Alfons segir úrslitin í Ísrael fín og vonast til að sjá sem flesta á Laugardalsvelli á mánudag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2022 23:31 Alfons fagnar öðru marka Íslands í Ísrael ásamt liðsfélögum sínum. Ahmad Mora/Getty Images Alfons Sampsted, hægri bakvörður íslenska landsliðsins, vonast eftir að fólk mæti á leikinn gegn Albaníu á mánudag og að íslenska liðið byggi ofan á fín úrslit í Ísrael. „Miðað við æfinguna áðan er mannskapurinn í flottum málum. Bjóst við að fleiri yrðu á hliðarlínunni eða á 50 prósent hraða en það var stemning í hópnum og ágætis kraftur í æfingunni, þetta lítur ágætlega út,“ sagði Alfons um stöðuna á liðinu eftir langt ferðalag. „Það sem við tökum með okkur er að við erum að slípa saman okkar leik, það sést í því að við náðum í úrslit. Ekki bestu úrslitin en ekki verstu úrslitin heldur. Við náðum í jafntefli, eitt stig á útivelli. Þetta er að koma,“ sagði hægri bakvörður Íslands aðspurður hvað liðið tæki með sér úr leiknum gegn Ísrael. „Hann flikkar honum framhjá mér og tekur hratt spin-off. Ég verð bara að taka þetta á mig, í fullkomnum heimi hefði ég tekið eitt skref til hliðar, stigið fyrir hann og lokað leiðinni upp kantinn fyrir hann. Það er einn þáttur sem ég hegði getað gert mun betur, eitthvað sem ég læri af og gerist vonandi ekki aftur.“ Vonast til að sjá sem flesta „Vonandi sjáum við lið sem er fullt af orku sem er enn betur skipulagt en á móti Ísrael og getur refsað. Vonandi kemur fólk á leikinn og horfir á okkur.“ „Höfum ekki farið djúpt ofan í þá, það gerum við í kvöld. Erfitt að segja nákvæmlega við hverju við búumst. Leikir við Albaníu áður fyrr hafa sýnt að þeir eru með lið sem spila hart. Eru með skýrt leikplan og fylgja því. Verður gaman að mæta þeim,“ sagði Alfons um lið Albaníu. „Það hefur klárlega áhrif. Ísrael var með fullt af fólki á leiknum - þeir skora og aðdáendurnir fagna - það gefur það þeim auka kraft. Þeir ná svo að setja pressu á okkur undir lokin þegar stuðningsfólkið tekur alvöru þátt í því. Þannig það væri gaman ef við gætum gert það í hina áttina, þar sem Íslendingarnir hjálpa okkur að setja pressu,“ sagði Alfons að endingu en Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvelli á mándag. Klippa: Alfons nokkuð sáttur en hefði átt að gera betur Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
„Miðað við æfinguna áðan er mannskapurinn í flottum málum. Bjóst við að fleiri yrðu á hliðarlínunni eða á 50 prósent hraða en það var stemning í hópnum og ágætis kraftur í æfingunni, þetta lítur ágætlega út,“ sagði Alfons um stöðuna á liðinu eftir langt ferðalag. „Það sem við tökum með okkur er að við erum að slípa saman okkar leik, það sést í því að við náðum í úrslit. Ekki bestu úrslitin en ekki verstu úrslitin heldur. Við náðum í jafntefli, eitt stig á útivelli. Þetta er að koma,“ sagði hægri bakvörður Íslands aðspurður hvað liðið tæki með sér úr leiknum gegn Ísrael. „Hann flikkar honum framhjá mér og tekur hratt spin-off. Ég verð bara að taka þetta á mig, í fullkomnum heimi hefði ég tekið eitt skref til hliðar, stigið fyrir hann og lokað leiðinni upp kantinn fyrir hann. Það er einn þáttur sem ég hegði getað gert mun betur, eitthvað sem ég læri af og gerist vonandi ekki aftur.“ Vonast til að sjá sem flesta „Vonandi sjáum við lið sem er fullt af orku sem er enn betur skipulagt en á móti Ísrael og getur refsað. Vonandi kemur fólk á leikinn og horfir á okkur.“ „Höfum ekki farið djúpt ofan í þá, það gerum við í kvöld. Erfitt að segja nákvæmlega við hverju við búumst. Leikir við Albaníu áður fyrr hafa sýnt að þeir eru með lið sem spila hart. Eru með skýrt leikplan og fylgja því. Verður gaman að mæta þeim,“ sagði Alfons um lið Albaníu. „Það hefur klárlega áhrif. Ísrael var með fullt af fólki á leiknum - þeir skora og aðdáendurnir fagna - það gefur það þeim auka kraft. Þeir ná svo að setja pressu á okkur undir lokin þegar stuðningsfólkið tekur alvöru þátt í því. Þannig það væri gaman ef við gætum gert það í hina áttina, þar sem Íslendingarnir hjálpa okkur að setja pressu,“ sagði Alfons að endingu en Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvelli á mándag. Klippa: Alfons nokkuð sáttur en hefði átt að gera betur
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira