Sport

Leikmaður í NFL lést í bílslysi aðeins 25 ára

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jeff Gladney lék sextán leiki með Minnesota Vikings í NFL-deildinni tímabilið 2020-21.
Jeff Gladney lék sextán leiki með Minnesota Vikings í NFL-deildinni tímabilið 2020-21. getty/Michael Hickey

Jeff Gladney, bakvörður Arizona Cardinals í NFL-deildinni, er látinn, aðeins 25 ára. Hann lést í bílslysi í Dallas í gærmorgun ásamt kærustu sinni sem var farþegi í bílnum.

„Við erum niðurbrotin að heyra af fráfalli Jeffs Gladney. Við vottum fjölskyldu, vinum og öllum sem syrgja hann samúð okkar,“ sagði í yfirlýsingu frá Arizona.

Eftir að hafa spilað með TCU háskólanum í fjögur ár valdi Minnesota Vikings Gladney með 31. valrétti í nýliðavali NFL 2020.

Hann lék með Minnesota tímabilið 2020-2021 en var látinn fara frá liðinu í ágúst 2021 eftir að hann var kærður fyrir heimilisofbeldi. Gladney var sýknaður í mars á þessu ári og samdi í kjölfarið við Arizona.

Gladney lætur eftir sig eins árs son úr fyrra sambandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×