Fótbolti

Freyr endaði frábært tímabil með sigri

Hjörvar Ólafsson skrifar
Freyr Alexandersson getur verið afar stoltur af árangri sínum á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn hjá Lyngby. 
Freyr Alexandersson getur verið afar stoltur af árangri sínum á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn hjá Lyngby. 

Lærisveinar Freys Alexanderssonar hjá Lyngby báru sigurorð af Frederica með einu marki gegn einu þegar liðin mættust í lokaumferð dönsku B-deildarinnar í fótbolta karla í dag. 

Frederik Schram stóð vaktina milli stanganna í marki Lyngby í leiknum og Sævar Atli Magnússon spilaði fyrstu 75 mínútur leiksins í framlínu liðsins. 

Sævar Atli sem gekk til liðs við Lyngby frá Leikni síðasta sumar skoraði fjögur mörk í þeim 28 leikjum sem hann spilaði fyrir danska liðið á nýlokinni leiktíð. Hann var í byrjunarliði Lyngby í níu leikjum og kom inn af bekknum í 19 leikjum. 

Frederik var hins vegar að spila sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu. 

Lyngby tryggði sér á dögunum sæti í dönsku úrvalsdeildarinnar en Freyr kom liðinu þangað í fyrstu atrennu. 

Aron Sigurðarson og liðsfélagar hans hjá Horsens unnu B-deildina en Lyngby hafnaði í öðru sæti og leika þau lið í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Aron lék fyrsta klukkutímann rúman þegar Horsens gerði 1-1 jafntefli gegn Hvidovre og tryggði sér þar með sigur í deildinni.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×