Dagur kynnir málefnasamninginn fyrir Samfylkingarliðum annað kvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 21:09 Dagur mun kynna málefnasamninginn fyrir flokksmönnum sínum á morgun. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík mun kynna málefnasamning nýs meirihluta fyrir flokksmönnum sínum í borginni annað kvöld. Fundarboð barst félagsmönnum á níunda tímanum í kvöld. Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata hafa undanfarna tólf daga verið við meirihlutaviðræður og lítið viljað tjá sig um framgang þeirra, annað en það að vel gangi og einblínt hafi verið á málefnin fyrst um sinn. Fundarboðið sem barst flokksmönnum Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrr í kvöld.Vísir Nú virðist niðurstaða komin í viðræðunum og málefnasamningur við það að verða tilbúinn, ef hann er það ekki þegar. Dagur B. Eggertsson mun kynna málefnasamninginn fyrir flokksmönnum sínum annað kvöld klukkan 20:30 á fundi í Sóltúni í Reykjavík. Viðreisn í Reykjavík hefur sömuleiðis boðað til fundar annað kvöld til að kynna meirihlutasáttmálann. „Tilefni fundarins er umræða og afgreiðsla um tillögu oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík um væntanlegt meirihlutasamstarf í Borgarstjórn Reykjavíkur,“ segir í póstinum sem sendur var á flokksmenn fyrir tæpum klukkutíma síðan. „Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík fer yfir niðurstöðu viðræðna og kynnir málefnasamning sem lagður verður starfinu til grundvallar.“ Dagur sagði í viðtali við mbl.is fyrr í kvöld að stefnan sé sett á að tilkynna nýja borgarstjórn á þriðjudaginn. Vel hafi gengið að funda um helgina en fundir muni halda áfram fram á kvöld og á morgun. Fréttastofa hefur ekki náð í Dag við vinnslu þessarar fréttar. Fréttin var uppfærð klukkan 22:10 með upplýsingum um að Viðreisn hafi sömuleiðis boðað til fundar. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Tengdar fréttir Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. 4. júní 2022 21:31 Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07 Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata hafa undanfarna tólf daga verið við meirihlutaviðræður og lítið viljað tjá sig um framgang þeirra, annað en það að vel gangi og einblínt hafi verið á málefnin fyrst um sinn. Fundarboðið sem barst flokksmönnum Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrr í kvöld.Vísir Nú virðist niðurstaða komin í viðræðunum og málefnasamningur við það að verða tilbúinn, ef hann er það ekki þegar. Dagur B. Eggertsson mun kynna málefnasamninginn fyrir flokksmönnum sínum annað kvöld klukkan 20:30 á fundi í Sóltúni í Reykjavík. Viðreisn í Reykjavík hefur sömuleiðis boðað til fundar annað kvöld til að kynna meirihlutasáttmálann. „Tilefni fundarins er umræða og afgreiðsla um tillögu oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík um væntanlegt meirihlutasamstarf í Borgarstjórn Reykjavíkur,“ segir í póstinum sem sendur var á flokksmenn fyrir tæpum klukkutíma síðan. „Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík fer yfir niðurstöðu viðræðna og kynnir málefnasamning sem lagður verður starfinu til grundvallar.“ Dagur sagði í viðtali við mbl.is fyrr í kvöld að stefnan sé sett á að tilkynna nýja borgarstjórn á þriðjudaginn. Vel hafi gengið að funda um helgina en fundir muni halda áfram fram á kvöld og á morgun. Fréttastofa hefur ekki náð í Dag við vinnslu þessarar fréttar. Fréttin var uppfærð klukkan 22:10 með upplýsingum um að Viðreisn hafi sömuleiðis boðað til fundar.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Tengdar fréttir Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. 4. júní 2022 21:31 Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07 Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. 4. júní 2022 21:31
Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07
Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50