Danir sigruðu heimsmeistarana á heimavelli Atli Arason skrifar 3. júní 2022 21:00 Andreas Cornelius fagnar jöfnunarmarkinu. Getty Images Andreas Cornelius er nýjasta þjóðhetja Danmerkur eftir að hann kom inn af varamannabekknum og skoraði tvö mörk gegn heimsmeisturum frá Frakklandi. Danir höfðu áður lent marki undir en með mörkum Cornelius vann Danmörk 1-2 sigur á Stade de France í París. Fyrri hálfleikur var markalaus en rétt fyrir hálfleik fór Kylian Mbappe, leikmaður Frakklands, í grasið og hélt utan um vinstra hné sitt. Mbappe varð skipt útaf í hálfleik eftir að hafa fengið meðhöndlum frá læknateymi Frakklands. Þetta hafði ekki mikil áhrif á Frakkana sem komust yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Karim Benzema eftir frábært einstakling framtak þar sem hann tók dönsku vörnina í sundur nánast eins síns liðs. Á 59. mínútu kom Andreas Cornelius inn á leikvöllinn. Danir jöfnuðu leikinn níu mínútum síðar þegar Cornelius skoraði eftir frábæran undirbúning frá Pierre-Emile Højberg. Tveimur mínútum fyrir leikslok sleppur Cornelius einn í gegnum vörn Frakka og nær að þruma boltanum yfir Hugo Lloris í marki Frakka og tryggði Dönum þar með stigin þrjú. Eftir fyrstu umferð í riðli 1 í A-deild þjóðadeildarinnar eru Danir og Austurríki á toppnum með þrjú stig á meðan Frakkar og Króatar eru stigalausir. Fótbolti Þjóðadeild UEFA
Andreas Cornelius er nýjasta þjóðhetja Danmerkur eftir að hann kom inn af varamannabekknum og skoraði tvö mörk gegn heimsmeisturum frá Frakklandi. Danir höfðu áður lent marki undir en með mörkum Cornelius vann Danmörk 1-2 sigur á Stade de France í París. Fyrri hálfleikur var markalaus en rétt fyrir hálfleik fór Kylian Mbappe, leikmaður Frakklands, í grasið og hélt utan um vinstra hné sitt. Mbappe varð skipt útaf í hálfleik eftir að hafa fengið meðhöndlum frá læknateymi Frakklands. Þetta hafði ekki mikil áhrif á Frakkana sem komust yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Karim Benzema eftir frábært einstakling framtak þar sem hann tók dönsku vörnina í sundur nánast eins síns liðs. Á 59. mínútu kom Andreas Cornelius inn á leikvöllinn. Danir jöfnuðu leikinn níu mínútum síðar þegar Cornelius skoraði eftir frábæran undirbúning frá Pierre-Emile Højberg. Tveimur mínútum fyrir leikslok sleppur Cornelius einn í gegnum vörn Frakka og nær að þruma boltanum yfir Hugo Lloris í marki Frakka og tryggði Dönum þar með stigin þrjú. Eftir fyrstu umferð í riðli 1 í A-deild þjóðadeildarinnar eru Danir og Austurríki á toppnum með þrjú stig á meðan Frakkar og Króatar eru stigalausir.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti