Ákvörðun KSÍ nær ekki til FH sem leyfir Eggerti að spila Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2022 13:00 Eggert Gunnþór Jónsson sneri aftur til fyrri starfa hjá FH og spilaði gegn ÍBV 15. maí, eftir að hafa verið látinn stíga til hliðar 21. apríl. vísir/Hulda Margrét Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði FH í Bestu deildinni í fótbolta í gær þrátt fyrir að niðurfelling máls hans og Arons Einars Gunnarssonar, vegna nauðgunarkæru, hafi verið kærð. Eggert hefur þar með spilað tvo leiki frá því að í ljós kom síðasta miðvikudag að ákvörðun héraðssóknara um að fella mál hans og Arons niður hefði verið kærð. Hann kom inn á sem varamaður í bikarleik gegn Kára á miðvikudagskvöldinu. Eggert spilaði fyrsta leik FH í Bestu deildinni í vor, 18. apríl, en þá var mál hans enn á borði héraðssaksóknara. Eftir gagnrýni ákváðu FH-ingar að fara fram á það við Eggert að hann stigi til hliðar. Þegar héraðssaksóknari felldi mál hans niður sneri Eggert hins vegar aftur í lið FH og spilaði gegn ÍBV 15. maí. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í síðustu viku viðbragðsáætlun vegna meintra, alvarlegra brota landsliðsmanna. Þar segir að þegar slík mál séu til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi, og/eða samskiptaráðgjafa ÍSÍ, skuli menn stíga til hliðar á meðan. Þessi viðbragðsáætlun kom þannig í veg fyrir að Aron Einar, nú eða Eggert, kæmu til greina í landsliðshópinn sem valinn var í síðustu viku. Ákvörðun stjórnar KSÍ nær hins vegar aðeins til aðila „innan KSÍ“ en ekki til fulltrúa aðildarfélaga sambandsins. FH er því í sjálfsvald sett hvort það leyfir Eggerti að spila og það hefur félagið gert þrátt fyrir að niðurfellingin væri kærð. „Mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum“ „Eftir að þessi nýja staða kom upp höfum við verið að skoða hvernig málið stendur. Fyrri ákvörðun okkar stendur þar til að annað er ákveðið en það er alveg ljóst að ef að málið verður tekið til efnislegrar meðferðar þá munum við í síðasta lagi þá bregðast við aftur. Annað hefur ekki verið ákveðið,“ segir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. KSÍ kom með reglur sem að gilda eingöngu fyrir KSÍ og það er ekki búið að búa til eitthvað fyrir allt sambandið enn þá. Mál eru auðvitað mismunandi og þau ber að túlka á mismunandi hátt. Það er mjög mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum, fyrir alla aðila sem koma að þessu. Við höfum reynt að vanda okkur í því,“ segir Valdimar. Er óvissan um niðurstöðu málsins þá sem sagt ekki næg núna í samanburði við fyrri ákvörðun þegar Eggert var látinn stíga til hliðar? „Við getum alveg haft mismunandi skoðanir á því. Við höfum ekki viljað efnislega blanda okkur inn í málið. Svona er staðan núna og við viljum helst ekki þurfa að fara í eitthvað hlutverk til að dæma á einn eða annan hátt. Þetta eru auðvitað mjög erfið og sorgleg mál og við viljum reyna að taka á þeim eins vel og faglega og við getum,“ segir Valdimar. Besta deild karla FH Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Sjá meira
Eggert hefur þar með spilað tvo leiki frá því að í ljós kom síðasta miðvikudag að ákvörðun héraðssóknara um að fella mál hans og Arons niður hefði verið kærð. Hann kom inn á sem varamaður í bikarleik gegn Kára á miðvikudagskvöldinu. Eggert spilaði fyrsta leik FH í Bestu deildinni í vor, 18. apríl, en þá var mál hans enn á borði héraðssaksóknara. Eftir gagnrýni ákváðu FH-ingar að fara fram á það við Eggert að hann stigi til hliðar. Þegar héraðssaksóknari felldi mál hans niður sneri Eggert hins vegar aftur í lið FH og spilaði gegn ÍBV 15. maí. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í síðustu viku viðbragðsáætlun vegna meintra, alvarlegra brota landsliðsmanna. Þar segir að þegar slík mál séu til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi, og/eða samskiptaráðgjafa ÍSÍ, skuli menn stíga til hliðar á meðan. Þessi viðbragðsáætlun kom þannig í veg fyrir að Aron Einar, nú eða Eggert, kæmu til greina í landsliðshópinn sem valinn var í síðustu viku. Ákvörðun stjórnar KSÍ nær hins vegar aðeins til aðila „innan KSÍ“ en ekki til fulltrúa aðildarfélaga sambandsins. FH er því í sjálfsvald sett hvort það leyfir Eggerti að spila og það hefur félagið gert þrátt fyrir að niðurfellingin væri kærð. „Mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum“ „Eftir að þessi nýja staða kom upp höfum við verið að skoða hvernig málið stendur. Fyrri ákvörðun okkar stendur þar til að annað er ákveðið en það er alveg ljóst að ef að málið verður tekið til efnislegrar meðferðar þá munum við í síðasta lagi þá bregðast við aftur. Annað hefur ekki verið ákveðið,“ segir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. KSÍ kom með reglur sem að gilda eingöngu fyrir KSÍ og það er ekki búið að búa til eitthvað fyrir allt sambandið enn þá. Mál eru auðvitað mismunandi og þau ber að túlka á mismunandi hátt. Það er mjög mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum, fyrir alla aðila sem koma að þessu. Við höfum reynt að vanda okkur í því,“ segir Valdimar. Er óvissan um niðurstöðu málsins þá sem sagt ekki næg núna í samanburði við fyrri ákvörðun þegar Eggert var látinn stíga til hliðar? „Við getum alveg haft mismunandi skoðanir á því. Við höfum ekki viljað efnislega blanda okkur inn í málið. Svona er staðan núna og við viljum helst ekki þurfa að fara í eitthvað hlutverk til að dæma á einn eða annan hátt. Þetta eru auðvitað mjög erfið og sorgleg mál og við viljum reyna að taka á þeim eins vel og faglega og við getum,“ segir Valdimar.
Besta deild karla FH Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Sjá meira