Tengsl milli þess látna og grunaðs morðingja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2022 11:46 Lögregla var kölluð að þessu húsi í Barðavogi í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöldi. Vísir/Helena Rakel Tengsl voru á milli mannsins sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gærkvöldi, og þess sem lögregla hefur handtekið grunaðan um morðið. Lögreglan vinnur nú að því að ræða við hugsanleg vitni. Lögreglu barst tilkynning um málið um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og hafði lögregla girt götuna af beggja vegna hússins í Barðavogi þar sem morðið er talið hafa verið framið. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í tengslum við rannsókn á málinu strax í gærkvöldi, grunaður um að hafa banað manni á fimmtugsaldri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tengsl á milli mannanna. „Það er bara eitt af því sem við erum að skoða en það eru einhver tengsl þarna á milli,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Lögreglan vinni nú að því að ræða við möguleg vitni að málinu. „Það eru nokkrir einstaklingar sem við þurfum að ræða við.“ Er það fólk sem var á staðnum? „Það er bæði það, og svo líka sem hefur einhverjar upplýsingar ef um aðdraganda er að ræða, það er bara það sem við erum að skoða,“ segir Margeir. Einn grunaður Margeir segir að búast megi við því að lögregla fari fram á gæsluvarðhald yfir þeim handtekna í dag. Hann er grunaður um að hafa verið einn að verki. Ríkisútvarpið hefur greint frá því að lögreglu gruni að hinn látni hafi látist af völdum barsmíða með barefli. Lögregla vinnur nú úr þeim sönnunargögnum sem fyrir liggja í málinu, en Margeir vildi ekki tjá sig um hvers eðlis þau væru. „Það er bara verið að vinna úr því sem við erum með. Svo kemur bara í ljós hvað það er,“ segir Margeir. Lögreglumál Reykjavík Manndráp í Barðavogi Tengdar fréttir Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34 Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna gruns um morð í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld. 4. júní 2022 21:23 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um málið um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og hafði lögregla girt götuna af beggja vegna hússins í Barðavogi þar sem morðið er talið hafa verið framið. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í tengslum við rannsókn á málinu strax í gærkvöldi, grunaður um að hafa banað manni á fimmtugsaldri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tengsl á milli mannanna. „Það er bara eitt af því sem við erum að skoða en það eru einhver tengsl þarna á milli,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Lögreglan vinni nú að því að ræða við möguleg vitni að málinu. „Það eru nokkrir einstaklingar sem við þurfum að ræða við.“ Er það fólk sem var á staðnum? „Það er bæði það, og svo líka sem hefur einhverjar upplýsingar ef um aðdraganda er að ræða, það er bara það sem við erum að skoða,“ segir Margeir. Einn grunaður Margeir segir að búast megi við því að lögregla fari fram á gæsluvarðhald yfir þeim handtekna í dag. Hann er grunaður um að hafa verið einn að verki. Ríkisútvarpið hefur greint frá því að lögreglu gruni að hinn látni hafi látist af völdum barsmíða með barefli. Lögregla vinnur nú úr þeim sönnunargögnum sem fyrir liggja í málinu, en Margeir vildi ekki tjá sig um hvers eðlis þau væru. „Það er bara verið að vinna úr því sem við erum með. Svo kemur bara í ljós hvað það er,“ segir Margeir.
Lögreglumál Reykjavík Manndráp í Barðavogi Tengdar fréttir Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34 Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna gruns um morð í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld. 4. júní 2022 21:23 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34
Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna gruns um morð í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld. 4. júní 2022 21:23