Danir losa sig við undanþáguna Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2022 18:27 Danir héldu þjóðaratkvæðagreiðslu í dag sem virðist ætla að skila afgerandi niðurstöðu. AP/Emil Helms Yfirgnæfandi meirihluti danskra kjósenda samþykkti í dag að leggja niður undanþáguákvæði um þátttöku ríkisins í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í dag. Uppfært: 21:25 Kjörstaðir lokuðu klukkan sex að íslenskum tíma, átta í Danmörku, en samkvæmt útgönguspám kusu 69,1 prósent Dana að fella ákvæðið niður en 30,9 prósent vildu halda því, samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins. Fyrstu tölur í Danmörku, þegar búið var að telja þriðjung atkvæða, sýndu að 65,4 prósent sögðu já og 34,6 nei. Lokatölur voru svo á þann veg að 66,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og vildu fella ákvæðið niður. 33,1 prósent sögðu nei. Áður höfðu skoðanakannanir sýnt að 44 prósent Dana vildu ákvæðið burt og 28 prósent vildu halda því. Nærri því tuttugu prósent sögðust óákveðin. Tölur um kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni liggja ekki fyrir enn. Danmörk hefur verið eina aðildarríki ESB sem var með undanþágu frá varnarsamstarfi sambandsins. Danir gengu í Evrópusambandið árið 1973 en fengu fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum árið 1992, meðal annars hvað varðar þátttöku í varnar- og myntsamstarfi. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og fyrrverandi aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir þetta skýrt merki um það að Danmörk standi með Úkraínu og öðrum bandamönnum Danmerkur í baráttunni fyrir frelsi og lýðræði. The Danes have spoken! After 30 years, Denmark has voted to get rid of the EU defence opt-out. This is a powerful signal that Denmark stands united with Ukraine and our allies in the fight for freedom and democracy #dkpol #eudk #ukraine pic.twitter.com/d3jffGGfPZ— Anders Fogh Rasmussen (@AndersFoghR) June 1, 2022 Danmörk Evrópusambandið Hernaður Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Uppfært: 21:25 Kjörstaðir lokuðu klukkan sex að íslenskum tíma, átta í Danmörku, en samkvæmt útgönguspám kusu 69,1 prósent Dana að fella ákvæðið niður en 30,9 prósent vildu halda því, samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins. Fyrstu tölur í Danmörku, þegar búið var að telja þriðjung atkvæða, sýndu að 65,4 prósent sögðu já og 34,6 nei. Lokatölur voru svo á þann veg að 66,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og vildu fella ákvæðið niður. 33,1 prósent sögðu nei. Áður höfðu skoðanakannanir sýnt að 44 prósent Dana vildu ákvæðið burt og 28 prósent vildu halda því. Nærri því tuttugu prósent sögðust óákveðin. Tölur um kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni liggja ekki fyrir enn. Danmörk hefur verið eina aðildarríki ESB sem var með undanþágu frá varnarsamstarfi sambandsins. Danir gengu í Evrópusambandið árið 1973 en fengu fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum árið 1992, meðal annars hvað varðar þátttöku í varnar- og myntsamstarfi. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og fyrrverandi aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir þetta skýrt merki um það að Danmörk standi með Úkraínu og öðrum bandamönnum Danmerkur í baráttunni fyrir frelsi og lýðræði. The Danes have spoken! After 30 years, Denmark has voted to get rid of the EU defence opt-out. This is a powerful signal that Denmark stands united with Ukraine and our allies in the fight for freedom and democracy #dkpol #eudk #ukraine pic.twitter.com/d3jffGGfPZ— Anders Fogh Rasmussen (@AndersFoghR) June 1, 2022
Danmörk Evrópusambandið Hernaður Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira