Fótbolti

Kjartan Henry: Fannst ég skulda mörk

Hjörvar Ólafsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason dró fram skotskóna í Hafnarfirðinum í kvöld.
Kjartan Henry Finnbogason dró fram skotskóna í Hafnarfirðinum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Kjartan Henry Finnbogason lagði lóð sín á vogarskálina þegar KR lagði FH að velli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. 

„Það er alltaf erfitt að koma í Krikann. Við byrjuðum leikinn mjög vel og fylgdum því eftir í upphafi seinni hálfleiks. Þetta var hins vegar full tæpt þarna undir lokin fyrir minn smekk. 

Það var mjög erfitt að horfa á lokamínútur leiksins af varamannabekknum," sagði Kjartan Henry sem skoraði tvö mörk í leiknum.

„Mér fannst ég skulda nokkur mörk eftir fyrstu leiki deildarinnar í sumar. Við erum búnir að vinna í því að skapa fleiri færi og það hefur gengið vel í síðustu leikjum. Ég náði að nýta færin vel að þessu sinni sem er jákvætt," sagði framherjinn enn fremur. 

„Við höfum verið að spila vel undanfarið og höfum verið að læra af mistökunum frá því í fyrstu leikjunum. Nú er bara að halda áfram að mjaka okkur upp töfluna. Við erum búnir að ná í 10 stig í síðustu fjórum leikjum og mér finnst útlitið gott," sagði hann um framhaldið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×