt hvort annað og sýnt samstöðu með hópnum.“ Upphaflega stóð til að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi, en nú er fjöldi þeirra nær tvö hundruð. Það kannski fyrst og fremst sýnir okkur að ef þau vilja fækka í hópnum, ef þau vilja ekki brottvísa fólkinu þá virðist vera mjög auðvelt að gera það ekki.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. 27. maí 2022 20:00 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Fleiri fréttir Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. 27. maí 2022 20:00
Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57
Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01