Ómögulegt að segja hvað er í bígerð á einu helsta skjálftasvæði landsins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. maí 2022 11:41 Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir Svæðið sem jarðskjálftarnir tveir í nótt og í morgun mældust við mynni Eyjafjarðar á Norðurlandi er eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Jarðeðlisfræðingur segir erfitt að meta hvort búast megi við frekari jarðskjálftum á svæðinu en sagan sýni að þarna geti stærri skjálftar orðið. Tveir snarpir jarðskjálftar í kringum fjóra að stærð mældust í nótt og morgun út af Gjögurtá í minni Eyjafjarðar á Norðurlandi í morgun. Tugir jarðskjálfta hafa mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Fyrri stóri jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt en hann mældist 3,5. Klukkan rúmlega níu í morgun reið svo annar stærri yfir en hann mældist 4,1. Hans varð víða vart og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist á Ólafsfirði, Dalvík og í Þingeyjarsveit. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir um þekkt jarðskjálftasvæði að ræða. „Þetta er náttúrulega eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Það er þarna fyrir norðurströndinni eða liggur þarna fyrir svokallað Tjörnesbrotabelti þetta er partur af því. Staðsetning skjálftahrinunnar. Grænu stjörnurnar tákna stærstu skjálftana tvö.Veðurstofan „Þarna erum við sem sé á einu aðalskjálftasvæði landsins sem er sambærilegt við Suðurlandsskjálftabeltið og þarna geta orðið sem sagt skjálftar að stærðinni sjö og síðast var það á þessu svæði 1963 en líka 1910 en þá varð líka sjö stiga skjálfti á þessu belti.“ Páll segir svæðið ekki gossvæði en erfitt sé að segja til um það hvort von sé á stærri skjálftum á svæðinu. „Það er ekkert sem getur gefið okkur upplýsingar um það hvað er í bígerð þarna. Þetta er úti í sjó þessi upptök og mjög óhægt um allar mælingar.“ Töluverð virkni var á þessu svæði árið 2020. „Það voru miklu stærri skjálftar þarna fyrir tveimur árum síðan 2020. Þá voru þarna fyrir minni Eyjafjarðar komu skjálftar sem voru vel yfir fimm stig og síðan fylgdi meiriháttar skjálftahrina á Eyjafjarðarálnum úti í sjó sem að var vegna gliðnunar og misgengis hreyfinga í Eyjafjarðarál.“ Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4,1 á sama stað og skjálftinn í nótt Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 9:20 í morgun, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð. 30. maí 2022 09:52 Skjálfti 3,5 að stærð norður af Gjögurtá Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, tæpa átta kílómetra norð- norðvestur af Gjögurtá. 30. maí 2022 07:18 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Tveir snarpir jarðskjálftar í kringum fjóra að stærð mældust í nótt og morgun út af Gjögurtá í minni Eyjafjarðar á Norðurlandi í morgun. Tugir jarðskjálfta hafa mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Fyrri stóri jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt en hann mældist 3,5. Klukkan rúmlega níu í morgun reið svo annar stærri yfir en hann mældist 4,1. Hans varð víða vart og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist á Ólafsfirði, Dalvík og í Þingeyjarsveit. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir um þekkt jarðskjálftasvæði að ræða. „Þetta er náttúrulega eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Það er þarna fyrir norðurströndinni eða liggur þarna fyrir svokallað Tjörnesbrotabelti þetta er partur af því. Staðsetning skjálftahrinunnar. Grænu stjörnurnar tákna stærstu skjálftana tvö.Veðurstofan „Þarna erum við sem sé á einu aðalskjálftasvæði landsins sem er sambærilegt við Suðurlandsskjálftabeltið og þarna geta orðið sem sagt skjálftar að stærðinni sjö og síðast var það á þessu svæði 1963 en líka 1910 en þá varð líka sjö stiga skjálfti á þessu belti.“ Páll segir svæðið ekki gossvæði en erfitt sé að segja til um það hvort von sé á stærri skjálftum á svæðinu. „Það er ekkert sem getur gefið okkur upplýsingar um það hvað er í bígerð þarna. Þetta er úti í sjó þessi upptök og mjög óhægt um allar mælingar.“ Töluverð virkni var á þessu svæði árið 2020. „Það voru miklu stærri skjálftar þarna fyrir tveimur árum síðan 2020. Þá voru þarna fyrir minni Eyjafjarðar komu skjálftar sem voru vel yfir fimm stig og síðan fylgdi meiriháttar skjálftahrina á Eyjafjarðarálnum úti í sjó sem að var vegna gliðnunar og misgengis hreyfinga í Eyjafjarðarál.“
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4,1 á sama stað og skjálftinn í nótt Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 9:20 í morgun, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð. 30. maí 2022 09:52 Skjálfti 3,5 að stærð norður af Gjögurtá Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, tæpa átta kílómetra norð- norðvestur af Gjögurtá. 30. maí 2022 07:18 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Skjálfti að stærð 4,1 á sama stað og skjálftinn í nótt Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 9:20 í morgun, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð. 30. maí 2022 09:52
Skjálfti 3,5 að stærð norður af Gjögurtá Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, tæpa átta kílómetra norð- norðvestur af Gjögurtá. 30. maí 2022 07:18