„Þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2022 22:31 Thibaut Courtois lyftir bikarnum fræga. Mustafa Yalcin/Anadolu Agency via Getty Images Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, var ótvíræður maður leiksins í sigri liðsins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool í París í kvöld. Hann var eðlilega í skýjunum að leik loknum. „Á blaðamannafundinum í gær þá sagði ég að þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir,“ sagði sigurreifur Courtois. „Ég fékk góðu hlið sögunnar í kvöld.“ Eins og áður segir var Courtois maður leiksins í kvöld, en hann átti nokkrar alveg ótrúlegar vörslur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi hann ekki fengið þá virðingu sem hann á skilið og virtist líða eins og hann væri að sanna eitthvað fyrir fólkinu sem efaðist um hann, „Ég sá margar færslur á Twitter sem beindust að mér þar sem fólk sagði að ég myndi verða fyrir vonbrigðum en í kvöld var það öfugt.“ „Ég þurfti að vinna úrslitaleik fyrir ferilinn minn. Fyrir alla þá vinnu sem ég hef lagt í þetta og til að fólk setji virðingu á nafnið mitt þar sem ég held að fólk sýni mér ekki þá virðingu sem ég á skilið. Sérstaklega á Englandi. Ég fékk mikla gagnrýni þar, meira að segja eftir frábært tímabil.“ Courtois var þó fljótur að færa sig í jákvæðara tal og hrósaði liðsfélögum sínum fyrir magnað tímabil í Meistaradeildinni. „Ég er virkilega stoltur af liðinu. Við héldum okkur við okkar skipulag og þegar liðið þurfti á mér að halda þá var ég til staðar. Við unnum nokkur af bestu liðum heims. Manchester City og Liverpool áttu ótrúleg tímabil. Þau börðust allt til enda í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool vann tvo titla og voru virkilega sterkir.“ „En við spiluðum frábæran leik í kvöld. Við fengum eitt færi og skoruðum úr því,“ sagði Belginn að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Á blaðamannafundinum í gær þá sagði ég að þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir,“ sagði sigurreifur Courtois. „Ég fékk góðu hlið sögunnar í kvöld.“ Eins og áður segir var Courtois maður leiksins í kvöld, en hann átti nokkrar alveg ótrúlegar vörslur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi hann ekki fengið þá virðingu sem hann á skilið og virtist líða eins og hann væri að sanna eitthvað fyrir fólkinu sem efaðist um hann, „Ég sá margar færslur á Twitter sem beindust að mér þar sem fólk sagði að ég myndi verða fyrir vonbrigðum en í kvöld var það öfugt.“ „Ég þurfti að vinna úrslitaleik fyrir ferilinn minn. Fyrir alla þá vinnu sem ég hef lagt í þetta og til að fólk setji virðingu á nafnið mitt þar sem ég held að fólk sýni mér ekki þá virðingu sem ég á skilið. Sérstaklega á Englandi. Ég fékk mikla gagnrýni þar, meira að segja eftir frábært tímabil.“ Courtois var þó fljótur að færa sig í jákvæðara tal og hrósaði liðsfélögum sínum fyrir magnað tímabil í Meistaradeildinni. „Ég er virkilega stoltur af liðinu. Við héldum okkur við okkar skipulag og þegar liðið þurfti á mér að halda þá var ég til staðar. Við unnum nokkur af bestu liðum heims. Manchester City og Liverpool áttu ótrúleg tímabil. Þau börðust allt til enda í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool vann tvo titla og voru virkilega sterkir.“ „En við spiluðum frábæran leik í kvöld. Við fengum eitt færi og skoruðum úr því,“ sagði Belginn að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34