Brynjar Atli, sem er 22 ára, er varamarkvörður Breiðabliks og gekk í raðir félagsins frá Njarðvík fyrir keppnistímabilið 2020.
Þrátt fyrir undan aldur hefur Brynjar nú þegar leikið 95 meistaraflokksleiki á ferlinum, þar af fimm með Breiðablik.
„Brynjar Atli er mikilvægur hlekkur í meistaraflokki Breiðabliks og þess má geta að hann var kjörinn leikmaður leikmanna að loknu síðasta keppnistímabili,“ segir um leikmanninn í tilkynningu félagsins.
Brynjar Atli skrifar undir nýjan samning https://t.co/N1wn9t6lrK
— Blikar.is (@blikar_is) May 31, 2022