Árásarmaðurinn sjálfur er talinn hafa svipt sig lífi.
Fréttir af árásinni eru enn á nokkru reiki. Héraðsmiðillinn News On 6 segir lögregluna með mikinn viðbúnað á svæðinu við Warren Clinic, sjúkrahúsið sem um ræðir.
Maðurinn er sagður hafa farið á aðra hæð sjúkrahússins og þar hafi skothríðin byrjað.
Margar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og má þar helst nefna árásina í Buffalo í New York og árásina í Uvalde í Texas.