Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2022 13:35 Árásin átti sér stað í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Karl og kona særðust í árásinni. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. Með árásinni í Grafarholti í febrúar er kominn sterkur grunur um að maðurinn hafi á reynslutíma framið nýtt brot sem gæti varðað allt að sex ára fangelsi og þannig gróflega rofið skilyrði þeirrar reynslulausnar sem honum var veitt í september 2019. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis í fyrradag og var úrskurðurinn birtur í morgun. Skaut fyrrverandi kærustu og annan mann Maðurinn var annar tveggja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Kona særðist þar alvarlega eftir að hafa verið skotin í kviðinn og sé enn óljóst hvaða áhrif árásin muni hafa á hana til lengri tíma. Auk konunnar særðist karlmaður illa eftir að hafa fengið skot í fótinn. Í úrskurði héraðsdóms segir að rannsókn lögreglu hafi fljótlega beinst að manninum, en hann hafði ítrekað hótað konunni, sem er fyrrverandi kærasta hans, lífláti og líkamsmeiðingum. Símnotkun og staðsetning síma mannsins sýna að hann hafi verið á vettvangi árásarinnar þegar hún var gerð. Þá hafi skilaboð og efni úr síma hans bent sterklega til aðildar hans að málinu. Maðurinn neitar þó sök og hefur jafnframt neitað að tjá sig um það sem gerðist umrædda nótt. Neitaði í fyrstu að tjá sig Hinn maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald neitaði í fyrstu að tjá sig hjá lögreglu en hefur nú komið hreint fram í skýrslutöku. Sagði hann félaga sinn, skotmanninn, hafa beðið sig um skutla sér á staðinn. Þar hafi þeir rekist á konuna og manninn, og hinn maðurinn kallað til konunnar og þvínæst skotið úr byssu í átt til konunnar og mannsins. Mennirnir hafi svo ekið í burtu. „Samkvæmt púðurleyfarannsókn þá benda niðurstöður til þess að skotið hafi verið úr byssu út um farþegaglugga bifreiðarinnar sem kærði var í á vettvangi, en samkvæmt framburði Y [hins mannsins] sat kærði í farþegasæti bifreiðarinnar er hann skaut. Auk þess þá fundust sýni af hönd kærða mögulegar púðurleyfar,“ segir í úrskurðinum. Ennfremur segir að maðurinn hafi nú setið í gæsluvarðhaldi í tæpar sextán vikur. Rannsókn málsins sé á lokastigi, en beðið er eftir DNA rannsókn erlendis frá á skotvopni og púðurleifum. Þá liggi niðurstaða geðrannsóknar fyrir og er maðurinn metinn sakhæfur. Er það niðurstaða dómsins að árásarmaðurinn skuli afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2022 14:33 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Með árásinni í Grafarholti í febrúar er kominn sterkur grunur um að maðurinn hafi á reynslutíma framið nýtt brot sem gæti varðað allt að sex ára fangelsi og þannig gróflega rofið skilyrði þeirrar reynslulausnar sem honum var veitt í september 2019. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis í fyrradag og var úrskurðurinn birtur í morgun. Skaut fyrrverandi kærustu og annan mann Maðurinn var annar tveggja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Kona særðist þar alvarlega eftir að hafa verið skotin í kviðinn og sé enn óljóst hvaða áhrif árásin muni hafa á hana til lengri tíma. Auk konunnar særðist karlmaður illa eftir að hafa fengið skot í fótinn. Í úrskurði héraðsdóms segir að rannsókn lögreglu hafi fljótlega beinst að manninum, en hann hafði ítrekað hótað konunni, sem er fyrrverandi kærasta hans, lífláti og líkamsmeiðingum. Símnotkun og staðsetning síma mannsins sýna að hann hafi verið á vettvangi árásarinnar þegar hún var gerð. Þá hafi skilaboð og efni úr síma hans bent sterklega til aðildar hans að málinu. Maðurinn neitar þó sök og hefur jafnframt neitað að tjá sig um það sem gerðist umrædda nótt. Neitaði í fyrstu að tjá sig Hinn maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald neitaði í fyrstu að tjá sig hjá lögreglu en hefur nú komið hreint fram í skýrslutöku. Sagði hann félaga sinn, skotmanninn, hafa beðið sig um skutla sér á staðinn. Þar hafi þeir rekist á konuna og manninn, og hinn maðurinn kallað til konunnar og þvínæst skotið úr byssu í átt til konunnar og mannsins. Mennirnir hafi svo ekið í burtu. „Samkvæmt púðurleyfarannsókn þá benda niðurstöður til þess að skotið hafi verið úr byssu út um farþegaglugga bifreiðarinnar sem kærði var í á vettvangi, en samkvæmt framburði Y [hins mannsins] sat kærði í farþegasæti bifreiðarinnar er hann skaut. Auk þess þá fundust sýni af hönd kærða mögulegar púðurleyfar,“ segir í úrskurðinum. Ennfremur segir að maðurinn hafi nú setið í gæsluvarðhaldi í tæpar sextán vikur. Rannsókn málsins sé á lokastigi, en beðið er eftir DNA rannsókn erlendis frá á skotvopni og púðurleifum. Þá liggi niðurstaða geðrannsóknar fyrir og er maðurinn metinn sakhæfur. Er það niðurstaða dómsins að árásarmaðurinn skuli afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018.
Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2022 14:33 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2022 14:33
Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30