Úrslitaleikurinn fór fram á leirundirlagi í París í dag og stóð konungur leirsins svo sannarlega undir nafni á hinum sögufræga Roland Garros leikvangi sem Nadal hefur svo sannarlega gert að sínum.
Nadal vann fyrsta settið 6-3 og fór annað settið á sömu leið. Hann gekk svo endanlega frá Norðmanninum í síðasta settinu sem vannst 6-0.
THE KING OF CLAY RECLAIMS HIS THRONE
— The Athletic (@TheAthletic) June 5, 2022
Rafael Nadal claims his 14th French Open and his 22nd Grand Slam title.
It's the first time he's won the first two Grand Slams of the year.
@rolandgarros pic.twitter.com/eLu6rTZbCv
Er þetta í fjórtánda sinn sem Nadal vinnur mótið sem er eitt af fjórum risamótum ársins í tennis.
Nadal vann opna ástralska meistaramótið í byrjun árs og hefur því unnið tvö fyrri risamót ársins.