Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum verður rætt við fjölskyldu fatlaðs manns frá Íran sem vísað verður úr landi að óbreyttu. Fjölskyldan segir stjórnvöld senda hann út í opinn dauðann fari hann til Grikklands. Nauðsynleg læknisþjónusta sem hann hefur notið hér stendur honum ekki til boða þar í landi.

Við förum yfir stöðuna í Úkraínu þar sem Rússar halda árásum sínum áfram í Sievierodonetsk en bardaginn þar er talinn sá erfiðasti sem úkraínski herinn hefur háð frá því að barist var um yfirráð yfir Azovstal-stálverinu í Maríupól

Kynfræðingur efast um réttmæti heilandi kynlífsvinnu, eins og tíðkast víða á Íslandi í nýaldarfræðum og andlega heiminum. Hún hefur fengið fjölda beiðna um að taka þátt í allskonar andlegum kynlífs-tengdum viðburðum, en afþakkar alltaf.

Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind.

Þá tökum við stöðuna á meirihlutaviðræðum í Reykjavík og heimsækjum drengjakór sem undirbý langþráða tónleika.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×