Segir ekki á dagskrá hjá borginni að fjölga auglýsingaskiltum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2022 22:33 Bjarni Rúnar Ingvarsson er deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Vísir/Ívar Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir borgina meðvitaða um gagnrýni á fjölda auglýsingaskilta á borgarlandi og að hún sé skiljanleg. Ekki standi til að fjölga skiltum í borginni. Í Reykjavík eru fimmtíu stafræn auglýsingaskilti víðs vegar um borgarlandið, þannig að sumum þyki nóg um. Auk þeirra fjörutíu einkareknu skilta sem finna má um borgina eru tíu skilti sem Reykjavíkurborg hefur umráð yfir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna og íbúi í Hlíðunum, ræddi við Vísi í gær og sagði að sér hugnaðist ekki að Reykjavík hygðist setja upp auglýsingaskilti við Klambratún. Hann teldi að verið væri að auglýsingavæða almannarými og sagði borgina fara fram hjá skipulagi. Deildarstjóri hjá borginni segir ekki standa til að fjölga skiltunum og ekki sé verið að fara fram hjá hverfisskipulagi. Verið sé að auglýsa deiliskipulagsbreytingu. „Það sem kemur í raun og veru ekki fram er að auglýsingastandar sem hafa verið þarna í kring verða lagðir niður, og þessi eini kemur í staðinn. Síðan í framtíðinni, þegar nýtt leiðanet Strætó tekur gildi í kringum 2025, munu strætóskýlin sem eru hér hverfa af sjónarsviðinu einnig,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Samtalið vanti Auglýsingum á svæðinu muni því fækka í komandi framtíð. Borgin hafi orðið vör við gagnrýni fólks á fjölda auglýsinga í almannarými. „Það hefur vantað þetta samtal um auglýsingaskiltin í borgarlandinu, og þá tala ég nú ekki um þessi sem eru jafnvel stærri og eru að reyna að fanga athygli við gatnamót og þess háttar. Þannig að ég tek heilshugar undir þá gagnrýni,“ segir Bjarni Rúnar. Ekki standi til að fjölga auglýsingastöndum í borginni. „Borgarlandið er það sem við höfum helst, okkar helsta gersemi.“ Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. 3. júní 2022 22:31 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Í Reykjavík eru fimmtíu stafræn auglýsingaskilti víðs vegar um borgarlandið, þannig að sumum þyki nóg um. Auk þeirra fjörutíu einkareknu skilta sem finna má um borgina eru tíu skilti sem Reykjavíkurborg hefur umráð yfir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna og íbúi í Hlíðunum, ræddi við Vísi í gær og sagði að sér hugnaðist ekki að Reykjavík hygðist setja upp auglýsingaskilti við Klambratún. Hann teldi að verið væri að auglýsingavæða almannarými og sagði borgina fara fram hjá skipulagi. Deildarstjóri hjá borginni segir ekki standa til að fjölga skiltunum og ekki sé verið að fara fram hjá hverfisskipulagi. Verið sé að auglýsa deiliskipulagsbreytingu. „Það sem kemur í raun og veru ekki fram er að auglýsingastandar sem hafa verið þarna í kring verða lagðir niður, og þessi eini kemur í staðinn. Síðan í framtíðinni, þegar nýtt leiðanet Strætó tekur gildi í kringum 2025, munu strætóskýlin sem eru hér hverfa af sjónarsviðinu einnig,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Samtalið vanti Auglýsingum á svæðinu muni því fækka í komandi framtíð. Borgin hafi orðið vör við gagnrýni fólks á fjölda auglýsinga í almannarými. „Það hefur vantað þetta samtal um auglýsingaskiltin í borgarlandinu, og þá tala ég nú ekki um þessi sem eru jafnvel stærri og eru að reyna að fanga athygli við gatnamót og þess háttar. Þannig að ég tek heilshugar undir þá gagnrýni,“ segir Bjarni Rúnar. Ekki standi til að fjölga auglýsingastöndum í borginni. „Borgarlandið er það sem við höfum helst, okkar helsta gersemi.“
Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. 3. júní 2022 22:31 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. 3. júní 2022 22:31