Willum Þór að missa lykilleikmenn úr liðinu Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2022 14:05 Helga Vala sagði langt liðið á fyrri hálfleik hjá Willum Þór og út úr liðinu streyma lykilleikmenn sem haldið hafa liðinu á floti. Fólkið í stúkunni er farið að hvísla á milli sín að kominn sé tími á þjálfaraskipti. vísir/vilhelm Hart var sótt að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á þinginu nú rétt í þessu, undir liðnum „störf þingsins“ vegna ófremdarástands á bráðamóttökunni. Helga Vala Helgadóttir reyndi að ná til ráðherra með líkingarmáli sem hún ætlar að hann skilji. Eins og Vísir greindi frá í gær eru bráðahjúkrunarfræðingar að bugast. Soffía Steingrímsdóttir lýsti því yfir í gær að hún væri búin að gefast upp eftir erfiða vakt, hún ætlaði að láta það verða sitt fyrsta verk eftir hana að skrifa uppsagnarbréf. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar auglýsti eftir Willum Þór á þinginu nú fyrir skömmu: „Hvar er heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins eiginlega? Það er bókstaflega ekkert að frétta,“ sagði Helga Vala. Hún sagði að ekkert hefði verið gert af hálfu stjórnvalda til að bæta það ófremdarástand sem ríkt hefur í heilbrigðiskerfinu undanfarin ár. „Svo við tökum hér upp líkingamál sem hæstvirtur heilbrigðisráðherra skilur þá vil ég benda á að það er langt liðið á fyrri hálfleik hjá honum og út úr liðinu streyma lykilleikmenn sem haldið hafa liðinu á floti. Fólkið í stúkunni er farið að hvísla á milli sín að kominn sé tími á þjálfaraskipti, enda þolinmæðin lítil eftir slakt gengi á síðasta tímabili lítil,“ sagði Helga Vala háðslega. Hún sagði að ekki væri það bara einn starfsmaður sem sagði upp á Landspítalanum í gær – það var lykilstarfsmaður á bráðamóttöku í Fossvogi sem sagði upp vegna langvarandi álags og engrar lausnar í sjónmáli. „Fleiri lykilstarfsmenn hyggja á brottför – fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá en frá ríkisstjórninni er ekkert að frétta.” Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Staðan á bráðamóttökunni ákveðinn vítahringur: „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær eru bráðahjúkrunarfræðingar að bugast. Soffía Steingrímsdóttir lýsti því yfir í gær að hún væri búin að gefast upp eftir erfiða vakt, hún ætlaði að láta það verða sitt fyrsta verk eftir hana að skrifa uppsagnarbréf. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar auglýsti eftir Willum Þór á þinginu nú fyrir skömmu: „Hvar er heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins eiginlega? Það er bókstaflega ekkert að frétta,“ sagði Helga Vala. Hún sagði að ekkert hefði verið gert af hálfu stjórnvalda til að bæta það ófremdarástand sem ríkt hefur í heilbrigðiskerfinu undanfarin ár. „Svo við tökum hér upp líkingamál sem hæstvirtur heilbrigðisráðherra skilur þá vil ég benda á að það er langt liðið á fyrri hálfleik hjá honum og út úr liðinu streyma lykilleikmenn sem haldið hafa liðinu á floti. Fólkið í stúkunni er farið að hvísla á milli sín að kominn sé tími á þjálfaraskipti, enda þolinmæðin lítil eftir slakt gengi á síðasta tímabili lítil,“ sagði Helga Vala háðslega. Hún sagði að ekki væri það bara einn starfsmaður sem sagði upp á Landspítalanum í gær – það var lykilstarfsmaður á bráðamóttöku í Fossvogi sem sagði upp vegna langvarandi álags og engrar lausnar í sjónmáli. „Fleiri lykilstarfsmenn hyggja á brottför – fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá en frá ríkisstjórninni er ekkert að frétta.”
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Staðan á bráðamóttökunni ákveðinn vítahringur: „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Staðan á bráðamóttökunni ákveðinn vítahringur: „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00