Danir greiða atkvæði um þátttöku í evrópsku varnarsamstarfi Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2022 11:19 Forsætisráðherrann Metta Frederiksen og eiginmaður hennar Bo Tengberg á kjörstað í Værløse í morgun. AP Danir greiða í dag atkvæði um það hvort að ríkið eigi að taka fullan þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsríkja. Ellefu af fjórtán flokkum á danska þinginu eru fylgjandi því að Danmörk hefji þátttöku í samstarfinu af fullum þunga. Sömuleiðis benda skoðanakannanir til þess að almenningur sé nú fylgjandi þátttöku, en talið er að kjörsókn muni ráða miklu um niðurstöðuna. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar í mars vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu og breytts öryggisumhverfis í álfunni. Mætti forsætisráðherrann á kjörstað í morgun og sagði við fjölmiðla að hún hafi „kosið með hjartanu“ og merkt við „já“. Breytingin myndi „styrkja öryggi“ Danmerkur. Danmörk er sem stendur eina aðildarríki Evrópusambandsins sem ekki tekur þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Núverandi fyrirkomulag felur í sér að Danir taka ekki þátt í þeim hluta sameiginlegu utanríkis- og öryggistefnu sambandsins sem snýr að varnarmálum. Þannig taka Danir ekki þátt í sameiginlegum hernaðarverkefnum ESB og fjármögnun þeirra. Sömuleiðis taka Danir heldur ekki þátt í sendingum hergagna á vegum sambandsins. Danir gengu í Evrópusambandið árið 1973 en fengu fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum árið 1992, meðal annars hvað varðar þátttöku í varnar- og myntsamstarfi. Skoðanakannanir hafa bent til þess að fjörutíu prósent Dana séu nú fylgjandi þátttöku í varnarsamstarfi ESB-ríkja og um þrjátíu prósent andvíg. Um fjórðungur segist óákveðinn. Danmörk Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. 1. júní 2022 07:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar í mars vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu og breytts öryggisumhverfis í álfunni. Mætti forsætisráðherrann á kjörstað í morgun og sagði við fjölmiðla að hún hafi „kosið með hjartanu“ og merkt við „já“. Breytingin myndi „styrkja öryggi“ Danmerkur. Danmörk er sem stendur eina aðildarríki Evrópusambandsins sem ekki tekur þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Núverandi fyrirkomulag felur í sér að Danir taka ekki þátt í þeim hluta sameiginlegu utanríkis- og öryggistefnu sambandsins sem snýr að varnarmálum. Þannig taka Danir ekki þátt í sameiginlegum hernaðarverkefnum ESB og fjármögnun þeirra. Sömuleiðis taka Danir heldur ekki þátt í sendingum hergagna á vegum sambandsins. Danir gengu í Evrópusambandið árið 1973 en fengu fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum árið 1992, meðal annars hvað varðar þátttöku í varnar- og myntsamstarfi. Skoðanakannanir hafa bent til þess að fjörutíu prósent Dana séu nú fylgjandi þátttöku í varnarsamstarfi ESB-ríkja og um þrjátíu prósent andvíg. Um fjórðungur segist óákveðinn.
Danmörk Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. 1. júní 2022 07:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. 1. júní 2022 07:30