Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2022 11:10 Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru um 3.400 metrar að lengd og er að finna milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Wikipedia Commons Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Hildu Jönu Gísladóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar fyrir Norðausturkjördæmi. Spurði hún innviðaráðherra að því hvort til standi að flýta jarðgangaframkvæmdum í Fjallabyggð og ef svo, hvenær yrði stefnt að því að hefja framkvæmdir. Þrátt fyrir að Héðinsfjarðargöngin tryggi greiðar innanbæjarsamgöngur í Fjallabyggð, eru einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng ákveðin flöskuháls, ekki síst á sumrin þar sem kemur fyrir að göngin anni ekki umferð um þau. Á veturna kemur fyrir að íbúar þurfi að sætta sig við að vera innlyksa vegna ófærðar. Heimamenn hafa því ítrekað kallað eftir því að ráðist verði í frekari jarðgangaframkvæmdir í sveitarfélaginu. Hefur þar verið horft til breikkunar Múlaganga, sem liggja frá Ólafsfirði yfir í Eyjafjörð auk nýrra ganga um Siglufjarðarskarð sem kæmi í stað Strákaganga, sem tengja saman Siglufjörð og Fljótin. Í svari innviðaráðherra er tekið fram að breikkun Múlaganga og ný göng um Siglufjarðarskað séu á meðal ellefu verkefna sem mælt sé með að tekið verði fyrst til nánari skoðunar. Þá sé unnið heildstæðri greiningu á jarðgangakostum á Íslandi í samræmi við samgönguáætlun fyrir árin 2020–2024. Þar er gert ráð fyrir því að valkostir á einstökum leiðum verði metnir með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar verður síðan gerð tillaga að forgangsröðun jarðgangakosta til lengri tíma sem tekin verður til umfjöllunar við gerð nýrrar samgönguáætlunar. Reiknað er með að tillaga til þingsályktunar um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023–2037 verði lögð fyrir Alþingi næsta haust. „Það mun því koma til kasta Alþingis að forgangsraða jarðgangakostum á grundvelli framangreindrar vinnu þegar tillaga að nýrri samgönguáætlun verður tekin til meðferðar á næsta löggjafarþingi,“ segir í svari Sigurðar Inga. Fjallabyggð Skagafjörður Dalvíkurbyggð Samgöngur Alþingi Vegagerð Tengdar fréttir Stíflur hafa myndast í göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminn Í sumar hafa stíflur myndast í einbreiðu göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminnn vegna mikillar umferðar. Heimamenn vilja ný göng á dagskrá sem fyrst. 17. september 2021 19:53 Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23 „Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Hildu Jönu Gísladóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar fyrir Norðausturkjördæmi. Spurði hún innviðaráðherra að því hvort til standi að flýta jarðgangaframkvæmdum í Fjallabyggð og ef svo, hvenær yrði stefnt að því að hefja framkvæmdir. Þrátt fyrir að Héðinsfjarðargöngin tryggi greiðar innanbæjarsamgöngur í Fjallabyggð, eru einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng ákveðin flöskuháls, ekki síst á sumrin þar sem kemur fyrir að göngin anni ekki umferð um þau. Á veturna kemur fyrir að íbúar þurfi að sætta sig við að vera innlyksa vegna ófærðar. Heimamenn hafa því ítrekað kallað eftir því að ráðist verði í frekari jarðgangaframkvæmdir í sveitarfélaginu. Hefur þar verið horft til breikkunar Múlaganga, sem liggja frá Ólafsfirði yfir í Eyjafjörð auk nýrra ganga um Siglufjarðarskarð sem kæmi í stað Strákaganga, sem tengja saman Siglufjörð og Fljótin. Í svari innviðaráðherra er tekið fram að breikkun Múlaganga og ný göng um Siglufjarðarskað séu á meðal ellefu verkefna sem mælt sé með að tekið verði fyrst til nánari skoðunar. Þá sé unnið heildstæðri greiningu á jarðgangakostum á Íslandi í samræmi við samgönguáætlun fyrir árin 2020–2024. Þar er gert ráð fyrir því að valkostir á einstökum leiðum verði metnir með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar verður síðan gerð tillaga að forgangsröðun jarðgangakosta til lengri tíma sem tekin verður til umfjöllunar við gerð nýrrar samgönguáætlunar. Reiknað er með að tillaga til þingsályktunar um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023–2037 verði lögð fyrir Alþingi næsta haust. „Það mun því koma til kasta Alþingis að forgangsraða jarðgangakostum á grundvelli framangreindrar vinnu þegar tillaga að nýrri samgönguáætlun verður tekin til meðferðar á næsta löggjafarþingi,“ segir í svari Sigurðar Inga.
Fjallabyggð Skagafjörður Dalvíkurbyggð Samgöngur Alþingi Vegagerð Tengdar fréttir Stíflur hafa myndast í göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminn Í sumar hafa stíflur myndast í einbreiðu göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminnn vegna mikillar umferðar. Heimamenn vilja ný göng á dagskrá sem fyrst. 17. september 2021 19:53 Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23 „Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Stíflur hafa myndast í göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminn Í sumar hafa stíflur myndast í einbreiðu göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminnn vegna mikillar umferðar. Heimamenn vilja ný göng á dagskrá sem fyrst. 17. september 2021 19:53
Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23
„Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11