Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. júní 2022 07:01 Charlotte starfar sem Global Diversity and Inclusion Specialist hjá Marel. Þetta þýðir að verkefni hennar er að auka á fjölbreytileika og þátttöku allra. Þrátt fyrir að vera aðeins fertug að aldri er starfsframi Charlotte vægast sagt mjög áhugaverður. Enda hefur hún starfað víða um heim og ólst upp í frumskógum Afríku. Charlotte er gift Bjarna Biering. Þau eiga saman sjö ára son og eiga von á öðrum í heiminn. Vísir/Vilhelm Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. Charlotte Biering er rétt fertug en á nú þegar mjög áhugaverðan starfsframa að baki. Hún starfar í dag sem Global Diversity and Inclusion Specialist hjá Marel. Þetta þýðir að verkefni hennar er að auka á fjölbreytileika og þátttöku allra. Fyrir mörg okkar hér heima er þetta ókunnugur akur sem starfsgrein. En þegar Charlotte lítur til baka segist hún ekkert hissa á því, að hafa valið sér einmitt þessa starfsgrein. Mamma og pabbi voru mjög andvíg aðskilnaðarstefnu svartra og hvítra í Suður-Afríku. Ég er því alin upp á heimili þar sem rasismi og réttlæti í samfélaginu voru alltaf til umræðu. Þetta umhverfi mótaði mig mikið. Enda man ég eftir því að hafa verið aðeins sjö ára gömul að skrifa bréf um frelsi pólitískra fanga í gegnum Amnesty International samtökin. En Charlotte hefur búið víðar en í Afríku og á Íslandi. Hún hefur búið í Texas í Bandaríkjunum, í Noregi og í Skotlandi svo eitthvað sé nefnt. Foreldrar hennar bjuggu líka í nokkur ár í Sýrlandi og hjá þeim dvaldi Charlotte þá oft og lengi. Ferðaðist þá meðal annars um svæði Jórdaníu og Líbanon. Fram til 3. júní er hægt að styðja við tilnefningu Charlotte til Blaze Inclusion verðlauna hjá Diversify. Diversify er sjálfseignarstofnun sem vinnur að því að efla mælanlega fjölbreytni, jöfnuð og aðrar aðgerðir sem stuðla að þátttöku allra án aðgreiningar á Norðurlöndunum. En áður en lengra er haldið, skulum við fá að heyra aðeins meira um starfsframa Charlotte. Charlotte fæddist í Kimberley í Suður Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Pabbi hennar var jarðfræðingur og vegna starfa hans, bjó fjölskyldan í bleiku hjólhýsi úti í skógi. Charlotte bjó líka í Texas í Bandaríkjunum, í Noregi og Skotlandi og kynntist Sýrlandi, Jórdaníu og Líbanon vel þegar foreldrar hennar buggu í Sýrlandi. Enn fleiri menningarheimum hefur Charlotte síðan kynnst í starfi sínu þar sem verkefnin hennar spanna allt frá því að vera London og Kaupmannahöfn yfir í Mósambík eða Kasakstan. Svo eitthvað aðeins sé nefnt. Hefur starfað víða um heim Fyrir Charlotte fannst henni það liggja beint við að starfa við alþjóðlegt þróunarstarf eftir háskólanám. Og það gerði hún á ýmsum stöðum, til dæmis í Mósambík og í Líberíu. Það tók hins vegar ekki langan tíma fyrir hana að finna að þróunarstarfið var ekki alveg það sem hana dreymdi um að gera. Því að hennar mati, er þetta iðnaður sem of oft hefur of lítil áhrif. Charlotte fór því að horfa meira til stærri fyrirtækja og þeirra verkefna sem þar er verið að vinna í á sviði samfélagslegrar ábyrgðar. Eftir bankahrunið kláraði hún meistaranám í Umhverfis- og auðlindafræði. Hún starfaði samhliða því námi hjá Loftlagsmiðstöð Rauða krossins í Senegal og á deild Sameinuðu þjóðanna í New York sem heitir Global Compact. Um tíma starfaði Charlotte sem ráðgjafi hjá Boston Consulting Group í Kaupmannahöfn og Lissabon og í kjölfarið í átta ár í London. Í London starfaði ég hjá EY. Fyrst sem stjórnunarráðgjafi í orkugeiranum sem leiddi mig meðal annars til verkefna sem ég vann í Gana og Kasakstan. Ég færðist síðan úr því starfi og yfir í stefnumótunarhlutverk í mannauðsmálum. Þá sérstaklega með áherslu á jafnrétti kynja í fjármálum og viðskiptum. Charlotte var í forystuhlutverki jafnréttisvettvangs EY í nokkur ár; Women. Í því hlutverki starfaði hún náið með ýmsum samtökum eins og Chatham House, UN Women, W20. En eins hefur hún unnið að verkefnum eins og að undirbúa viðburði Davos og fleiri stórra nafna á alþjóða vettvangi. Þótt starf Charlotte hljómi framandi fyrir okkur mörg, segist hún sjálf ekki hissa á að hafa valið starfsframa þar sem hún er statt og stöðugt að byggja upp fjölbreytileika, jöfnuð og þátttöku allra án aðgreiningar. Því aðskilnaðarstefna svartra og hvítra í Suður Afríku mótaði hana mikið sem barn og aðeins sjö ára var hún farin að skrifa bréf í gegnum Amnesty International og berjast fyrir auknu réttlæti fyrir alla. Til Marels Snemma árs árið 2021 réði Charlotte sig síðan til Marels. „Og þar hef ég síðan verið að byggja upp stefnu fyrirtækisins og framtíðarsýn á sviði fjölbreytileika og jöfnuðar. Þar sem við erum hægt og rólega að byggja upp góðan grunn fyrir þekkingu og skilning allra á mikilvægi fjölbreytileikans,“ segir Charlotte og nefnir sem dæmi: „Við erum til dæmis að móta skýra og framkvæmanlega ferla til að tryggja fjölbreytileikann meðal annars þannig að fólk hafi tækifæri til að efla sig í starfi og átta sig enn betur á því hvernig það getur tekið þátt í markmiðum félagsins.“ Ný þekking og nýjar áherslur kalla hins vegar á að verkefni og markmið taka tíma. Charlotte segir að til dæmis hafi þjálfun í fyrra einkum beint að stjórnendum. En þá voru 76% stjórnenda Marels heim þátttakendur í stefnumótun um það hvernig hægt væri að auka á fjölbreytileikann enn meir. „Þessir stjórnendur Marels eru um allan heim og fundirnir með þeim voru gagnvirkir,“ segir Charlotte. Í ár er ætlunin hins vegar að virkja enn fleiri til þátttöku. Því sambærilegir fundir verða nú aðgengilegir öllu starfsfólki Marels. Sem nú telur um sjö þúsund manns. Við viljum með þessu veita starfsfólki tækifæri til að læra um fjölbreytileika með því að taka þátt og sýna frumkvæði í umræðum um fjölbreytileikann. Saman munum við móta aðgerðaráætlanir fyrir starfsstöðvar Marel þannig að fyrirtækjamenning félagsins sé alltaf aðkoma allra án aðgreiningar. Charlotte viðurkennir að enn er mikið verk fyrir höndum. Hjá Marel eins og flestum öðrum stórfyrirtækjum í heiminum. „En mín upplifun er sú að hvort sem það eru stjórnendur eða aðrir starfsmenn, hefur fólk áhuga á að ræða þessi mál og breyta viðhorfi og venjum þar sem þess þarf til að stuðla að fjölbreytileika.“ Góðu ráðin Í áðurnefndri tilnefningu Charlotte til Blaze Inclusion verðlauna hjá Diversify, er Charlotte tilnefnd í flokknum Brautryðjendur, eða Trailblazer. Og þótt kosningin fari fram í dag, verður hátíðin ekki haldin fyrr en í ágúst. Eðlilega er Charlotte stolt af tilnefningunni. En hún hefur líka væntingar til þess að hátíðin skili af sér ýmsu til góðs fyrir atvinnulífið um allan heim. „Ég geri mér vonir um að þessi hátíð muni skila af sér auknu samstarfi og samlegðaráhrifum á milli landa. Þar sem fyrirtæki læra hvort að öðru með því að deila þekkingu sín á milli.“ Hægt er að styðja tilnefningu Charlotte með því að kjósa HÉR. En hvaða ráð getur þú gefið öðru fólki sem dreymir um að ná langt í sínum starfsframa og jafnvel að teljast til brautryðjenda sem eru að hafa áhrif eins og þú? „Haltu alltaf áfram að hafa áhuga á að læra eitthvað meira og nýtt. Því þróunin er svo hröð og þess vegna þurfum við alltaf að hafa áhuga á að vita hvað er það nýjasta nýtt í greininni eða samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna,“ byrjar Charlotte á að nefna en sjálf segist hún verja að minnsta kosti tíu klukkustundum í það á viku að fræðast um starfssviðið sitt, til dæmis með því að taka þátt í ráðstefnum og öðrum umræðuvettvöngum. „Síðan þurfum við alltaf að vera auðmjúk gagnvart því að góðir hlutir gerast hægt. Við þurfum því að vera þolinmóð, sérstaklega þegar við störfum við eitthvað þar sem ætlunin er að breyta gömlum venjum og viðhorfum. Ég viðurkenni reyndar að ég er enn svolítið að læra betur að vera þolinmóðari,“ segir hún og kímir. En við þurfum líka að vera auðmjúk gagnvart fleiru. Virk hlustun skiptir rosalega miklu máli og þess vegna þurfum við bæði að vanda okkur við að hlusta á fólk, sýna samkennd og vera undir það búin að hafa stundum rangt fyrir okkur. Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að stundum gerum við mistök. En þá er ekkert annað en að biðjast afsökunar og læra af mistökunum. Loks segir Charlotte að við þurfum að vera ástríðunni okkar trú. „Að styðja fjölbreytileika þýðir að við þurfum að lifa samkvæmt því markmiði að vilja alltaf standa fyrir auknum fjölbreytileika. Þetta er ekki vinna sem er lokið þegar þú ferð heim, heldur hluti af þínu lífi og því hver þú ert. Við þurfum alls staðar og alltaf að tala fyrir fjölbreytileikanum og láta í okkur heyra ef við sjáum að eitthvað er að gerast sem mismunar fólki.“ Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Mannauðsmál Samfélagsleg ábyrgð Jafnréttismál Íslendingar erlendis Marel Tengdar fréttir „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 „Það var skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis“ „Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið,“ segir Hildur Ottesen, markaðs- og kynningastjóri Hörpu þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún starfaði erlendis. 9. maí 2022 07:01 Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00 37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. 4. apríl 2022 07:00 Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Charlotte Biering er rétt fertug en á nú þegar mjög áhugaverðan starfsframa að baki. Hún starfar í dag sem Global Diversity and Inclusion Specialist hjá Marel. Þetta þýðir að verkefni hennar er að auka á fjölbreytileika og þátttöku allra. Fyrir mörg okkar hér heima er þetta ókunnugur akur sem starfsgrein. En þegar Charlotte lítur til baka segist hún ekkert hissa á því, að hafa valið sér einmitt þessa starfsgrein. Mamma og pabbi voru mjög andvíg aðskilnaðarstefnu svartra og hvítra í Suður-Afríku. Ég er því alin upp á heimili þar sem rasismi og réttlæti í samfélaginu voru alltaf til umræðu. Þetta umhverfi mótaði mig mikið. Enda man ég eftir því að hafa verið aðeins sjö ára gömul að skrifa bréf um frelsi pólitískra fanga í gegnum Amnesty International samtökin. En Charlotte hefur búið víðar en í Afríku og á Íslandi. Hún hefur búið í Texas í Bandaríkjunum, í Noregi og í Skotlandi svo eitthvað sé nefnt. Foreldrar hennar bjuggu líka í nokkur ár í Sýrlandi og hjá þeim dvaldi Charlotte þá oft og lengi. Ferðaðist þá meðal annars um svæði Jórdaníu og Líbanon. Fram til 3. júní er hægt að styðja við tilnefningu Charlotte til Blaze Inclusion verðlauna hjá Diversify. Diversify er sjálfseignarstofnun sem vinnur að því að efla mælanlega fjölbreytni, jöfnuð og aðrar aðgerðir sem stuðla að þátttöku allra án aðgreiningar á Norðurlöndunum. En áður en lengra er haldið, skulum við fá að heyra aðeins meira um starfsframa Charlotte. Charlotte fæddist í Kimberley í Suður Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Pabbi hennar var jarðfræðingur og vegna starfa hans, bjó fjölskyldan í bleiku hjólhýsi úti í skógi. Charlotte bjó líka í Texas í Bandaríkjunum, í Noregi og Skotlandi og kynntist Sýrlandi, Jórdaníu og Líbanon vel þegar foreldrar hennar buggu í Sýrlandi. Enn fleiri menningarheimum hefur Charlotte síðan kynnst í starfi sínu þar sem verkefnin hennar spanna allt frá því að vera London og Kaupmannahöfn yfir í Mósambík eða Kasakstan. Svo eitthvað aðeins sé nefnt. Hefur starfað víða um heim Fyrir Charlotte fannst henni það liggja beint við að starfa við alþjóðlegt þróunarstarf eftir háskólanám. Og það gerði hún á ýmsum stöðum, til dæmis í Mósambík og í Líberíu. Það tók hins vegar ekki langan tíma fyrir hana að finna að þróunarstarfið var ekki alveg það sem hana dreymdi um að gera. Því að hennar mati, er þetta iðnaður sem of oft hefur of lítil áhrif. Charlotte fór því að horfa meira til stærri fyrirtækja og þeirra verkefna sem þar er verið að vinna í á sviði samfélagslegrar ábyrgðar. Eftir bankahrunið kláraði hún meistaranám í Umhverfis- og auðlindafræði. Hún starfaði samhliða því námi hjá Loftlagsmiðstöð Rauða krossins í Senegal og á deild Sameinuðu þjóðanna í New York sem heitir Global Compact. Um tíma starfaði Charlotte sem ráðgjafi hjá Boston Consulting Group í Kaupmannahöfn og Lissabon og í kjölfarið í átta ár í London. Í London starfaði ég hjá EY. Fyrst sem stjórnunarráðgjafi í orkugeiranum sem leiddi mig meðal annars til verkefna sem ég vann í Gana og Kasakstan. Ég færðist síðan úr því starfi og yfir í stefnumótunarhlutverk í mannauðsmálum. Þá sérstaklega með áherslu á jafnrétti kynja í fjármálum og viðskiptum. Charlotte var í forystuhlutverki jafnréttisvettvangs EY í nokkur ár; Women. Í því hlutverki starfaði hún náið með ýmsum samtökum eins og Chatham House, UN Women, W20. En eins hefur hún unnið að verkefnum eins og að undirbúa viðburði Davos og fleiri stórra nafna á alþjóða vettvangi. Þótt starf Charlotte hljómi framandi fyrir okkur mörg, segist hún sjálf ekki hissa á að hafa valið starfsframa þar sem hún er statt og stöðugt að byggja upp fjölbreytileika, jöfnuð og þátttöku allra án aðgreiningar. Því aðskilnaðarstefna svartra og hvítra í Suður Afríku mótaði hana mikið sem barn og aðeins sjö ára var hún farin að skrifa bréf í gegnum Amnesty International og berjast fyrir auknu réttlæti fyrir alla. Til Marels Snemma árs árið 2021 réði Charlotte sig síðan til Marels. „Og þar hef ég síðan verið að byggja upp stefnu fyrirtækisins og framtíðarsýn á sviði fjölbreytileika og jöfnuðar. Þar sem við erum hægt og rólega að byggja upp góðan grunn fyrir þekkingu og skilning allra á mikilvægi fjölbreytileikans,“ segir Charlotte og nefnir sem dæmi: „Við erum til dæmis að móta skýra og framkvæmanlega ferla til að tryggja fjölbreytileikann meðal annars þannig að fólk hafi tækifæri til að efla sig í starfi og átta sig enn betur á því hvernig það getur tekið þátt í markmiðum félagsins.“ Ný þekking og nýjar áherslur kalla hins vegar á að verkefni og markmið taka tíma. Charlotte segir að til dæmis hafi þjálfun í fyrra einkum beint að stjórnendum. En þá voru 76% stjórnenda Marels heim þátttakendur í stefnumótun um það hvernig hægt væri að auka á fjölbreytileikann enn meir. „Þessir stjórnendur Marels eru um allan heim og fundirnir með þeim voru gagnvirkir,“ segir Charlotte. Í ár er ætlunin hins vegar að virkja enn fleiri til þátttöku. Því sambærilegir fundir verða nú aðgengilegir öllu starfsfólki Marels. Sem nú telur um sjö þúsund manns. Við viljum með þessu veita starfsfólki tækifæri til að læra um fjölbreytileika með því að taka þátt og sýna frumkvæði í umræðum um fjölbreytileikann. Saman munum við móta aðgerðaráætlanir fyrir starfsstöðvar Marel þannig að fyrirtækjamenning félagsins sé alltaf aðkoma allra án aðgreiningar. Charlotte viðurkennir að enn er mikið verk fyrir höndum. Hjá Marel eins og flestum öðrum stórfyrirtækjum í heiminum. „En mín upplifun er sú að hvort sem það eru stjórnendur eða aðrir starfsmenn, hefur fólk áhuga á að ræða þessi mál og breyta viðhorfi og venjum þar sem þess þarf til að stuðla að fjölbreytileika.“ Góðu ráðin Í áðurnefndri tilnefningu Charlotte til Blaze Inclusion verðlauna hjá Diversify, er Charlotte tilnefnd í flokknum Brautryðjendur, eða Trailblazer. Og þótt kosningin fari fram í dag, verður hátíðin ekki haldin fyrr en í ágúst. Eðlilega er Charlotte stolt af tilnefningunni. En hún hefur líka væntingar til þess að hátíðin skili af sér ýmsu til góðs fyrir atvinnulífið um allan heim. „Ég geri mér vonir um að þessi hátíð muni skila af sér auknu samstarfi og samlegðaráhrifum á milli landa. Þar sem fyrirtæki læra hvort að öðru með því að deila þekkingu sín á milli.“ Hægt er að styðja tilnefningu Charlotte með því að kjósa HÉR. En hvaða ráð getur þú gefið öðru fólki sem dreymir um að ná langt í sínum starfsframa og jafnvel að teljast til brautryðjenda sem eru að hafa áhrif eins og þú? „Haltu alltaf áfram að hafa áhuga á að læra eitthvað meira og nýtt. Því þróunin er svo hröð og þess vegna þurfum við alltaf að hafa áhuga á að vita hvað er það nýjasta nýtt í greininni eða samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna,“ byrjar Charlotte á að nefna en sjálf segist hún verja að minnsta kosti tíu klukkustundum í það á viku að fræðast um starfssviðið sitt, til dæmis með því að taka þátt í ráðstefnum og öðrum umræðuvettvöngum. „Síðan þurfum við alltaf að vera auðmjúk gagnvart því að góðir hlutir gerast hægt. Við þurfum því að vera þolinmóð, sérstaklega þegar við störfum við eitthvað þar sem ætlunin er að breyta gömlum venjum og viðhorfum. Ég viðurkenni reyndar að ég er enn svolítið að læra betur að vera þolinmóðari,“ segir hún og kímir. En við þurfum líka að vera auðmjúk gagnvart fleiru. Virk hlustun skiptir rosalega miklu máli og þess vegna þurfum við bæði að vanda okkur við að hlusta á fólk, sýna samkennd og vera undir það búin að hafa stundum rangt fyrir okkur. Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að stundum gerum við mistök. En þá er ekkert annað en að biðjast afsökunar og læra af mistökunum. Loks segir Charlotte að við þurfum að vera ástríðunni okkar trú. „Að styðja fjölbreytileika þýðir að við þurfum að lifa samkvæmt því markmiði að vilja alltaf standa fyrir auknum fjölbreytileika. Þetta er ekki vinna sem er lokið þegar þú ferð heim, heldur hluti af þínu lífi og því hver þú ert. Við þurfum alls staðar og alltaf að tala fyrir fjölbreytileikanum og láta í okkur heyra ef við sjáum að eitthvað er að gerast sem mismunar fólki.“
Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Mannauðsmál Samfélagsleg ábyrgð Jafnréttismál Íslendingar erlendis Marel Tengdar fréttir „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 „Það var skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis“ „Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið,“ segir Hildur Ottesen, markaðs- og kynningastjóri Hörpu þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún starfaði erlendis. 9. maí 2022 07:01 Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00 37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. 4. apríl 2022 07:00 Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00
„Það var skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis“ „Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið,“ segir Hildur Ottesen, markaðs- og kynningastjóri Hörpu þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún starfaði erlendis. 9. maí 2022 07:01
Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00
37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. 4. apríl 2022 07:00
Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01