Líkur á vinstrisinnuðum forseta í Kólumbíu í fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2022 13:18 Gustavo Petro fagnar niðurstöðum kosninganna á sunnudag við hlið meðframbjóðanda síns, Franciu Marquez Getty Seinni umferð forsetakosninga Kólumbíu mun fara fram 19. júní næstkomandi, þar sem enginn frambjóðenda hlaut meira en helming atkvæða í fyrri umferð sem fór fram á sunnudag. Gustavo Petro, vinstrisinnaður fyrrverandi borgarstjóri höfuðborgarinnar Bogotá hlaut þar 40 prósent atkvæða og mun mæta Rodolfo Hernandez, íhaldsömum viðskiptafrömuði, í einvíginu. Vaxandi óánægja með aukinn ójöfnuð og verðbólgu hefur sett svip sinn á kosningarnar en um það bil fjórir af hverjum tíu Kólumbíumönnum býr við fátækt og faraldurinn jók enn á vandann. Aukinheldur hefur atvinnuleysi aukist og um sjötti hver íbúi er án atvinnu í stórborgum landsins en Kólumbía telur um 50 milljón íbúa. Petro, sem hafði verið talinn sigurstranglegastur í könnunum mánuðina fyrir kosningar, varð annar í forsetakosningum árið 2018. Hann hefur lofað miklum umbótum í efnahagsmálum, breytinum á skattkerfinu sem og nýjum aðferðum í endalausri baráttu landsins við eiturlyfjahringi og aðra glæpahópa. Sigri Petro kosningarnar í júni, yrði það í fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun Kolumbíu sem að vinstrisinnaður forseti tæki við völdum þar í landi. Meðframbjóðandi Petró, Francia Marquez, er þar að auki fyrsta svarta konan sem býður sig fram til varaforseta í kosningum landsins. „Ég trúi á Kólumbíu, þann friðsæla draum, fagra land og jafna, fullt af vinnu og visku. Nú er tíminn til að láta drauma rætast.“ skrifaði Petro í stuttu ávarpi sem birt var á samfélagsmiðlum hans á kosningamorgun. Kólumbía Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Vaxandi óánægja með aukinn ójöfnuð og verðbólgu hefur sett svip sinn á kosningarnar en um það bil fjórir af hverjum tíu Kólumbíumönnum býr við fátækt og faraldurinn jók enn á vandann. Aukinheldur hefur atvinnuleysi aukist og um sjötti hver íbúi er án atvinnu í stórborgum landsins en Kólumbía telur um 50 milljón íbúa. Petro, sem hafði verið talinn sigurstranglegastur í könnunum mánuðina fyrir kosningar, varð annar í forsetakosningum árið 2018. Hann hefur lofað miklum umbótum í efnahagsmálum, breytinum á skattkerfinu sem og nýjum aðferðum í endalausri baráttu landsins við eiturlyfjahringi og aðra glæpahópa. Sigri Petro kosningarnar í júni, yrði það í fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun Kolumbíu sem að vinstrisinnaður forseti tæki við völdum þar í landi. Meðframbjóðandi Petró, Francia Marquez, er þar að auki fyrsta svarta konan sem býður sig fram til varaforseta í kosningum landsins. „Ég trúi á Kólumbíu, þann friðsæla draum, fagra land og jafna, fullt af vinnu og visku. Nú er tíminn til að láta drauma rætast.“ skrifaði Petro í stuttu ávarpi sem birt var á samfélagsmiðlum hans á kosningamorgun.
Kólumbía Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira